Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
✝
Óskar Jón
Konráðsson
fæddist á Siglu-
firði 6. ágúst
1935. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 9. júlí 2021.
Óskar var sonur
hjónanna Pálínu
Önnu Ingimars-
dóttur, húsmóður
frá Ólafsfirði, og
Konráðs Kristins Konráðs-
sonar, sjómanns frá Tjörnum í
Sléttuhlíð. Þau eru bæði látin.
Systkini Óskars eru 1) Krist-
inn Björn, maki Kristín Þor-
geirsdóttir, 2) Sigurður, maki
Dagbjört Jónsdóttir, 3) Mar-
grét Anna, d. 26.2. 2019, 4)
Guðmundur Gísli, d. 6.12.
1985.
Óskar kynntist eiginkonu
sinni, Stefaníu Eyjólfsdóttur,
f. 1.10. 1939, árið 1959 og
giftu þau sig árið 1960. Börn
þeirra eru 1) Sonja Guðrún, f.
30.7. 1960, maki Páll Ólafsson,
f. 25.3. 1959. Börn þeirra eru -
Ólafur Óskar, dóttir hans er
Bergný Klara.
Linda, maki Bald-
ur Þórðarson,
börn þeirra eru
Urður Sonja og
Þórður Bassi. 2)
Erla Konný, f.
28.6. 1962, sonur
hennar er Konráð
Kristinn og 3)
Óskar Páll, f. 9.4.
1968, dætur hans
eru Jónína Anna
og Stefanía Laufey.
Fyrir átti Óskar Jón eina
dóttur, sem síðan var ættleidd.
Hún hét Jóhanna María
Sveinsdóttir, f. 9.8. 1959, d.
25.6. 2001.
Óskar útskrifaðist sem
húsasmíðameistari frá Iðnskól-
anum í Reykjavík árið 1963.
Hann vann lengst af sem
byggingareftirlitsmaður skóla-
bygginga hjá Skólaskrifstofu
Reykjavíkur og síðar Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur.
Jarðarför Óskars fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag,
22. júlí 2021 og hefst athöfnin
kl. 13.
Elsku pabbi minn, þá er
komið að kveðjustundinni og
hún er erfið. Nýrnasjúkdómur-
inn sigraði þig að lokum eftir
langa baráttu.
Pabbi var hlýr og traustur
faðir. Hann hugsaði mun betur
um sína nánustu en sjálfan sig.
Hann var gjafmildur, en var
sjálfur nægjusamur. Aldrei
kvartaði hann undan hlutskipti
sínu. Mamma og hann hafa nú
verið gift í yfir 60 ár, svo missir
mömmu er mikill. Fjölskyldan
öll mun sakna pabba mikið. Við
pabbi áttum margar ánægju-
legar og eftirminnilegar stund-
ir saman.
Pabbi var handlaginn,
menntaður sem húsasmíða-
meistari og góður smiður.
Hann var samviskusamur og
kenndi börnum sínum þá
dyggð. Húsið hans var stolt
hans sem hann byggði sjálfur.
Hann eyddi miklum tíma í það.
Enda kom ekki til greina að
flytja í „hentugra“ húsnæði.
Húsið hefur verið heimili hans
og mömmu í nærri hálfa öld.
Pabbi var góður í matseldinni
og eldaði oft. Hann var jóla-
barn og mikill sælkeri. Í byrjun
desember var heimilið skreytt
og fór hann alltaf beint til
framleiðenda og keypti birgðir
í kassavís af bæði sælgæti og
gosi. Svo stálumst við systkinin
í sælgætið yfir jólin þar til allt
var skyndilega búið í janúar.
Pabbi stundaði sund fatlaðra
af miklu kappi. Síðar var það
bogfimi sem tók við. Pabbi
vann til fjölmargra verðlauna
bæði fyrir sund og bogfimi hér-
lendis og á Norðurlandamótum.
