Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 55
ÓLYMPÍULEIKAR
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Sundkappinn Anton Sveinn McKee
mun í ár taka þátt á sínum þriðju Ól-
ympíuleikum þegar hann keppir í
200 metra bringusundi á leikunum í
Tókýó í Japan. Hann tók einnig þátt
á leikunum í London árið 2012 og í
Ríó de Janeiro í Brasilíu árið 2016.
Hann segist afar spenntur fyrir
því að taka þátt og hafi aldrei verið
jafn reiðubúinn til þess að keppa, en
Anton keppir í undanrásum á þriðju-
daginn og síðan í undanúrslitum á
miðvikudag ef hann kemst áfram.
„Þetta er alltaf jafn skemmtilegt.
Þetta er bara Disneyland fyrir
íþróttafólk. Því oftar sem maður fer
á leikana því meiri reynslu tekur
maður með sér og ég hef aldrei verið
jafn tilbúinn í þá. Þetta verður
fáránlega skemmtilegt held ég,“
sagði Anton við Morgunblaðið.
Þátttaka hans á leikunum í þetta
skiptið átti sér öllu lengri aðdrag-
anda en gengur og gerist. „Ég út-
skrifaðist úr háskóla í Bandaríkj-
unum árið 2017 og tók þá ákvörðun
um að hætta og fara að gera eitthvað
annað, sjá hvað væri í boði fyrir mig
í lífinu. Ég fór þá að vinna í Banda-
ríkjunum, við ráðgjöf hjá Ernst &
Young, og sinnti því einvörðungu í
nokkra mánuði. Stuttu seinna, í lok
2017, byrjaði ég aðeins að dútla aftur
í sundi bara upp á gamanið.
Ég fór þá að hafa aðeins meiri
ánægju af því. Ég hafði áður alltaf
verið að keppa fyrir einhver lið og
það var alltaf ákveðin pressa sem
fylgdi því. Mér þótti gaman að bæði
vinna og synda, gerði það í um það
bil tvö ár og tókst einhvern veginn
að bæta mig þrátt fyrir að minnka
við mig þegar kom að æfingum. Það
var ekki hægt að leggja mikla
áherslu á að synda því ég var að
vinna svo rosalega mikið. En mér
tókst að ná lágmarkinu í 200 metra
bringusundi árið 2019 á heimsmeist-
aramótinu í Gwangju [í Suður-
Kóreu],“ útskýrði Anton.
Hætti í vinnunni
Þegar hann náði ólympíu-
lágmarkinu í Gwangju urðu ákveðin
vatnaskil á ferli hans. „Eftir það
varð ekki aftur snúið og ég lagði
fulla áherslu á að synda. Ég fór þá í
leyfi frá vinnunni og svo kom Covid
og þá var leikunum seinkað. Þegar
ég gat ekki fengið lengra leyfi í
vinnunni tók ég ákvörðun um að
hætta í henni árið 2019 og halda
áfram í sundinu, og nú er ég kominn
hingað.
Það er svolítið fyndið að segja frá
því en ég er kannski einn af þeim fáu
sem græddu eitthvað á því að fá
þennan aukatíma. Ég fékk þá eitt
aukaár í að æfa og undirbúa mig lík-
amlega og andlega fyrir stóra sviðið
hérna. Þetta var gott tækifæri fyrir
mig og ég keppti til dæmis í ISL at-
vinnumannadeildinni árið 2020,“
sagði Anton, en þar er hann á mála
hjá kanadíska liðinu Toronto Titans
sem keppir í alþjóðlegri sunddeild.
Föðurmissirinn erfiður
Spurður um hvernig undirbúningi
hans hafi verið háttað fyrir leikana
sagði Anton: „Í nóvember 2020 þeg-
ar ég kom úr atvinnumannadeildinni
tók ég almennilega hvíld til þess að
hámarka árangur, því ég gat ekki
mikið hvílt annars. Síðan þá hefur
verið stór uppbyggingarhringur í
gangi. Við ætluðum að reyna að ná
inn í 100 metra bringusundi líka, það
var í mars á þessu ári sem við ætl-
uðum að gera það, en ég var ekki al-
veg tilbúinn.
Ég fór í gegnum mjög erfitt tíma-
bil í byrjun árs þegar ég missti
pabba minn, maður var ekki beint
gíraður. Þá var bara aðeins hliðrað
til og einblínt ennþá meira á 200
metrana. Núna er ég að fullhvíla til
þess að reyna að ná fram hámarks-
árangri.“
Snúið að meta möguleikana
Hann sagðist ekki geta metið það
nákvæmlega hvernig möguleikar
hans á leikunum litu út, en að það
breytti því ekki að hann væri með
háleit markmið. „Ég held ég geti
ekki sagt til um hvaða möguleika ég
hef á neinu, en ég fer á leikana með
gífurlega háleit markmið og þau eiga
að geta fleytt mér langt. Ég ætla
bara að taka eitt sund í einu til að há-
marka árangur minn í hverju ein-
asta sundi.
