Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Alþjóðaheil-
brigð-
ismálastofn-
unin, WHO, dró
lengi vel lappirnar í
að finna út uppruna
kórónuveirunnar
sem skekið hefur
heimsbyggðina í
hátt á annað ár. Fyrstu vísbend-
ingar um að þetta kynni að vera
að breytast komu í byrjun þessa
árs þegar stofnunin ákvað að
senda nefnd til Kína að rann-
saka upprunann, en sú vinna olli
vonbrigðum enda fékk nefndin
engan nauðsynlegan aðgang að
gögnum frá þarlendum stjórn-
völdum.
Niðurstaðan var þess vegna
einskis verð og síðan hafa um-
ræður um upprunann magnast,
meðal annars á vettvangi WHO,
sem varð til þess að fyrir nokkr-
um dögum flutti framkvæmda-
stjóri stofnunarinnar ræðu þar
sem hann boðaði frekari rann-
sókn. Orðalag og viðfangsefni
rannsóknarinnar, sem að
stórum hluta á að felast í að
rannsaka dýr og dýramarkaði í
Wuhan, en einnig rann-
sóknastofur þar, var bersýni-
lega hugsað til þess að leitast
við að fá kínversk stjórnvöld til
að láta af andstöðu sinni og
vinna með WHO í að upplýsa
um upprunann.
Framkvæmdastjórinn sagði
ekki aðeins nauðsynlegt að
komast að því hvernig farald-
urinn hófst í því skyni að hindra
farsóttir í framtíðinni, heldur
bæri mönnum skylda til að leita
skýringa vegna ættingja þeirra
fjögurra milljóna sem látist
hefðu af völdum veirunnar.
Hann tók einnig fram að vitað
væri að sú veira sem nú væri
glímt við yrði ekki sú síðasta og
að þess vegna hefði verið ákveð-
ið að skipa alþjóðlega ráðgjaf-
arnefnd til að finna
uppruna farsótta.
En þó að fram-
kvæmdastjóri
WHO hafi hvatt
kínversk stjórnvöld
til samstarfs um
rannsókn á upp-
runa kórónuveir-
unnar hafa viðbrögðin þaðan
ekki gefið til kynna að þar sé
samstarfsvilji. Þvert á móti
hafa kínversk stjórnvöld tekið
þessu illa, sakað Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunina um að
ganga pólitískra erinda Banda-
ríkjanna og sett af stað undir-
skriftasöfnun í ríkismiðlum
Kína þar sem hvatt er til rann-
sóknar á efnavopnarann-
sóknastofu í Maryland í Banda-
ríkjunum. Með þessu vilja
kínversk stjórnvöld dreifa
þeirri samsæriskenningu að
kórónuveiran hafi verið send
frá Bandaríkjunum til Kína og
sé liður í baráttu Bandaríkj-
anna gegn Kína. Um leið halda
kínversk stjórnvöld sig við þá
afstöðu að leyfa ekki rannsókn á
kínverskum gögnum frá rann-
sóknastofunni í Wuhan þar sem
faraldurinn kann að hafa hafist
eða gögnum um fyrstu sjúk-
lingana haustið 2019.
Afstaða stjórnvalda í Kína er
með miklum ólíkindum og veld-
ur vitaskuld miklum von-
brigðum. Almenningur um allan
heim á rétt á að vita, sé þess
nokkur kostur, hver uppruni
veirunnar var. Hafi orðið mis-
tök þarf að varpa ljósi á þau svo
unnt sé að læra af þeim. Hafi
eitthvað enn verra gerst þarf
ekki síður að læra af því. Spurn-
ingin um það hvað kínversk
stjórnvöld óttast er augljós og
undan henni komast þau ekki
fyrr en þau sýna fulla samvinnu
við rannsókn á uppruna veir-
unnar.
Nú vill WHO
rannsaka uppruna
kórónuveirunnar en
kemur að lokuðum
dyrum í Wuhan}
Hvað óttast Kína?
Atvinnuleysi hef-
ur minnkað
mikið frá því sem
verst var þegar
kórónuveiran var í
hámarki hér á landi
og annars staðar.
Samkvæmt Vinnumálastofnun
fór atvinnuleysi í janúar sl. upp
í 11,5% og þegar bætt er við
þeim sem þurftu að taka á sig
minnkað starfshlutfall fór talan
í 12,8%, sem lýsir afar erfiðu
ástandi fyrir fjölda fólks. At-
vinnulausir nú í júní voru sam-
kvæmt sömu talningu 7,4% og
sem betur fer er gert ráð fyrir
að þessi fjöldi dragist áfram
saman. Atvinnuleysi er eitt-
hvert mesta böl sem þjóðir, og
vitaskuld einkum þeir sem í
lenda, þurfa að glíma við. Þess
vegna hefur allt kapp verið lagt
á að draga úr neikvæðum áhrif-
um þessa ástands.