Hann tók virkan þátt bæði hjá
ÍFR og Sjálfsbjörg. Hann vann
lengst af sem byggingaeftirlits-
maður skólabygginga á Skóla-
skrifstofu Reykjavíkur. Þar var
hann ánægður og eignaðist
góða vinnufélaga.
Pabbi var fjölskyldumaður.
Við fundum það að mamma, ég
og systur mínar vorum honum
dýrmæt. Síðar bættust við
tengdabörn, barnabörn og nú
síðast langafabörn. Mikilvæg-
asta og ánægjulegasta ferðalag
hvers árs var að heimsækja
ættingja hans á Siglufjörð,
ömmu Pálu og afa Konna,
systkini pabba og annað skyld-
fólk okkar þar. Þær ferðir voru
okkur öllum dýrmætar.
Afadætur hans Jónína og
Stefanía biðja fyrir afa sínum.
Þær hafa nú misst yndislega
afa sinn og sakna nú þegar
allra heimsóknanna til ömmu
og afa í Viðjugerði og sameig-
inlegra ferðalaganna á sumrin.
Hann var dásamlegur afi dætra
minna, alltaf góður, hugulsam-
ur og örlátur. Hann var stoltur
af okkur og við vorum afar
stolt af honum.
Við þökkum öll starfsfólki
Heru fyrir umönnun og líkn-
ardeildar Landspítalans í
Kópavogi fyrir hjúkrun. Ykkar
starf og fleiri í garð pabba var
ómetanlegt og okkur aðstand-
endum mjög mikils virði.
Við munum öll sakna pabba
og afa sárt. Elsku mamma og
amma, við vitum að missir þinn
er mikill og erfiður. En við
munum öll hjálpast að í gegn-
um þessa erfiðleika, eins og við
lofuðum pabba.
Hvíl í friði elsku pabbi og afi.
Óskar Páll Óskarsson,
Jónína Anna og
Stefanía Laufey.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast bróður míns Óskars
Jóns Konráðssonar sem fallinn
er frá eftir erfið veikindi. Óskar
var elstur í systkinahópnum og
var hann okkur mikil fyrir-
mynd. Við ólumst upp á Siglu-
firði og fljótt kom í ljós hve
duglegur Óskar var þar sem
hann var mjög ungur farinn að
hjálpa mömmu með okkur fjög-
ur yngri systkinin þar sem
pabbi var víðsfjarri við vinnu.
Snemma fór Óskar út á vinnu-
markaðinn og var hann aðeins
13 ára gamall þegar hann byrj-
aði að vinna í Síldarverksmiðj-
unni Rauðku eins og við Kiddi
bróðir gerðum einnig, þannig
var þetta á þessum tíma, allir
sem vettlingi gátu valdið fóru
að vinna.
Ég man vel eftir því hve
gaman honum þótti að veiða og
hafði hann ekki langt að sækja
það en Konnarnir eins og við
höfum verið kallaðir erum
þekktir fyrir mikið veiðieðli.
Silungsveiði var í miklu uppá-
haldi hjá honum og Héðins-
fjörðurinn sá staður sem var
honum kær þegar að veiðum
kom.
Þegar Óskar var 16 ára gam-
all flutti hann suður og hóf
störf á Keflavíkurflugvelli við
smíðar og festi rætur í Reykja-
vík þar sem hann kynntist Stef-
aníu eiginkonu sinni. Hann hóf
nám í húsasmíði og var fljótt
ótrúlega útsjónarsamur, fram-
sýnn og harðduglegur. Óskar
stofnaði ungur að árum ásamt
öðrum fyrirtækið Sökkul og
tóku þeir að sér að byggja
fjölda íbúða fyrir Reykjavíkur-
borg. Þegar Óskar var 28 ára
gamall lenti hann í alvarlegu
vinnuslysi við steypuvinnu þeg-
ar kranabóma féll á hann og
var honum vart hugað líf. En
Óskar sýndi það að hann bjó
yfir miklum styrk, þrautseigju
og þolinmæði. Hann hafði betur
og gafst aldrei upp, harkan sex
var það sem kom honum áfram.