Maður er með svona grunn, hátt
sett og draumamarkmið, þetta er
þrepaskipt. Grunnmarkmiðið mitt,
lága, er að fara á 2:07.00 mínútum,
hátt markmið er að fara á 2:06.50
mínútum og draumamarkmiðið er að
fara á undir 2:06.00 mínútum. Þarna
sé ég sjálfan mig og þetta er það sem
ég vil gera.“
Besti árangur Antons í 200 metra
bringsundi í 50 metra laug líkt og
þeirri sem keppt er í á Ólympíu-
leikunum er 2:10.21 mínúta, sem er
Íslandsmet sem hann setti árið 2015.
Miklar væntingar
„Þegar maður fer á svona stórmót
getur maður sagt: „Ég ætla að gera
hitt og ég ætla að gera þetta.“ Þú ert
farinn að miða þig við einhverja aðra
þegar þú ert farinn að hugsa hvaða
möguleika þú átt á að ná einhverju
ákveðnu sæti o.s.frv. Þetta fer allt
líka eftir því hvernig hinum gengur.
Allir keppendurnir eru með ein-
hver háleit markmið. Það sem mað-
ur getur gert og þarf að einblína á er
maður sjálfur og markmið manns
sjálfs. Mín markmið eru að ná risa-
vaxinni bætingu í 200 metrunum.
Það er þannig sem við hugsum þetta
og förum inn í þetta. Svo mun minn
persónulegi árangur leiða í ljós hvar
ég enda.
Ég hef aldrei verið jafn vel undir-
búinn fyrir neina leika og ekki neitt
mót yfirhöfuð. Allur fókusinn er á
200 metrana og ég hef aldrei æft
jafn vel á ævi minni. Ég hef aldrei
verið í betra líkamlegu formi. Vænt-
ingarnar sem ég hef til sjálfs mín
eru mjög miklar,“ bætti Anton við.
Frá því að hann hætti hjá Ernst &
Young hefur Anton verið atvinnu-
maður í sundi, sem þýðir einfaldlega
að hann vinnur við það sem honum
þykir skemmtilegast að gera. „Já, ég
er bara kominn af fullum krafti í
þetta, það er ekkert annað í boði.
Það skemmtilegasta sem ég geri er
að synda og það er ótrúlega gaman
að fá að keppa fyrir Íslands hönd.
Það er bara allsherjar heiður og
ég mun halda áfram að gera það. Ég
fer svo aftur í ISL atvinnumanna-
deildina eftir leikana. Ég mun halda
áfram að synda að, minnsta kosti
fram að París, þannig að þetta verða
vonandi ekki mínir síðustu leikar,“
sagði Anton að lokum við Morgun-
blaðið og vísaði til næstu Ólympíu-
leika sem fara fram í París 2024.
Aldrei jafn vel undirbúinn
- Anton Sveinn McKee fer á sína þriðju Ólympíuleika - Grunnmarkmið og
draumamarkmið liggja fyrir - Græddi á því að leikunum var frestað um ár
Morgunblaðið/Eggert
Tókýó Anton Sveinn McKee keppir í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum og undanrásirnar eru á dagskrá
hjá honum á þriðjudaginn kemur. Þetta eru þriðju leikarnir hjá Antoni sem keppti bæði í London og í Ríó.
ÍÞRÓTTIR 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Eins merkilegt og það kann
að virðast hafa norsk lið verið
einhverjir erfiðustu andstæð-
ingar íslenskra liða þegar kemur
að Evrópumótunum í fótbolta.
Ellefu sinnum hafa félagslið
þjóðanna í karlaflokki dregist
saman í Evrópumótunum á und-
anförnum 56 árum og í ellefu
skipti hafa Norðmenn haft betur.
Nú bregður svo við að tvö af
bestu liðum Noregs leika hér á
landi í kvöld þegar meistaralið
Bodö/Glimt mætir Íslandsmeist-
urum Vals á Hlíðarenda og gamla
Þrándheimsstórveldið Rosen-
borg á í höggi við FH-inga í
Kaplakrika.
Flest norsk lið eru með ís-
lenska leikmenn innanborðs og
með Bodö/Glimt leikur Alfons
Sampsted en með Rosenborg
leikur Hólmar Örn Eyjólfsson og
það gerir viðureignirnar enn
áhugaverðari.
Rosenborg er reyndar eina
norska liðið sem hefur tapað fyr-
ir íslenskum andstæðingum, og
gert það tvisvar. Breiðablik vann
Rosenborg 2:0 árið 2013 en það
dugði skammt eftir 5:0-tap Blika
í fyrri leiknum. Valsmenn unnu
Rosenborg 1:0 árið 2018 og féllu
svo naumlega út eftir 3:1-tap í
miklum hasarleik í Þrándheimi í
seinni viðureigninni.
