Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 54
NBA
Gunnar Valgeirsson
Los Angeles
Milwaukee Bucks vann loks sinn
annan meistaratitil eftir fimmtíu ára
bið með sigri á Phoenix Suns, 105:98,
í sjötta leik úrslitarimmu NBA-
deildarinnar í körfuknattleik í Mil-
waukee. Bucks vann þar með einvíg-
ið 4:2 eftir að hafa tapað tveimur
fyrstu leikjunum.
Lykillinn að sigri Milwaukee var
stórleikur Giannis Antetokounmpo,
sem skoraði fimmtíu stig, tók fjórtán
fráköst og varði fimm skot. Hann var
allt í öllu í báðum vítateigum. Í vörn
neyddi hann leikmenn Phoenix í hví-
vetna til að breyta skotum sínum
með atorku sinni, og í sókninni hrein-
lega bar hann liðið á sínum herðum,
en aðrir leikmenn Bucks áttu erfitt
með að komast í gang.
Geysileg spenna
Ég hef verið svo heppinn að geta
fylgst með fjöldanum af rimmum í
úrslitakeppni NBA-deildarinnar hér
í Los Angeles síðan Staples Center
var tekið í notkun fyrir tveimur ára-
tugum og eitt af því sem ég hef tekið
eftir er að þegar þessar rimmur fara
í sjötta og sjöunda leik, eykst spenn-
an í andrúmsloftinu – bæði utan og
innan hallarinnar – og pressan á leik-
menn eykst að sama skapi.
Svo var einnig augljóst í þessum
lokaúrslitum. Bæði lið komu inn í
þennan leik með miklar væntingar á
bakinu, sérstaklega heimaliðið, en
áhangendur Bucks höfðu beðið hálfa
öld eftir að vinna titilinn að nýju.
Þetta sást á fyrstu mínútum leiks-
ins, sem einkenndust af mistökum og
stressi. Phoenix hafði fimm stiga for-
ystu í hálfleik og virtist Suns vera
hægt og sígandi að ná yfirhöndinni í
leiknum, en í þriðja leikhlutanum fór
Antetokounmpo hamförum. Hann
skoraði tuttugu stig og gerði heima-
mönnum kleift að ná forystunni að
nýju. Þegar ein mínúta var eftir hafði
Bucks aðeins fjögurra stig forskot,
en Khris Middleton skoraði þá mik-
ilvæga körfu sem gerði út um leikinn,
því eftir það var öll pressan á gest-
unum. Á lokasekúndunum voru úr-
slitin ráðin.
Þrautseigan þarf til
Í gegnum árin hef ég oft bent á í
þessum pistlum að þegar litið er á
sögu úrslitakeppninnar í NBA, er sú
saga einkennd af liðum sem þurft
hafa að reyna erfið töp – stundum ár
eftir ár (Lakers á sjöunda áratugn-
um, Detroit á níunda, Chicago á tí-
unda, Cleveland á undanförnum ár-
um) – áður en meistaratitillinn næst.
Sum lið berjast árum saman án þess
að vinna svo mikið sem einn titil
(Utah, Indiana, New Jersey Nets).
Undanfarin þrjú ár hefur það verið
lið Milwaukee Bucks sem hefur mátt
reyna þetta.
Bucks hefur verið á eða nálægt
toppnum í Austurdeildinni eftir að
Antetokounmpo varð toppleikmaður,
en einhvern veginn brotnaði þá allt
niður hjá liðinu og leikmenn og þjálf-
arar klúðruðu öllum væntingum sem
til liðsins voru gerðar. Eina liðið und-
anfarna tvo áratugi sem ekki hefur
þurft að eiga við þetta var Boston
2008 þegar Celtics náði í Kevin Gar-
nett og Ray Allen til að hjálpa Paul
Pierce vinna sautjánda titil Celtics.
Lengi vel leit út fyrir að næsta liðið
til að endurtaka afrek Celtics yrði
Phoenix Suns í þessari úrslitakeppni.
Liðið rúllaði án mikilla erfiðleika í
gegnum þrjár umferðir í Vest-
urdeildinni og eftir sigur í fyrstu
tveimur leikjunum leit allt út fyrir að
ekkert gæti stöðvað Chris Paul og
Devin Booker í að innbyrða fyrsta
titil Suns, þrátt fyrir ungan og
óreyndan liðshóp. Leikur Suns ein-
kenndist af því að liðið gerði fá mis-
tök og tapaði einungis leikjum þar
sem mótherjinn lék mjög vel.
Þetta var algjör mótsögn við
reynslu Milwaukee.