Með sinni hugarró og æðruleysi
sætti hann sig við það sem
hann gat ekki breytt og sýndi
engin veikleikamerki. Hann
byggði sér, Stefaníu og börnum
þeirra heimili í Viðjugerði í
Reykjavík og þar ólust Sonja,
Erla og Óskar Páll upp.
Þrátt fyrir að Óskar hafi far-
ið ungur að heiman þá togaði
fjörðurinn í hann. Hann heim-
sótti Siglufjörð reglulega með
fjölskyldu sinni og dvaldi þá á
æskuheimili sínu á Hafnargötu
18, sem síðar varð heimili
Möggu systur okkar eftir að
mamma og pabbi féllu frá en
Magga lést árið 2019 eftir stutt
veikindi. Hafnargata 18 geymir
allar þær góðu minningar um
okkur fjölskylduna og Gumma
bróður sem kvaddi okkur alltof
snemma.
Ég er þakklátur fyrir þann
tíma sem mér var gefinn til að
sitja hjá Óskari bróður þessa
síðustu daga hans, halda í hönd
hans og líta yfir farinn veg. Ég
sendi Stefaníu, Sonju, Erlu,
Óskari Páli og fjölskyldum
þeirra mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Ég á góðar minn-
ingar um Óskar og þær mun ég
varðveita. Hvíl í friði elsku
bróðir.
Þinn bróðir,
Sigurður Konráðsson
(Siggi).
Óskar Jón
Konráðsson
✝
Þórður Bern-
harð Guð-
mundsson fæddist
í Ólafsfirði 26.
febrúar 1955.
Hann lést á
Sjúkrahúsinu á
Akureyri 11. júlí
2021 eftir skamm-
vinn veikindi.
Foreldrar hans
voru Guðmundur
Williamsson, sjó-
maður og netagerðamaður frá
Ólafsfirði, f. 18.10. 1929, d.
9.6. 1979, og Freydís Bern-
harðsdóttir matráðskona, f.
13.10. 1934, d. 25.6. 2014.
Hann ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Brekkugötu
23 ásamt systkinum sínum sem
voru þrjú. Þórður var elstur
þeirra systkina, síðan komu
Guðmundur, f. 8.12. 1959, d.
9.6. 1979, Sigríður, f. 8.7.
1961, og Arnar, f. 2.2. 1972.
Eftirlifandi eiginkona Þórð-
ar er Hólmfríður Vídalín Arn-
grímsdóttir keramiker, f. 18.2.
1954. Foreldrar hennar voru
Arngrímur Vídalín Guð-
jónsson, rennismiður frá Flat-
eyri, f. 19.4. 1921, d. 19.5.
2017, og Rannveig G. Jón-
asdóttir, gjaldkeri frá Ísafirði,
f. 14.9. 1925, d. 5.5. 2008.
inu meðan hann stundaði sjó-
mennsku.
Árið 1974 felldi hann hug
til eftirlifandi eiginkonu sinn-
ar, Hólmfríðar Vídalín Arn-
grímsdóttur frá Kópavogi, en
átti hún eina dóttur, Örnu
Björk, f. 15.3. 1973. Hann
gekk henni í föðurstað og
ættleiddi síðar meir. 7. júní
árið 1976 gengu þau í hjóna-
band og hófu búskap í Ólafs-
firði og bjuggu þau mestalla
ævi sína þar. Árið 1980 fluttu
Þórður og Hólmfríður til Dal-
víkur þar sem hann hafði lært
til lögregluþjóns og gegndi
því starfi uns þau fluttu til
Ólafsfjarðar árið 1985, en þá
höfðu þau fest kaup á Burst-
abrekku sem var skammt frá
bænum. Fljótlega gerðust þau
loðdýrabændur og voru þau
með loðdýrin í tæp 10 ár.