En þrátt fyrir
batnandi ástand er
mælt atvinnuleysi
enn talsvert, ekki
síst á Suðurnesjum
þar sem það mæld-
ist enn 13,7% í júní
þó að það minnkaði mikið á milli
mánaða. Þess vegna kemur á
óvart þegar ýmis fyrirtæki,
meðal annars á Keflavíkur-
flugvelli, samkvæmt frétt
Morgunblaðsins í gær, eiga
mjög erfitt með að ráða í laus
störf.
Þetta þarf að skoða með
markvissum hætti. Um leið og
ríkur vilji er hjá almenningi til
þess að aðstoða þá sem lenda í
þeirri ógæfu að missa vinnuna
og finna ekki aðra, þá er örugg-
lega enginn skilningur á því að
fólk í þeirri stöðu hafni vinnu en
teljist engu að síður til atvinnu-
leitenda hjá hinu opinbera.
Sérkennilegt er að
ekki takist að ráða
fólk þrátt fyrir
atvinnuleysið}
Gefur mælingin rétta mynd?
F
orseti Alþingis gerði mikið úr því
á vorþingi að gengið hefði verið
til þess verks að jafna að-
stöðumun frambjóðenda í að-
draganda kosninga. Markmiðið
virtist vera að jafna stöðu þeirra sem sitja fyr-
ir á þingi og þeirra sem þar eiga ekki sæti
þegar kemur að kosningabaráttu. Töluverð
gagnrýni kom fram á málið, enda blasti við öll-
um sem einhvern skilning hafa á að mestur er
aðstöðumunurinn á milli stafandi ráðherra og
annarra frambjóðenda í aðdraganda kosn-
inga, en á því var ekki tekið af hálfu forseta
Alþingis nema með veiklulegu yfirklóri.
Nú styttist í lokasprettinn fyrir kosningar,
hina eiginlegu kosningabaráttu, og við blasir
að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa að lík-
indum aldrei gengið eins frjálslega um ríkis-
sjóð og nú. Það jaðrar við að sumir þeirra líti til ríkis-
sjóðs okkar allra sem síns eigin kosningasjóðs.
Félagsmálaráðherra virðist til dæmis ekki komast
fram úr rúminu öðru vísi en að veita tugi milljóna í verk-
efni sem talin eru geta skilað honum atkvæðum. Aðrir
ráðherrar slá ekki af. Nú er beðið eftir myndum af sam-
gönguráðherra þar sem hann stendur með haka og járn-
kall í veglínu Sundabrautar. Skóflan er orðin svo marg-
mynduð, viljayfirlýsingarnar svo margar, handaböndin
við borgarstjóra svo mörg að þetta er orðið hallærislegt.
Þyrlupeningar (e. Helicopter Money) er þekkt hugtak
í fjármálafræðum, fyrst sett fram af Milton Friedman og
er meðal annars notað þegar ríkisstjórnir eða
seðlabankar auka peningamagn í umferð til
að styðja við efnahag landa sinna og dreifa
þannig peningunum um hagkerfið. Líkingin
felur í sér að peningunum sé hent út úr þyrlu
á ferð og lendi einhvers staðar – án tillits til
þess hvar þörfin er mest eða hvar þeim er
best varið fyrir þá sem standa straum af
þeim, skattgreiðendur.
Við íslenskir skattgreiðendur stöndum
þannig frammi fyrir því nú að sumir ráð-
herrar ríkistjórnarinnar æða um og dreifa
peningum eins og þyrla – dreifa þeim til at-
kvæðakaupa, án þess að depla auga.
Það má bregðast við þessu með því að setja
reglur eins og til dæmis hefur verið gert í
Kanada. Þar er ráðherrum bannað að koma
fram í krafti embættis síns í kosningabaráttu.
Þannig væri gerð tilraun til að vernda fé skattgreiðenda
fyrir örvæntingarfullum ráðherrum í atkvæðaveiðum. Ef
það þarf nauðsynlega að setja fé í verkefni eða taka
fyrstu skóflustungu vegna byggingar dvalarheimilis
nokkrum vikum fyrir kosningar, þá senda menn bara
ráðuneytisstjórann í verkið. Þannig er staða frambjóð-
enda til alþingiskosninga jöfnuð, eins og forseti Alþingis
gerði tilraun til í vetur.
Það er ekki okkar skattborgara að borga kosninga-
uppákomur ráðherra. bergthorola@althingi.is
Bergþór
Ólason
Pistill
Atkvæðakaup og þyrlupeningar
Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
N
ýjar tegundir fundust í
árlegum rannsókna- og
vöktunarleiðangri Nátt-
úrufræðistofnunar Ís-
lands til Surtseyjar. Líffræðingar
frá ýmsum stofnunum voru þar um
miðjan júlí. Leiðangurinn var farinn
í samvinnu við Surtseyjarfélagið.
