Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.07.2021, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Lambalæri 2,5-3 kg úrbeinað lambalæri 250-300 g villisveppafylling 5-6 msk. black garlic marinering 2 hvítlauksgeirar Nokkrar greinar ferskt rósmarín og garðablóðberg (timjan) Bindigarn Salt og pipar eftir smekk Undirbúningur á lærinu: Penslið lærið að innanverðu með gerjuðu hvítlauksmarineringunni, komið fyllingunni vel fyrir inni í lær- inu. Bindið lærið vel upp með garninu þannig að fyllingin haldist á sínum stað. Stingið nokkur lítil göt (um 7-8 göt) í lærið með litlum, beitt- um hníf. Skerið hvítlaukinn í 4-5 bita og setjið ofan í götin ásamt rósm- aríni og garðablóðbergi (timjan). Kryddið með salti og pipar fyrir grillun. Grillun Gott er að leyfa lærinu að standa á borði í 2-3 klukkustundir áður en það er grillað til að ná stofuhita. Hitið grillið vel upp og grillið lær- ið á öllum hliðum (um 4 mínútur á hverri hlið) til að loka því. Lækkið hitann á grillinu í um 90-120°C og eldið lærið annaðhvort á óbeinum hita eða á efri grindinni á grillinu. Notið kjarnhitamæli og takið lærið af þegar hann sýnir 55-58°C. Leyfið lærinu að hvíla í 10-15 mínútur. Hægt er að skerpa á hitanum á lær- inu með því að setja það inn í 160°C heitan ofn í um 2 mínútur. Berið svo fram með meðlæti og sósum sem henta. Villisveppafylling 100 g flúðasveppir 50 g þurrkaðir villisveppir 200 g frosnir villisveppir 1 msk. olía 1 msk. smjör 2 laukar skornir í þunnar sneiðar 1 bolli rauðvín eða marsalavín 2 msk. fljótandi villisveppakraftur 5-6 msk. brauðrasp 2 bollar rjómi Steikið flúðasveppi, villisveppi, lauk og þurrkaða villisveppi á pönnu upp úr olíu og smjöri í um 10 mín- útur. Bætið við víni og sjóðið niður um helming. Setjið þá rjóma út í og hitið að suðu. Maukið sveppablönduna í mat- vinnsluvél, blandara eða með töfra- sprota, bætið þá krafti og brauð- raspi saman við og sjóðið saman. Smakkið til með salti og pipar. Brokkólísalatið hennar mömmu 1 brokkólíhaus (ekki stilkarnir) 1/2 rauðlaukur 50 g trönuber 50 g sýrður rjómi 150 g majónes 1 msk. hunang Sítróna Salt Saxið brokkólíið smátt og skerið rauðlauk fínt í litla bita. Setjið í skál. Hrærið saman sýrðum rjóma, majó- nesi og hunangi í annarri skál. Bland- ið því næst grænmetinu saman við. Smakkið til með salti og sítrónusafa. Grillað kartöflusalat með kapers og dijon-sinnepi 500 g smælkikartöflur 150 g majónes 2 tsk. kapers 1 tsk. ferskur graslaukur 30 g dijon-sinnep Börkur af 1 sítrónu Safi úr 1/2 sítrónu Salt Pipar Olía Sjóðið kartöflurnar í vatni í 20–30 mínútur með smá salti. Sigtið síðan kartöflurnar og leyfið þeim að kólna í sigtinu í 5 mínútur. Veltið kartöflunum upp úr olíu og kryddið með salti. Grillið kartöflurnar á heitu grilli, veltið þeim um fram og aftur þangað til fallegar rendur eru komnar á kartöflurnar. Takið þær af grillinu og leyfið þeim að kólna. Blandið majónesi, kapers, dijon-sinnepi, smátt skornum graslauk, berki og safa úr sítrónu saman í skál. Blandið kartöflunum að lokum saman við og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Ljósmynd/Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir GRILL Þeir Viktor og Hinrik eru engir nýgræðingar á sínu sviði. Grillað lamba- læri með villi- sveppafyllingu Á dögunum kom út bókin GRILL eftir þá Hinrik Örn Lárusson og Viktor Örn Andrésson. Bókin er ein- staklega vegleg og eiguleg og inniheldur fjölda uppskrifta sem matgæðingar ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Hér er á ferðinni skemmtileg uppskrift að grilluðu lambalæri með villisveppa- fyllingu sem ætti að vekja lukku á veisluborðinu. Blephaclean Hágæða blautklútar sem vinna vel á frjókornaofnæmi. Góð tvenna við frjókornaofnæmi Fæst í völdum apótekum og Eyesland gleraugnaverslunum. Dry Eyes Augnhvíla sem hægt er að kæla og hjálpar við frjókornaofnæmi. Einnig hægt að hita í örbylgjuofni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.