Þórður og Hólmfríður hófu
rafmagnsframleiðslu á landi
sínu, en Þórður varð einn
frumkvöðla í smávirkjun á Ís-
landi þegar hann virkjaði ána
í landi Burstabrekku og var
Kerahnjúkavirkjun vígð 18.
október 2003. Árið 2016
keypti hann snjótroðara
ásamt yngri syni sínum og
hafa þeir boðið upp á útsýn-
isferðir á Múlakollu á vet-
urna. Dugnaður, hugvit og
sköpunarkraftur eru meðal
þess sem einkenndi Þórð alla
hans ævi.
Útför Þórðar fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag, 22.
júlí 2021, kl. 14.
Börn Þórðar og
Hólmfríðar eru
þrjú og barnabörn
átta. 1) Arna
Björk Þórð-
ardóttir banka-
starfsmaður, f.
15.3. 1973, börn
hennar eru Ragn-
heiður Kara Hólm,
f. 23.7. 1999, og
Þórður Hólm, f.
17.5. 2004. 2) Guð-
mundur Fannar Þórðarson
vélfræðingur, f. 10.7. 1978,
börn hans eru Járnbrá Kar-
ítas, f. 16.9. 2004, og Þjóðann
Baltasar, f. 16.7. 2008. Sam-
býliskona hans er Lilja Rós
Aradóttir kennari, f. 4.3. 1992.
3) Elís Hólm Þórðarson sjó-
maður, f. 25.5. 1983, börn
hans eru Nadía Sól Hólm, f.
29.12. 2004, Adríana Diljá
Hólm, f. 24.5. 2013, Elena
Guðný Hólm, f. 10.12. 2015, og
Íris Hólm, f. 25.10. 2019. Eig-
inkona hans er Hulda Teits-
dóttir bankastarfsmaður, f.
7.10. 1985.
Þórður ólst upp í Ólafsfirði
og bjó þar mestan hluta æv-
innar. Hann var alla tíð
hörkuduglegur til allra verka
og fór kornungur á sjó en
lengst af var hann á Sólberg-
Elsku pabbi, það er sárt að
minnast manns sem fór allt of
fljótt eftir skammvinn veikindi.
Í mínum huga áttir þú að vera í
lífi okkar allra í góð tuttugu ár
í viðbót, okkur öllum að óvörum
veiktist þú í mars og fékkst
greiningu um alvarlegt krabba-
mein í lok apríl. Ekki óraði mig
fyrir að þú ættir bara eftir
rúma tvo mánuði hér á þessari
jörð. Ég man þegar þið mamma
komuð suður í maí og þú byrj-
aðir í geislameðferð en þá fór-
um við út að borða þar sem
hann nafni þinn og afabarn,
hann Þórður Hólm, átti afmæli.
Þá læddist að mér sú hugsun
að þetta gæti orðið mjög erfið
barátta en aldrei í huga mínum
bjóst ég við að þú færir svona
fljótt. Ég vonaðist til að við
fengjum alla vega ein jól í við-
bót. Ég þakka svo innilega fyr-
ir hvað við áttum fallega helgi
og fallega stund síðustu dagana
þína á sjúkrahúsinu á Akureyri,
þar varst þú umvafinn þínu
helsta fólki, mömmu, okkur
systkinunum, afabörnunum
þínum sem þú varst alltaf svo
góður við, enda varst þú lang-
besti afinn, tengdadætrum og
systkinum þínum og mágkonu.
