Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 61

Morgunblaðið - 01.07.2021, Page 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 NEVER CURVY SAMFELLA Dásamlega falleg og haldgóð blúndusamfella frá Cosabella. Stærðir S-XL Verð 21.900,- einu ári í guðfræðideild HÍ. „Ég veit ekki hvort guðfræðinámið mætti telja milda aukaverkun miðaldurs- krísunnar, en ég tel mig vita minna um Guð eftir árið en fyrir, sem er kannski eðlilegt og a.m.k. ekki við hina góðu kennara deildarinnar að sakast.“ Á afmælisdaginn verður fjöl- skyldan í bústað sínum í Vatnaskógi, en sá staður er Gunnari Þór mjög kær enda var hann í sumarbúðum KFUM sem ungur drengur og hefur síðan starfað þar töluvert. Fjölskylda Eiginkona Gunnars Þórs er Edda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfi með meistarapróf í heilbrigðisvísindum, f. 9.3. 1972. Foreldrar hennar eru Skúli Svavarsson, kristniboði og fv. framkvæmdastjóri SÍK, f. 24.3. 1939, og Kjellrun Langdal hjúkr- unarfræðingur, f. 22.11. 1943. Börn Gunnars Þórs og Eddu Bjarkar eru 1) Emil Þór, grafískur hönnuður og meistaranemi við Konstfack – U of Arts, Crafts and Design í Stokkhólmi, f. 10.12. 1995. Unnusta hans er Una Hallgríms- dóttir hönnuður, f. 18.5. 1996. 2) Sig- ríður Rakel, nemi við LHÍ, f. 20.9. 2002, og 3) Helena Ingrid, nemi við Réttó, f. 5.9. 2007. Systkini Gunnars Þórs eru Sig- urður, framkvæmdastjóri í Kópa- vogi, f. 23.7. 1969, og Hannes, tölv- unarfræðingur í Hafnarfirði, f. 30.9. 1974. Foreldrar Gunnars Þórs eru hjón- in Sigríður Jónsdóttir, f. 8.2. 1946, d. 6.10. 1993, ljósmóðir, organisti og var fyrsti kórstjóri Grafarvogs- kirkju og Pétur Sigurðsson, f. 29.7. 1942, skipstjóri og stýrimaður, lengst af á Suðureyri og í Reykjavík. Gunnar Þór Pétursson Sigríður Helgadóttir húsfreyja á Fagurhóli, A-Landeyjahr., síðar í Vestm.eyjum og Rvk. Markús Sigurðsson bóndi og smiður á Fagurhóli, A-Landeyjahr., síðar í Vestm.eyjum og Rvk. Gunnþórunn Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Ásgeirsson stöðvarstjóri í Reykjavík Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir, organisti og kórstjóri í Reykjavík Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja og veitingamaður frá Kverná við Grundarfjörð Ásgeir Jónsson vél- og járnsmiður á Ísafirði og í Reykjavík Sigurlína Jónsdóttir húsfreyja á Hrauni í Árneshreppi, Strand. Sigvaldi Jónsson húsmaður á Hrauni í Árneshreppi, Strand. Ína Jensen Sigvaldadóttir húsfreyja í Reykjavík (kjördóttir Carls Friðriks Jensen kaupmanns í Kúvíkum) Sigurður Pétursson útgerðarmaður í Kúvíkum, síðast búsettur í Reykjavík Kristjana Þórunn Einarsdóttir húsmóðir á Ísafirði Pétur Jón Sigurðsson stýrimaður á Ísafirði, síðar skipstjóri, síðast í Reykjavík Úr frændgarði Gunnars Þórs Péturssonar Pétur Sigurðsson skipstjóri og stýrimaður í Súðavík og Reykjavík „UM … EKKERT STRESS, SÆTA … OG, UM … HVAÐ ER AÐ FRÉTTA’“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finnast allt fullkomið eins og það er. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞEIR ERU HREIN- SKILNIR ÞÚ HEFUR NÁÐ SAMBANDI VIÐ ÞJÓNUSTU- VERIÐ ÝTTU Á EINN TIL AÐ SKILJA EFTIR SKILA- BOÐ SEM ALDREI VERÐUR SVARAÐ EÐA ÝTTU Á TVO TIL AÐ FÁ SAMBAND VIÐ ÞJÓNUSTUFULL- TRÚA SEM SVARAR ALDREI ÉG GERI Þ.AÐ SEM ÉG GET! ÉG KANN AÐ META ÞAÐ HVAÐ ÞÚ HUGSAR VEL UMÖRYGGI MITT! KLUKKU- STUNDIR ÁN SLYSA BANNAÐ AÐ VEIÐA ÍSL ENS K OR ÐAB ÓK Í Njáluferðum spinnast oft fjör-ugar umræður. Guðni Ágústs- son er oft leiðsögumaður í slíkum ferðum og fer mikinn í frásögn sinni. Á dögunum með Félagi eldri borgara í Reykjavík kvöddu systk- inin Vala og Baldur Hafstað með þessum orðum í lok ferðar. Vala sagði: Guðni skáldar, Guðni lýgur, Guðni hátt í Njálu flýgur. Kallinn heimta allir aftur ógnar stór þó sé hans kjaftur. Baldur kvað þessa: Eftir ógnar langa leit á lærdómssviði hálu ég fundið hef, það herrann veit höfundinn að Njálu. Í Rímblöðum Hannesar Péturs- sonar er kvæðið „Höfundur Njálu. Brot úr niðurstöðu rannsóknar“. Ég hef alltaf haft gaman af þessu ljóði og get ekki stillt mig um að rifja það upp: … Staðreyndir ýmsar stangast á stórum meir en vér héldum. Ekki t.d. var Ingjaldur þá orðinn bóndi á Keldum. Áður hef ég áherslu lagt á örlög Hámundarsona. Ég hygg því rétt, eins og hér var sagt, að höfundur Njálu sé kona. Í Blöndu er þessi staka úr „Njálu- rímum“, sem hafa verið ortar varla síðar en á 16. öld: Þegnar riðu á Þríhyrningsháls, þaktir brynju og skjöldum; allir komu þar óvinir Njáls nema Ingjaldur frá Kjöldum. Í riti Jóns Helgasonar um Jón frá Grunnavík segir: „Þá Þorvaldur á Sauðanesi í Vöðlusýslu var að kveða rímur af Gunnari á Hlíðar- enda og hönum þótti sagan eigi vel útskýra hans skapnað og yfirlitu, vitraðist Gunnar honum á milli svefns og vöku. Þá kvað Þorvaldur þessa vísu, sem hann lét standa í rímunni; hún hljóðar svo: Andlitsfagur, augnablár, ásján fegurðin vafði réttnefjaður með rauðgult hár, rósir í kinnum hafði.“ Brynjólfur Halldórsson prófastur (um 1676-1737) orti til varnar Hall- gerði, en í bók sinni „Njála í íslensk- um skáldskap“ segir Matthías Jo- hannesen að sr. Brynjólfur sé fyrsti verjandi Hallgerðar sem nokkuð kveði að: Á lesti þótti Langbrók gjörn, er lífs varð margra skaði, flestu má þó finna vörn að fráteknum þjófnaði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Höfundur Njálu og sögumaðurinn Guðni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.