Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 2
ÁHRIF KÓRÓNUVEIRUNNAR Á ÍSLANDI2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Bi
rt
m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
.H
ei
m
sf
er
ði
rá
sk
ilj
a
sé
rr
ét
tt
il
le
ið
ré
tti
ng
a
á
sl
ík
u.
At
h.
að
ve
rð
ge
tu
rb
re
ys
tá
n
fy
rir
va
ra
.
595 1000
60+
meðGunnari Svanlaugs
13. október í 3 vikur
Tenerife
Verð frá kr.
299.900
AUKAFERÐ! Uppselt í ferðirnar 22. og 29. september
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir
Esther Hallsdóttir
Steinar Ingi Kolbeins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
segir að tillögur að sóttvarnaaðgerð-
um innanlands séu í skoðun vegna
uppsveiflu kórónuveirufaraldursins.
56 kórónuveirusmit greindust innan-
lands á þriðjudag. Átján þeirra voru
í sóttkví við greiningu en hinir 38
voru utan sóttkvíar. Einn var lagður
inn á spítala í fyrradag með einkenni
Covid-19. Viðkomandi var fullbólu-
settur en ekki er vitað hvort ein-
kenni hans eru alvarleg. Af þeim sem
greindust á þriðjudag voru 43 full-
bólusettir, bólusetning er hafin hjá
tveimur og 11 eru óbólusettir.
Ríflega 220 eru í einangrun og því
í eftirliti Covid-göngudeildar Land-
spítala. Langflestir í hópnum eru
flokkaðir grænir, þ.e. með lítil sem
engin einkenni, en einn er skil-
greindur sem gulur, með aukin og
svæsnari einkenni, og einn sem
rauður, þ.e. með alvarleg einkenni.
Tilfinning Runólfs Pálssonar, yfir-
læknis á Covid-göngudeild Land-
spítala, er ekki góð vegna þeirrar
stefnu sem faraldur kórónuveiru
hefur tekið hér á landi. Runólfur
segir að það eigi eftir að koma í ljós
hvort einhverjir veikist alvarlega.
Hann telur að búast megi við því,
þrátt fyrir að bólusetning verji flesta
fyrir alvarlegum veikindum.
Af þeim ríflega 220 sem sitja nú í
einangrun eru 100 á aldrinum 18-29
ára. Hlutfallslega skipar sá aldurs-
hópur því 44% af þeim sem hafa ver-
ið settir í einangrun.
Þórólfur hefur staðfest að flest
smitanna tengist annars vegar
skemmtistöðum í Bankastræti og
hins vegar Lundúnaferð hóps ung-
menna. Það gæti skýrt hvers vegna
samþjöppun í aldursdreifingu ein-
angraðra er svo mikil.
Alvarlegt ástand geti skapast
Í ljósi vaxandi fjölda smita síðustu
daga hefur verið kallað eftir tak-
mörkunum á afgreiðslutíma
skemmtistaða og banni við útihátíð-
um á borð við Þjóðhátíð. Þar er sögð
meiri hætta en annars staðar á hóp-
smiti, sér í lagi meðal yngra fólks.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Þórólfur slíkar takmarkanir til um-
ræðu: „Á stað eins og Þjóðhátíð get-
ur einn einstaklingur fengið ansi
mikið og útbreitt smit eftir eina helgi
sem væri mjög erfitt að eiga við. Við
gætum fengið hundruð og þúsundir
smita eftir slíkt.“
Þórólfur segir rannsóknir sýna að
bólusetning veiti góða vernd gegn al-
varlegum sjúkdómum og dauðsföll-
um, eða um 90 prósent. Hins vegar
sé veiran mjög smitandi og alvarlegt
ástand gæti skapast ef margir smit-
ist, þó að eiginlegt hlutfall alvarlega
veikra væri lágt.
Annar skammtur af Janssen
Þá sagði Þórólfur líklegt að ráðist
yrði í að gefa þeim sem voru bólu-
settir með bóluefni Janssen gegn
Covid-19, sem og fólki með undir-
liggjandi sjúkdóma og hefur kannski
ekki svarað bóluefninu nægilega vel,
viðbótarskammt af bóluefni gegn
Covid-19. Því hafi verið ákveðið að
halda eftir dágóðum skammti af
bóluefni, en fram hefur komið að Ís-
lendingar muni gefa umfram-
skammta af bóluefni til fátækari
ríkja. Þórólfur segir að sennilega
verði farið af stað með viðbótarbólu-
setningar þegar heilsugæslan verður
komin aftur af stað eftir sumarfrí.