Við munum halda minningunni
um yndislegan eiginmann, góð-
an pabba og besta afann á lofti,
en barnabörnin þín áttu stórt
pláss í hjarta þínu og þau voru
alltaf svo hrifin af honum Þórði
afa.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér og
að þú hafir komið inn í líf okkar
mömmu þegar ég var um eins
árs gömul, en þá varst þú bara
19 ára gamall. Þú heillaðist það
mikið af mömmu og viðhenginu
hennar að þið giftust tveimur
árum seinna og þú varðst pabbi
minn, sem ég mun alltaf vera
þakklát fyrir. Ég sé svo ljóslif-
andi myndina af okkur, trúlega
eina af fyrstu myndunum sem
voru teknar af okkur þar sem
þú heldur á mér í Holtagerð-
inu, ég trúlega um tveggja ára,
og við skælbrosandi þar sem ég
held á gosflösku sem þú hafðir
gefið mér og með voða fínt
stórt plasthálsmen, mér leist
greinilega strax vel á þig. Í
mínum augum varst þú ótrúleg-
ur maður, mikill dugnaðarfork-
ur og lést ekkert stoppa þig,
frjór í hugsun, þú gast allt, það
var alveg sama hvað þú varst
beðinn um, þú varst sannur
þúsundþjalasmiður, það var
aldrei dauð stund hjá þér. T.d.
byrjaðir þú sjómennsku þína
aðeins 15 ára gamall, fórst í
lögregluskólann og varðst lög-
regluþjónn á Dalvík, byggðir
þar hús, keyptir bóndabæ í
Ólafsfirði og þið mamma gerð-
ust loðdýrabændur, virkjaðir
ána í landi Burstabrekku og
keyptir snjótroðara með Elís
sem þið gerðuð svo út uppi á
Múlakollu, en svo gerðir þú svo
miklu miklu meira. Veistu
pabbi, ef þú hefðir verið uppi á
tímum Einstein og þessara
uppfinningamanna þá hefðir þú
fundið eitthvað upp eins og t.d.
ljósaperuna, þú varst svo frjór í
hugsun og klár maður.
Ég mun alltaf elska þig og
hafa þig í hjarta mínu, elsku
pabbi minn. Á kvöldin þegar ég
leggst á koddann og fer með
bænirnar mínar þá verður þú
þar ásamt ömmu Freyju,
Mumma afa og Gumma frænda.
Ég trúi því að þið öll vakið yfir
okkur öllum. Elsku pabbi minn,
nú er komið að leiðarlokum,
takk fyrir allt og allt, ég er
endalaust þakklát fyrir að hafa
átt þig sem pabba minn.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engill, svo ég sofi rótt
(Sveinbjörn Egilsson)
Arna Björk Þórðardóttir.
Það er komið að kveðju-
stund.
Allt of fljótt, allt of hratt.
Þegar Þórður bróðir okkar
greindist alvarlega veikur í vor
vorum við slegin niður, en átt-
um þó von á að hann yrði með
okkur í einhvern tíma, en allt
gerðist með ógnarhraða og eft-
ir sitjum við hnípin í sárum.
Minningar eru margar um
duglegan mann, hvatvísan á
stundum sem lét engan segja
sér að þetta eða hitt væri
ómögulegt, hann var þúsund-
þjalasmiður, laghentur og úr-
ræðagóður, ef eitthvað bilaði,
þurfti að laga, þá var kallað í
Þórð. Hann fann bestu lausn-
irnar og var einstaklega bón-
góður, hjálpaði til við flutninga,
parketlagnir og fleira og gerði
allt einstaklega vel.
Sjóarinn, löggan, loðdýra-
bóndinn, raforkubóndinn. Hann
var frumkvöðull á margan hátt.
Fimmtán ára fór hann á sína
fyrstu vertíð og man ég vel eft-
ir gjöfunum sem hann færði
okkur systkinum um vorið. Eft-
ir að sjómennsku lauk lá leiðin í
Lögregluskólann og starfaði
hann sem lögreglumaður á Dal-
vík og á Ólafsfirði þar sem
hann byggði upp loðdýrabú eft-
ir að hann hætti störfum í lög-
reglunni.
Hann virkjaði ána í landi
sínu, Burstabrekku, og mun
Kerahnjúkavirkjun standa sem
minnisvarði um dugnað hans og
elju og framleiða raforku um
ókomin ár.