Lið Bodö/Glimt vakti mikla
athygli í fyrra þegar það stakk
alla af í norsku úrvalsdeildinni og
tapaði naumlega fyrir AC Milan
3:2 á San Siro. Það þykir spila
hörkugóðan fótbolta og það
verður áhugavert að sjá Vals-
menn glíma við Alfons og félaga
á Hlíðarenda.
Á meðan verða leikmenn
Breiðabliks staddir í Vínarborg
og glíma við gamla stórveldið
Austria. Íslensku liðin þrjú eru öll
talin vera veikari aðilinn í þess-
um einvígjum í Sambandsdeild-
inni en öll mæta þau eflaust til
leiks með því hugarfari að sigra
og/eða vera í stöðu til að eiga
raunhæfa möguleika í seinni við-
ureigninni viku síðar.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Brasilíska knattspyrnukonan
Marta, samherji Gunnhildar Yrsu
Jónsdóttur hjá Orlando Pride, varð
í gær fyrst í sögunni, kona eða karl,
til að skora mark á fimm Ólympíu-
leikum. Hún skoraði tvö marka
Brasilíu í stórsigri á Kína, 5:0, í
fyrstu umferð leikanna.
Christine Sinclair skoraði fyrir
Kanada í jafntefli, 1:1, gegn Japan,
og hún hefur nú skorað á fernum
Ólympíuleikum. Sinclair lék sinn
300. landsleik í gær en hún skoraði
líka í 100. og 200. landsleik sínum
fyrir Kanada.
Fyrst til að skora
á fimm leikum
AFP
Skoraði Marta fagnar eftir að hafa
skorað fyrsta mark Brasilíu.
Svíar fóru afar vel af stað í knatt-
spyrnukeppni kvenna á Ólympíu-
leikunum í Tókýó í gær og unnu
sannfærandi sigur á heimsmeist-
urum Bandaríkjanna, 3:0. Stina
Blackstenius skoraði tvö fyrstu
mörkin og Lina Hurtig innsiglaði sig-
urinn. Ástralir sigruðu granna sína
Nýsjálendinga 2:1 í sama riðli þar
sem Betsy Hassett, leikmaður Stjörn-
unnar, lék allan leikinn með Nýja-
Sjálandi. Þá skoraði Vivianne Mie-
dema þrjú mörk fyrir Holland og
Barbra Banda þrjú fyrir Sambíu þeg-
ar Holland vann leik liðanna 10:3.
Svíar skelltu
meistaraliðinu
AFP
Sigur Stina Blackstenius fagnar
fyrsta marki leiksins í gær.
KNATTSPYRNA
Sambandsdeild karla, fyrri leikur:
Origo-völlur: Valur – Bodö/Glimt ............ 19
Kaplakriki: FH – Rosenborg ................... 19
1. deild karla, Lengjudeildin:
Extra-völlur: Fjölnir – Þróttur R ....... 19.15
2. deild karla:
Vogaídýfuv.: Þróttur V. – Njarðvík .... 19.15
Blue-völlur: Reynir S. – Haukar ......... 19.15
3. deild karla:
Þorlákshöfn: Ægir – Elliði ....................... 20
2. deild kvenna:
Framvöllur: Fram – Álftanes.............. 19.15
Í KVÖLD!
Úrslitakeppni NBA
Sjötti úrslitaleikur:
Milwaukee – Phoenix ......................... 105:98
_ Milwaukee Bucks sigraði 4:2 og er NBA-
meistari 2021.
Norðurlandamót U20 kvenna
Finnland – Ísland ................................. 77:66
Norðurlandamót U20 karla
Eistland – Ísland .................................. 71:85
>73G,&:=/D
Vináttulandsleikir karla
Portúgal – Argentína ........................... 31:28
Frakkland – Danmörk ......................... 28:33
%$.62)0-#
Anton Sveinn McKee er 27 ára gamall sundmaður úr Hafnarfirði sem æfði
og keppti lengst af með Sundfélaginu Ægi en síðan með Sundfélagi Hafn-
arfjarðar. Hann stundaði nám í upplýsingatæknifræði við Alabama-
háskóla í Bandaríkjunum 2013-2017, hefur starfað við fyrirtækjaráðgjöf í
Bandaríkjunum og keppt fyrir kanadíska atvinnuliðið Toronto Titans á al-
þjóðlegum sundmótum. Þetta eru hans þriðju Ólympíuleikar en Anton
keppti áður á ÓL í London 2012 og ÓL í Ríó 2016.
Aðalgreinar Antons eru 100 og 200 metra bringusund og hann á Íslands-
metin í öllum bringusundsgreinum sem og lengri greinum í skriðsundi og
fjórsundi, og Norðurlandametin í 100 og 200 m bringusundi. Anton komst í
úrslit í 50, 100 og 200 m bringusundi á EM í 25 metra laug árið 2019 og náði
best fjórða sæti. Hann komst í undanúrslit í 100 m bringusundi á EM í 50
metra laug árið 2018, og í milliriðla í 200 m bringusundi á heimsmeistara-
mótinu í 50 metra laug árið 2019.
Anton Sveinn McKee