Frekari takmarkanir til umræðu
- 56 smit greindust innanlands á þriðjudag, einungis 18 í sóttkví - Yfirlæknir á Covid-göngudeild segir
að búast megi við að einhverjir veikist alvarlega - Flestir með lítil eða engin einkenni - Einn á spítala
Morgunblaðið/Unnur Karen
Röð Mikið annríki var í sýnatökum á heilsugæslustöðinni við Suðurlandsbraut í gær. Þrátt fyrir það gekk vel, að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni.
2
6 4 3
9
17
14
22
16 16
44
58Fjöldi
smita
Heimild: covid.is
Heimild: LSH kl. 15 í gær
56 ný innanlandssmit
greindust sl. sólarhring
223 eru með virkt smit
og í einangrun
538 einstaklingar eru
í sóttkví
10 7
4
6 7 9
9
5
24
11
43
Innanlandssmit
Fullbólusettir
Bólusetning hafin
Óbólusettir
Skimun á landamærum
9. júlí 10. júlí 11. júlí 12. júlí 13. júlí 14. júlí 15. júlí 16. júlí 17. júlí 18. júlí 19. júlí 20. júlí
Einstaklingar undir eftirliti Covid-göngudeildar LSH
223 einstaklingar eru undir eftirliti Covid-
göngudeildar LSH
Væg eða engin einkenni Aukin einkenni Alvarlegri einkenni, s.s. mikil andþyngsli og hár hiti
Undir 18 ára
18-29 ára 30+ ára
Alls
223
einstak-
lingar
Farsóttarnefnd Landspítala
ákvað í gær ásamt fram-
kvæmdastjóra og forstöðu-
mönnum að herða sóttvarna-
ráðstafanir á Landspítala vegna
uppsveiflu faraldursins innan-
lands. Nú má einungis einn gest-
ur koma til hvers sjúklings á
hverjum degi. Þá eiga þeir sjúk-
lingar sem koma á deildir í viðtöl,
meðferð eða rannsóknir að koma
einir nema brýna nauðsyn beri
til. Starfsmaður á bráðamóttöku
spítalans greindist smitaður af
kórónuveirunni á þriðjudag,
greint var frá því í gær. Um 100
manns eru komnir í vinnusóttkví
vegna smitsins. Starfsmaðurinn
hafði komið frá útlöndum viku
áður en hann greindist smitaður.
Reglur hertar
á Landspítala
TAKMARKANIR
Gunnhildur Sif Oddsdóttir
gunnhildursif@mbl.is
Fyrstu keyrslur með nýju grein-
ingartæki sýkla- og veirufræði-
deildar Landspítala Íslands fóru
fram í gær. Tvö greiningartæki
eru því komin í gagnið á Landspít-
alnum en hvort um sig getur
greint 2.500-3.000 kórónuveirusýni
á dag. Greiningargeta sýkla- og
veirufræðideildarinnar hefur því
aukist töluvert.
Karl. G. Kristinsson yfirlæknir
sýkla- og veirufræðideildar Land-
spítalans segir mjög gott að hafa
þessi sjálfvirku tæki, sérstaklega
nú þegar svo margir eru í sumar-
fríi.
„Ef bæði tækin eru til friðs eig-
um við auðveldlega að geta keyrt
4-5.000 sýni með þessum mann-
skap sem við
höfum,“ segir
Karl.
Nýja tækið
kom til landsins
á síðasta ári en
það er af teg-
undinni Cobas
8800.
Gunnsteinn
Ægir Haralds-
son, aðstoðar-
deildarstjóri yfir landamæraskim-
un á sýkla- og veirufræðideild,
segir keyrslurnar í gær hafa geng-
ið eins og í sögu. Gunnsteinn telur
eins og er ekki þörf á að kalla á
mannskap úr sumarfríi vegna mik-
illar fjölgunar kórónuveirusmita í
samfélaginu en um það bil 2.600
sýni voru greind í fyrradag á
sýkla- og veirufræðideildinni svo
það er því enn nokkurt svigrúm.
Gunnsteinn segist þó enn ekkert
geta sagt til um hvort mannskap-
urinn á deildinni komi til með að
duga og bendir á að hann taki ein-
ungis einn dag í einu, líkt og hann
hefur gert síðastliðið eitt og hálft
ár.
Það þarf, að sögn Gunnsteins,
nokkur handtök til að undirbúa
sýnin en þegar þau eru komin í
tækið þarf í rauninni ekkert annað
að gera en að ýta á einn takka og
þá rúlli greining sýnanna sjálf-
virkt.
Líkt og fjallað var um á mbl.is
fyrir fáeinum dögum mun tækið
ekki einungis nýtast í greiningu
kórónuveirusýna því einnig er
hægt að nota það við greiningu
HPV-sýna, sem tekin eru í legháls-
skimun.
Geta greint 4-5.000 sýni
- Nýtt greiningartæki tekið í gagnið í fyrradag á sýkla- og
veirufræðideild - Keyrslurnar ganga „eins og í sögu“
Karl G.
Kristinsson