Það sem gerðist næst kom flestum
á óvart. Milwaukee vann tvo erfiða
leiki á heimavelli og fór síðan til
Phoenix í fimmta leik og hrifsaði sig-
ur þar. Sá sigur lagði grunninn að
sigri í síðasta leiknum og Milwaukee
átti titilinn á endanum skilið.
Skemmtilegri úrslitarimmu lauk
við mikinn fögnuð 20 þúsund áhorf-
enda í heimahöll Bucks og um 60 þús-
und stuðningsfólks liðsins á torginu
við höllina. Milwaukee er þekkt sem
bjórborg Bandaríkjanna, og sá vökvi
hefur eflaust flotið vel á þeim bænum
það sem eftir lifði kvöldsins og lengi
um nóttina. gval@mbl.is
Fimmtíu ára bið á enda
- Giannis Antetokounmpo bar lið Milwaukee Bucks á herðum sér og skoraði
50 stig í sjötta úrslitaleiknum gegn Phoenix - Gríðarlegur fögnuður í borginni
AFP
Bestur Giannis Antetokounmpo var útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar eftir sigur Milwaukee Bucks á
Phoenix Suns í sjötta úrslitaleiknum um NBA-meistaratitilinn í fyrrinótt þar sem hann skoraði 50 stig.
54 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Lengjudeild kvenna
Grótta – FH .............................................. 1:5
Augnablik – ÍA ......................................... 4:2
Afturelding – Víkingur R ........................ 4:0
Haukar – Grindavík ................................. 3:2
KR – HK.................................................... 4:1
Staðan:
KR 11 9 1 1 32:14 28
FH 11 7 2 2 25:10 23
Afturelding 11 6 4 1 27:11 22
Haukar 11 4 3 4 17:17 15
Víkingur R. 11 3 4 4 18:22 13
Grótta 11 4 1 6 16:23 13
ÍA 11 3 1 7 11:26 10
HK 10 2 3 5 14:24 9
Augnablik 10 2 2 6 16:22 8
Grindavík 11 1 5 5 14:21 8
3. deild karla
Sindri – Höttur/Huginn ........................... 0:1
Staðan:
Höttur/Huginn 13 9 2 2 20:13 29
KFG 12 6 4 2 19:15 22
Elliði 12 7 0 5 28:17 21
Augnablik 12 6 3 3 27:18 21
Ægir 12 5 5 2 18:12 20
Sindri 13 5 3 5 24:20 18
Dalvík/Reynir 12 5 2 5 23:17 17
Víðir 12 3 4 5 18:22 13
KFS 12 4 1 7 16:28 13
ÍH 12 2 5 5 17:28 11
Tindastóll 12 2 4 6 22:25 10
Einherji 12 2 1 9 15:32 7
Meistaradeild karla
2. umferð, fyrri leikir:
Olympiacos – Neftchi Bakú.................... 1:0
- Ögmundur Kristinsson var allan tímann
á bekknum hjá Olympiacos.
Kairat Almaty – Rauða stjarnan ............ 2:1
Malmö – HJK Helsinki ............................ 2:1
Mura – Ludogorets .................................. 0:0
Slovan Bratislava – Young Boys............. 0:0
Legia Varsjá – Flora Tallinn................... 2:1
PSV Eindhoven – Galatasaray................ 5:1
Sambandsdeild karla
2. umferð, fyrri leikur:
Cukaricki Belgrad – Sumqayit ............... 0:0
Ólympíuleikarnir
Konur, E-riðill:
Bretland – Síle .......................................... 2:0
Japan – Kanada ........................................ 1:1
Konur, F-riðill:
Kína – Brasilía .......................................... 0:5
Sambía – Holland ................................... 3:10
Konur, G-riðill:
Svíþjóð – Bandaríkin................................ 3:0
Ástralía – Nýja-Sjáland........................... 2:1
Noregur
Sandefjord – Haugesund........................ 1:1
- Viðar Ari Jónsson lék allan leikinn með
Sandefjord.
Sarpsborg – Mjöndalen........................... 1:1
- Emil Pálsson kom inn á sem varamaður
á 80. mínútu hjá Sarpsborg.
Strömsgodset – Odd................................ 3:0
- Ari Leifsson lék allan leikinn með
Strömsgodset, Valdimar Þór Ingimundar-
son var allan tímann á bekknum.
