Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 49

Morgunblaðið - 01.07.2021, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Lambalæri 2,5-3 kg úrbeinað lambalæri 250-300 g villisveppafylling 5-6 msk. black garlic marinering 2 hvítlauksgeirar Nokkrar greinar ferskt rósmarín og garðablóðberg (timjan) Bindigarn Salt og pipar eftir smekk Undirbúningur á lærinu: Penslið lærið að innanverðu með gerjuðu hvítlauksmarineringunni, komið fyllingunni vel fyrir inni í lær- inu. Bindið lærið vel upp með garninu þannig að fyllingin haldist á sínum stað. Stingið nokkur lítil göt (um 7-8 göt) í lærið með litlum, beitt- um hníf. Skerið hvítlaukinn í 4-5 bita og setjið ofan í götin ásamt rósm- aríni og garðablóðbergi (timjan). Kryddið með salti og pipar fyrir grillun. Grillun Gott er að leyfa lærinu að standa á borði í 2-3 klukkustundir áður en það er grillað til að ná stofuhita. Hitið grillið vel upp og grillið lær- ið á öllum hliðum (um 4 mínútur á hverri hlið) til að loka því. Lækkið hitann á grillinu í um 90-120°C og eldið lærið annaðhvort á óbeinum hita eða á efri grindinni á grillinu. Notið kjarnhitamæli og takið lærið af þegar hann sýnir 55-58°C. Leyfið lærinu að hvíla í 10-15 mínútur. Hægt er að skerpa á hitanum á lær- inu með því að setja það inn í 160°C heitan ofn í um 2 mínútur. Berið svo fram með meðlæti og sósum sem henta. Villisveppafylling 100 g flúðasveppir 50 g þurrkaðir villisveppir 200 g frosnir villisveppir 1 msk. olía 1 msk. smjör 2 laukar skornir í þunnar sneiðar 1 bolli rauðvín eða marsalavín 2 msk. fljótandi villisveppakraftur 5-6 msk. brauðrasp 2 bollar rjómi Steikið flúðasveppi, villisveppi, lauk og þurrkaða villisveppi á pönnu upp úr olíu og smjöri í um 10 mín- útur. Bætið við víni og sjóðið niður um helming. Setjið þá rjóma út í og hitið að suðu. Maukið sveppablönduna í mat- vinnsluvél, blandara eða með töfra- sprota, bætið þá krafti og brauð- raspi saman við og sjóðið saman. Smakkið til með salti og pipar. Brokkólísalatið hennar mömmu 1 brokkólíhaus (ekki stilkarnir) 1/2 rauðlaukur 50 g trönuber 50 g sýrður rjómi 150 g majónes 1 msk. hunang Sítróna Salt Saxið brokkólíið smátt og skerið rauðlauk fínt í litla bita. Setjið í skál. Hrærið saman sýrðum rjóma, majó- nesi og hunangi í annarri skál. Bland- ið því næst grænmetinu saman við. Smakkið til með salti og sítrónusafa. Grillað kartöflusalat með kapers og dijon-sinnepi 500 g smælkikartöflur 150 g majónes 2 tsk. kapers 1 tsk. ferskur graslaukur 30 g dijon-sinnep Börkur af 1 sítrónu Safi úr 1/2 sítrónu Salt Pipar Olía Sjóðið kartöflurnar í vatni í 20–30 mínútur með smá salti. Sigtið síðan kartöflurnar og leyfið þeim að kólna í sigtinu í 5 mínútur. Veltið kartöflunum upp úr olíu og kryddið með salti. Grillið kartöflurnar á heitu grilli, veltið þeim um fram og aftur þangað til fallegar rendur eru komnar á kartöflurnar. Takið þær af grillinu og leyfið þeim að kólna. Blandið majónesi, kapers, dijon-sinnepi, smátt skornum graslauk, berki og safa úr sítrónu saman í skál. Blandið kartöflunum að lokum saman við og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir GRILL Þeir Viktor og Hinrik eru engir nýgræðingar á sínu sviði. Grillað lamba- læri með villi- sveppafyllingu Á dögunum kom út bókin GRILL eftir þá Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson. Bókin er ein- staklega vegleg og eiguleg og inniheldur fjölda uppskrifta sem matgæðingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hér er á ferðinni skemmtileg uppskrift að grilluðu lambalæri með villisveppa- fyllingu sem ætti að vekja lukku á veisluborðinu. Blephaclean Hágæða blautklútar sem vinna vel á frjókornaofnæmi. Góð tvenna við frjókornaofnæmi Fæst í völdum apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum. Dry Eyes Augnhvíla sem hægt er að kæla og hjálpar við frjókornaofnæmi. Einnig hægt að hita í örbylgjuofni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.