Þórður snerti aðeins á ferða-
þjónustu sl. ár. Hann keypti
snjótroðara ásamt syni sínum
og smíðaði hús fyrir 28 farþega
og fór í útsýnisferðir með fólk á
Múlakollu.
Við ólumst upp á Brekku-
götu 23 í firðinum fagra, fjögur
systkin sem öll fæddust þar og
áttu hamingjuríka æsku, alltaf
nóg af því sem þurfti, og minn-
ingar eru góðar. Útilega sem
við fórum í Héðinsfjörð kemur
upp í hugann. Siglt var með
okkur þangað á trillu og höfð-
um við litla jullu með okkur,
tvö botnlaus hvít tjöld, annað
fyrir vistir og hitt svefnstaður.
Þarna vorum við í nokkra daga,
Þórður fór með okkur út í litlu
skerin á jullunni, pabbi veiddi
fugla sem við borðuðum og auð-
vitað var farið í berjamó.
Hann var líka stríðinn. Eitt
sinn málaði hann netakúlu eins
og fótbolta og stakk niður í lóð-
ina fyrir framan húsið, Hreinn
frændi kom í heimsókn, sá bolt-
ann, hljóp að honum og spark-
aði upp fyrir hús og tábrotnaði.
Ég er háttuð, mamma og
pabbi eru ekki heima, Þórður
byrjar að kalla á mig: Sigga!
Sigga! Komdu aðeins fram í
eldhús! Ég nenni því ekki og
segi nei, en hann heldur áfram
að kalla þar til ég fer fram.
„Hvað?“ segi ég. „Viltu rétta
mér teskeið,“ segir Þórður,
sem situr við hliðina á skúff-
unni sem geymir teskeiðarnar.
En lífið var ekki bara gleði
og hamingja. Árið 1979 létust
pabbi og Gummi bróðir okkar í
bílslysi í Ólafsfjarðarmúla.
Þórður var þá 24 ára, og allt
var breytt.
Stóra ástin í lífi Þórðar er
Hófí, sem staðið hefur með
manni sínum í gegnum lífið,
samrýnd og samtaka. Hann var
ákaflega stoltur af listakonunni
sinni. Börnin þeirra, Arna
Björk, Guðmundur Fannar og
Elís Hólm, bera foreldrunum
gott vitni. Þau öll og barna-
börnin átta syrgja nú eigin-
mann, föður, tengdaföður og
afa. Megið þið finna gleðina á
ný í góðum minningum.
Elsku Þórður, takk fyrir allt.
Við munum varðveita minningu
þína.
Sigríður (Sigga) og Arnar.
Þórður mágur minn er fall-
inn frá eftir stutta baráttu við
erfiðan sjúkdóm. Baráttu sem
mér finnst hann ekki hafa feng-
ið tækifæri til að há. Það er
undarleg tilhugsun að þessi
hressi og kímni maður skuli
vera horfinn á braut fyrir fullt
og allt. Að eiga aldrei eftir að
skiptast á skoðunum um lífið og
pólitíkina en hann hafði sér-
stakt lag á að ögra manni í
þeirri umræðu allri. Glettnin
var samt ævinlega í fyrirrúmi
og þannig mun ég minnast
Þórðar. Þannig var það síðast
þegar ég hitti hann á sjúkra-
húsinu þar sem tilsvörin hans
einkenndust af hlýju og húmor.
Það var heiður að kynnast
Þórði og njóta þekkingar hans,
reynslu og nærveru. Ég þakka
honum fyrir samvistir hér á
jörðu og bið almættið að styðja
og styrkja fjölskylduna alla.
Um undra-geim, í himinveldi háu,
nú hverfur sól og kveður
jarðarglaum;
á fegra landi gróa blómin bláu
í bjartri dögg við lífsins helgan
straum.
(Benedikt Gröndal)
Minningin lifir í hjörtum
okkar.
Þórgunnur Reykjalín
Vigfúsdóttir.
Þórður Bernharð
Guðmundsson