Hægt hefur á landnámi lífvera í
eynni hin síðari ár og telst alltaf til
tíðinda þegar nýir landnemar finn-
ast, eins og segir í frétt frá Nátt-
úrufræðistofnun (ni.is).
„Ég held að það megi segja að
ekki sé til annar blettur á Íslandi
sem hefur verið rannsakaður jafn
vel og Surtsey,“ segir Borgþór
Magnússon, plöntuvistfræðingur og
leiðangursstjóri í Surtseyjarleið-
angrinum, í samtali við Morgun-
blaðið. Eyjan myndaðist í eldgosi
1963-1967. Borgþór fór fyrst til
rannsókna í Surtsey 1975 undir for-
ystu Sturlu Friðrikssonar og hefur
fylgst með framvindu lífríkisins þar
síðan. Hann hefur farið oftar en 40
sinnum í Surtsey.
Borgþór segir að fyrstu árin hafi
verið stundaðar rannsóknir í eynni
nær allt sumarið. Líffræðingar hafa
farið reglulega á hverju ári í yfir 30
ár um miðjan júlí til að huga að
gróðri og fuglalífi. Jarðfræðingar
hafa einnig farið í annan leiðangur í
eyna flest árin. Borgþór segir rann-
sóknastarfið hafa eflst síðustu 2-3
áratugina og orðið sífellt fjölþætt-
ara. Vísindagreinarnar sem birtar
hafa verið um Surtsey skipta orðið
hundruðum.
Áburður fuglanna mikilvægur
„Fjöruplöntur fóru að birtast í
eynni 1965 og fjölgaði næsta áratug-
inn. Fræin koma fljótandi með sjón-
um og þær eru duglegar að koma sér
fyrir á svona ófrjósömum sandi,“
segir Borgþór. „Svo varð hálfgerð
stöðnun þar til varpfugli fór að
fjölga og hann fór að bera á! Fyrst
urpu þarna fýll og teista í björg-
unum. Fyrsta svartbaksparið kom
1974 og fjölgaði hægt. Á miðjum 9.
áratugnum fór að myndast þétt
máfabyggð suður á hrauninu. Sum-
arið 1986 sáum við að þar var kom-
inn grænn blettur. Þar voru komin
nokkur sílamáfshreiður. Þeir höfðu
ekkert hreiðurefni og reyttu mosa í
hreiður.“ Sílamáf, silfurmáf og
svartbak fjölgaði og landið greri upp
undan honum. Að sögn Borgþórs er
sprettan nú eins og á uppskeru-
mestu túnum. Sílamáfur og silfur-
máfur virðast bera með sér fræ og
plöntutegundum fjölgaði. Líklega
urpu tólf fuglategundir í Surtsey í
sumar. Nú sást í fyrsta sinn sand-
lóuhreiður með eggjum.
Graslendið er nú orðið á annan
tug hektara. Með því jókst skor-
dýralífið og 1996 sást fyrst sól-
skríkja með unga. Það var fyrsti
landfuglinn sem nam land í Surtsey
og gat framfleytt sér á skordýrum
sem þar voru. Á eftir fylgdu þúfutitt-
lingur og maríuerla. Þessir fuglar
verpa nú að staðaldri í Surtsey.
Grágæs verpti fyrst í eynni 2002
og var þar næstu sumur. Grágæsa-
par var nú í eynni með þrjá unga.
Hrafnapar hefur orpið í Surtsey í
nokkur ár og yfirleitt komið upp
ungum. Örfáir lundar hafa sést sitja
uppi í hömrum austan á eynni.
Lundinn er farinn að verpa þar og
hefur sést fljúga þangað með æti.
Alls fundust 66 tegundir lifandi
æðplantna í leiðangrinum. Þar á
meðal var grástör sem ekki hefur
fundist áður. Hún fannst í jaðri
máfavarpsins, hafði breitt úr sér og
var farin að blómstra ríkulega. Teg-
undir æðplantna sem fundust nú í
Surtsey voru jafn margar og árið
2020. Aldrei hafa fundist fleiri teg-
undir á lífi þar en þessi tvö ár.
Nýjar tegundir hafa
numið land í Surtsey
Ljósmynd/Borgþór Magnússon
Surtsey Litríkur og fjölbreyttur gróður hefur fest rætur í jaðri máfavarps-
ins í eynni. Áburður fuglanna skipti sköpum fyrir gróðurlendið.
Ljósmynd/Magnús Freyr Sigurkarlsson
Sandlóuhreiður Sandlóa er nýr varpfugl í Surtsey. Þar verpa m.a. nokkrar
tegundir máfa, spörfugla og svartfugla auk grágæsar og hrafns.