Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
HÚÐÞÉTTING
• Lyftir og þéttir slappa húð
• Vinnur á appelsínuhúð
• Öflug lausn við húðslitum
• Örvar sogæðaflæði
• Gefur unglegra og ferskara útlit
FITUEYÐING
• Eyðir fitu á erfiðum svæðum
• Er sársaukalausmeðferð
• Er byggð á nýjustu tækni til að eyða fitu
• Er áhrifaríkmeðferð
• Er öruggmeðferð
Frábær
TILBOÐ hjá
TILBOÐ
30%
afsláttur
síðasti
sjens
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Þegar Júlía bjó á Ítalíu þræddi hún
alla fatamarkaði sem hún fann, enda
í mekku tískunnar, og fann þar
marga dýrmæta gripi.
Júlía setur sér engar reglur þegar
kemur að því að velja saman föt og
stíll hennar er mjög frjálslegur. „Ég
fæ innblástur frá stórum karakter-
um og persónuleikum sem eru
óhrædd við að klæðast einhverju
öðruvísi og hugsa út fyrir kassann.
Tónlistarmenn og listamenn eru þeir
karakterar sem ég fylgist með þegar
kemur að stíl því mér finnst þau
mest skapandi í klæðaburði og
óhrædd við að prófa eitthvað nýtt.
Mér finnst það viðhorf vera mik-
ilvægt til að þróa minn eigin per-
sónulega stíl og ég vil helst klæða
mig eins og rokkstjarna,“ segir Júl-
ía.
Hún segist vera mjög heppin með
það að hafa gott sjálfsöryggi og
klæðist því hverju sem hana langar
til klæðast. Það sem hún fílar mest
eru litríkar flíkur.
„Ég elska að finna eitthvað öðru-
vísi og litríkt eða með fallegri áferð,
ég lærði um tísku í námi á Ítalíu og
er því með gott auga fyrir fallegum
eða sjaldgæfum flíkum. Þau ár sem
ég bjó úti þræddi ég alls konar fata-
markaði, þar sem Ítalía er klárlega
mekka tískunnar, og var ég svo
heppin að fá að sjá með eigin auga
alls konar flíkur og fell ég því helst
fyrir sjaldgæfri og fallegri hönnun,“
segir Júlía.
Sneri baki við
tískustraumunum
Hún segir tískustraumana ekki
vera fyrir sig en hefur mikinn áhuga
á að fylgjast með straumum og
stefnum tískunnar.
„Mér finnst mjög mikilvægt fyrir
sjálfa mig að snúa baki við tísku-
straumum og fylgja frekar mínu eig-
in innsæi í klæðaburði. Þar sem ég
hef mikinn áhuga á tísku og stíl er
auðvelt fyrir mig að þróa eigin per-
sónulega stíl burtséð frá tísku-
straumum og þar af leiðandi verður
stíllinn minn klassískari og tímalaus-
ari, sem er að miklu leyti mjög sjálf-
bært viðhorf,“ segir Júlía.
Dagsdaglega klæðir hún sig yfir-
leitt í litrík föt og er með mikið af
skarti. Það getur þó farið eftir í
hvaða skapi hún er hvern daginn.
Þegar hún fer eitthvað fínt er hún
hrifin af því að klæðast kjólum og
fallegum hælum eða stígvélum við.
Það er þó aldrei langt í pönkarann
og á hún það til að pönka upp fötin.
Aðspurð hver séu verstu fata-
kaupin segir Júlía þau líklegast vera
þegar hún hefur keypt sér eitthvað
til að reyna að falla betur í hópinn.
„Ég er alveg sek um það að hafa
keypt eitthvað bara af því allir aðrir
ættu það,“ segir Júlía. Bestu fata-
kaupin eru hins vegar allar þær flík-
ur sem hún fann á mörkuðum eða í
búðum á Ítalíu. „Það eru flíkur sem
ég mun geyma að eilífu.“
Fataskápurinn eins
og skjalasafn
Júlía segist vera mikill safnari og
að í fataskápnum hljóti eflaust að
leynast einhver tískuslys. Henni
finnst þó mikilvægt að varðveita
þessi mögulegu slys, enda engu hent
úr góðu skjalasafni sem er í senn góð
tískuskrásetning.
Þegar Júlía er spurð hvort það sé
eitthvað sem hún myndi aldrei klæð-
ast segir hún að það sé verulega fátt.
Það væri hins vegar mjög sjaldgæft
að sjá hana í svörtu frá toppi til táar.
Hvar kaupir þú helst föt, skó og
fylgihluti?
„Hér á Íslandi kaupi ég helst fötin
mín, skart og skó í Fatamarkaðnum
við Hlemm, Spúútnik, nytjamörk-
uðum, loppubúðum og Rauða kross-
inum.“
Áttu þér uppáhaldsmerki?
„Ég hef mjög gaman af því að
fylgjast með ungum fatahönnuðum í
London t.d. og tískuhúsunum á Ítal-
íu. En uppáhaldsmerkin mín eru
klárlega Comme Des Garcon, Mar-
giela og Rick Owens. Ég hef fylgst
með þeim hönnuðum síðan ég byrj-
aði að hafa áhuga á tísku því þau eru
framúrstefnuleg og hafa stigið risa-
stórt fótspor í tískumenninguna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Júlía klæðir sig
eins og rokkstjarna
Júlía Grönvaldt Björnsdóttir er óhrædd við að blanda saman ólíkum
mynstrum, flíkum og efnum þegar kemur að fatavali. Hún lærði
fashion communication í listaháskóla í Flórens á Ítalíu en í dag
vinnur hún hjá Hildi Yeoman og starfar sem stílisti samhliða því.
Blátt Kjólinn fékk
hún í Extralopp-
unni og kápuna í
Zöru á Ítalíu.
Notað Jakkinn er úr fatamark-
aðnum við Hlemm en sólgler-
augun frá Gianni Versace.
Flórens Mikið af fötunum sem
Júlía á kemur af fatamörk-
uðum í Flórens á Ítalíu.
Tískuspekingur
Júlía Grönvaldt
Bjarnadóttir leyf-
ir tískustraumum
ekki að stýra för.