Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 01.07.2021, Qupperneq 61
DÆGRADVÖL 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. JÚLÍ 2021 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl.11-15 NEVER CURVY SAMFELLA Dásamlega falleg og haldgóð blúndusamfella frá Cosabella. Stærðir S-XL Verð 21.900,- einu ári í guðfræðideild HÍ. „Ég veit ekki hvort guðfræðinámið mætti telja milda aukaverkun miðaldurs- krísunnar, en ég tel mig vita minna um Guð eftir árið en fyrir, sem er kannski eðlilegt og a.m.k. ekki við hina góðu kennara deildarinnar að sakast.“ Á afmælisdaginn verður fjöl- skyldan í bústað sínum í Vatnaskógi, en sá staður er Gunnari Þór mjög kær enda var hann í sumarbúðum KFUM sem ungur drengur og hefur síðan starfað þar töluvert. Fjölskylda Eiginkona Gunnars Þórs er Edda Björk Skúladóttir, iðjuþjálfi með meistarapróf í heilbrigðisvísindum, f. 9.3. 1972. Foreldrar hennar eru Skúli Svavarsson, kristniboði og fv. framkvæmdastjóri SÍK, f. 24.3. 1939, og Kjellrun Langdal hjúkr- unarfræðingur, f. 22.11. 1943. Börn Gunnars Þórs og Eddu Bjarkar eru 1) Emil Þór, grafískur hönnuður og meistaranemi við Konstfack – U of Arts, Crafts and Design í Stokkhólmi, f. 10.12. 1995. Unnusta hans er Una Hallgríms- dóttir hönnuður, f. 18.5. 1996. 2) Sig- ríður Rakel, nemi við LHÍ, f. 20.9. 2002, og 3) Helena Ingrid, nemi við Réttó, f. 5.9. 2007. Systkini Gunnars Þórs eru Sig- urður, framkvæmdastjóri í Kópa- vogi, f. 23.7. 1969, og Hannes, tölv- unarfræðingur í Hafnarfirði, f. 30.9. 1974. Foreldrar Gunnars Þórs eru hjón- in Sigríður Jónsdóttir, f. 8.2. 1946, d. 6.10. 1993, ljósmóðir, organisti og var fyrsti kórstjóri Grafarvogs- kirkju og Pétur Sigurðsson, f. 29.7. 1942, skipstjóri og stýrimaður, lengst af á Suðureyri og í Reykjavík. Gunnar Þór Pétursson Sigríður Helgadóttir húsfreyja á Fagurhóli, A-Landeyjahr., síðar í Vestm.eyjum og Rvk. Markús Sigurðsson bóndi og smiður á Fagurhóli, A-Landeyjahr., síðar í Vestm.eyjum og Rvk. Gunnþórunn Markúsdóttir húsfreyja í Reykjavík Jón Ásgeirsson stöðvarstjóri í Reykjavík Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir, organisti og kórstjóri í Reykjavík Guðrún Stefánsdóttir húsfreyja og veitingamaður frá Kverná við Grundarfjörð Ásgeir Jónsson vél- og járnsmiður á Ísafirði og í Reykjavík Sigurlína Jónsdóttir húsfreyja á Hrauni í Árneshreppi, Strand. Sigvaldi Jónsson húsmaður á Hrauni í Árneshreppi, Strand. Ína Jensen Sigvaldadóttir húsfreyja í Reykjavík (kjördóttir Carls Friðriks Jensen kaupmanns í Kúvíkum) Sigurður Pétursson útgerðarmaður í Kúvíkum, síðast búsettur í Reykjavík Kristjana Þórunn Einarsdóttir húsmóðir á Ísafirði Pétur Jón Sigurðsson stýrimaður á Ísafirði, síðar skipstjóri, síðast í Reykjavík Úr frændgarði Gunnars Þórs Péturssonar Pétur Sigurðsson skipstjóri og stýrimaður í Súðavík og Reykjavík „UM … EKKERT STRESS, SÆTA … OG, UM … HVAÐ ER AÐ FRÉTTA’“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finnast allt fullkomið eins og það er. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÞEIR ERU HREIN- SKILNIR ÞÚ HEFUR NÁÐ SAMBANDI VIÐ ÞJÓNUSTU- VERIÐ ÝTTU Á EINN TIL AÐ SKILJA EFTIR SKILA- BOÐ SEM ALDREI VERÐUR SVARAÐ EÐA ÝTTU Á TVO TIL AÐ FÁ SAMBAND VIÐ ÞJÓNUSTUFULL- TRÚA SEM SVARAR ALDREI ÉG GERI Þ.AÐ SEM ÉG GET! ÉG KANN AÐ META ÞAÐ HVAÐ ÞÚ HUGSAR VEL UMÖRYGGI MITT! KLUKKU- STUNDIR ÁN SLYSA BANNAÐ AÐ VEIÐA ÍSL ENS K OR ÐAB ÓK Í Njáluferðum spinnast oft fjör-ugar umræður. Guðni Ágústs- son er oft leiðsögumaður í slíkum ferðum og fer mikinn í frásögn sinni. Á dögunum með Félagi eldri borgara í Reykjavík kvöddu systk- inin Vala og Baldur Hafstað með þessum orðum í lok ferðar. Vala sagði: Guðni skáldar, Guðni lýgur, Guðni hátt í Njálu flýgur. Kallinn heimta allir aftur ógnar stór þó sé hans kjaftur. Baldur kvað þessa: Eftir ógnar langa leit á lærdómssviði hálu ég fundið hef, það herrann veit höfundinn að Njálu. Í Rímblöðum Hannesar Péturs- sonar er kvæðið „Höfundur Njálu. Brot úr niðurstöðu rannsóknar“. Ég hef alltaf haft gaman af þessu ljóði og get ekki stillt mig um að rifja það upp: … Staðreyndir ýmsar stangast á stórum meir en vér héldum. Ekki t.d. var Ingjaldur þá orðinn bóndi á Keldum. Áður hef ég áherslu lagt á örlög Hámundarsona. Ég hygg því rétt, eins og hér var sagt, að höfundur Njálu sé kona. Í Blöndu er þessi staka úr „Njálu- rímum“, sem hafa verið ortar varla síðar en á 16. öld: Þegnar riðu á Þríhyrningsháls, þaktir brynju og skjöldum; allir komu þar óvinir Njáls nema Ingjaldur frá Kjöldum. Í riti Jóns Helgasonar um Jón frá Grunnavík segir: „Þá Þorvaldur á Sauðanesi í Vöðlusýslu var að kveða rímur af Gunnari á Hlíðar- enda og hönum þótti sagan eigi vel útskýra hans skapnað og yfirlitu, vitraðist Gunnar honum á milli svefns og vöku. Þá kvað Þorvaldur þessa vísu, sem hann lét standa í rímunni; hún hljóðar svo: Andlitsfagur, augnablár, ásján fegurðin vafði réttnefjaður með rauðgult hár, rósir í kinnum hafði.“ Brynjólfur Halldórsson prófastur (um 1676-1737) orti til varnar Hall- gerði, en í bók sinni „Njála í íslensk- um skáldskap“ segir Matthías Jo- hannesen að sr. Brynjólfur sé fyrsti verjandi Hallgerðar sem nokkuð kveði að: Á lesti þótti Langbrók gjörn, er lífs varð margra skaði, flestu má þó finna vörn að fráteknum þjófnaði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Höfundur Njálu og sögumaðurinn Guðni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.