Staðan:
Molde 14 9 3 2 34:13 30
Bodø/Glimt 14 7 4 3 29:15 25
Kristiansund 13 7 2 4 13:12 23
Rosenborg 14 6 4 4 26:19 22
Vålerenga 14 5 6 3 25:20 21
Lillestrøm 12 6 3 3 18:16 21
Haugesund 12 5 4 3 16:11 19
Strømsgodset 13 5 4 4 20:21 19
Odd 13 5 4 4 18:21 19
Viking 13 5 3 5 24:27 18
Sandefjord 12 5 1 6 15:19 16
Sarpsborg 13 3 5 5 11:17 14
Mjøndalen 12 2 6 4 14:13 12
Tromsø 13 2 4 7 12:24 10
Brann 14 1 4 9 13:27 7
Stabæk 12 1 3 8 14:27 6
B-deild:
HamKam – Aalesund .............................. 2:3
- Davíð Kristján Ólafsson lék allan leikinn
með Aalesund.
0-'**5746-'
Íslenska karla-
landsliðið í
körfubolta skip-
að leikmönnum
20 ára og yngri
vann sterkan
85:71-sigur á
Eistlandi á Norð-
urlandamótinu í
Tallinn í gær.
Sigurinn var sá
fyrsti hjá liðinu á
mótinu. Styrmir Snær Þrastarson
var stigahæstur í íslenska liðinu
með 25 stig.
Kvennalandsliðið í sama aldurs-
flokki mátti hins vegar þola 66:77-
tap fyrir Finnlandi í sínum fyrsta
leik, en þar er leikið í Stokkhólmi.
Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 21
stig fyrir Ísland.
Fyrsti sigur-
inn í Tallinn
Styrmir Snær
Þrastarson
Breiðablik, Valur og FH verða öll í
eldlínunni í 2. umferð í Sambands-
deild Evrópu í fótbolta í kvöld. Val-
ur og FH fá norsku liðin Bodö/
Glimt og Rosenborg í heimsókn og
Breiðablik leikur við austurríska
liðið Austria Vín á útivelli. Um fyrri
leiki einvíganna er að ræða. Breiða-
blik vann Racing Union frá Lúxem-
borg í 1. umferð og FH hafði betur
gegn Sligo Rovers frá Írlandi. Val-
ur tapaði fyrir Dinamo Zagreb frá
Króatíu í 1. umferð Meistaradeild-
arinnar og féll því niður í Sam-
bandsdeildina.
Þrjú íslensk í
Evrópukeppni
Morgunblaðið/Eggert
Evrópukeppni FH og Valur leika
við norska andstæðinga í kvöld.
Handknattleiksdeild Kríu er hætt
við þátttöku í efstu deild karla og
mun ekki senda lið til keppni á
næsta tímabili. Kría vann sér sæti í
efstu deild með sigri á Víkingi í um-
spili á síðustu leiktíð. Víkingi verð-
ur boðið sætið í stað Kríu. Hand-
bolti.is greinir frá. Að sögn
vefmiðilsins hafa forráðamenn
Kríu þegar tjáð HSÍ að félagið muni
ekki senda lið til keppni í úrvals-
deildinni. Þá hafa Víkingar ekki
tekið ákvörðun um að þiggja sætið í
deild þeirra bestu. Hafni Víkingur
sætinu er Þór varalið tvö.
Kría sendir
ekki lið til leiks
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Úrvalsdeild Víkingur gæti tekið
sæti Kríu í efstu deild karla.
Heiðdís Lillýjardóttir, miðvörður Íslandsmeistara Breiðabliks, var besti
leikmaðurinn í elleftu umferð úrvalsdeildar kvenna í fótbolta sem leikin
var í fyrrakvöld, að mati Morgunblaðsins. Heiðdís skoraði tvö af fyrstu
þremur mörkum Breiðabliks í 7:2 sigri á ÍBV á Kópavogsvelli og fékk tvö
M fyrir frammistöðu sína.
Heiðdís er í fyrsta sinn í liði umferðarinnar á þessu keppnistímabili, eins
og fjórir aðrir leikmenn. Hinir sex leikmennirnir hafa verið valdir áður og
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir úr Breiðabliki oftast þeirra en hún er í liði
umferðarinnar í sjötta skipti á þessu ári. vs@mbl.is
11. umferð
í Pepsi Max-deild kvenna 2021
5-3-2
Anna María
Baldursdóttir
Stjarnan
Heiðdís
Lillýjardóttir
Breiðablik
Arna Dís
Arnþórsdóttir
Stjarnan
Amber Michel
Tindastóll
Arna Sif
Ásgrímsdóttir
Þór/KA
Barbára Sól
Gísladóttir
Selfoss
Laura-Roxana Rus
Tindastóll
Ída Marín Hermannsdóttir
Valur
Lára Kristín Pedersen
Valur
Hildur
Antonsdóttir
Breiðablik
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
Breiðablik
6
4
4
2 2
4
Heiðdís best í 11. umferðinni