Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 41
vott um stórt hjarta sem sló svo ákveðið fyrir okkur öll. Nú eru dýrmætar minningar úr afmælum, jólaboðum, þorra- blótum og af öðru tilefni er fjöl- skyldan kom saman til að gleðj- ast. Ekki síst var það fyrir árvekni Öddu og hvatningu hennar að þær stundir urðu að veruleika. Alltaf tilbúin að bjóða heimili sitt til að við systkinin gætum notið samveru. En lífið er ekki bara dans á rósum, það ræddum við Adda líka. Hún þurfti á síðustu árum að takast á við illvíg veikindi sem hún höndlaði af ótrúlegri yfirveg- un, æðruleysi og jákvæðni. Enda þess fullviss að það legði henni lið í baráttunni á leiðinni til sig- urs. Og sigur var það vissulega sem var fólginn í því að eiga nokkur góð ár áður en yfir lauk með fjölskyldunni sem stóð henni næst og hún unni svo mjög. Nú eru leiðarlok, við sjáumst ekki um sinn kæra systir. Í nýrri heimahöfn bíða ný verkefni fyrir svo hlýtt hjarta. Fjölskyldu Öddu sendum við dýpstu samúðarkveðjur og biðj- um Guðs blessunar. Elsku Adda, takk fyrir allt og allt. Nú sjáumst við ekki að sinni, systir mín kæra. Þín lífsgleði og leiðsögn í minni, og ljósið þitt skæra. Sól fylgi sálu þinni, systir mín kæra. (Sv. Ing.) Sveinn bróðir og Guðlaug. Mikið er erfitt að kveðja þig, elsku fallega systir mín. Þú sem elskaðir lífið svo heitt og varst engan veginn tilbúin að kveðja það. Þú elskaðir samveru með fallegu fjölskyldunni þinni sem var þér svo dýrmæt. Þú um- vafðir barnabörnin, langömmu- börnin og fjölskylduna þína ást og umhyggju. Missir þeirra og söknuður er meiri en orð fá lýst, en mikið eru þau rík af fallegum og dásamlegum minningum um þig. Þú varst fagurkeri, elskaðir fallega heimilið ykkar Sigurjóns sem var kletturinn þinn í einu og öllu, elskaðir að kaupa þér falleg föt og fallega muni, þú elskaðir að vera skvísa, alltaf svo smart, alltaf svo heilbrigð, því þú hlúðir alltaf vel að heilsunni með ein- staklega hollu matarræði og lík- amsrækt. Það lék allt í höndunum á þér og með fyrstu minningum mín- um um þig eru hversu fallegar flíkur þú töfraðir fram í hönd- unum, saumaðar og prjónaðar. Þú elskaðir að ferðast og ófáar voru ferðirnar ykkar Sigurjóns með foreldrum okkar um landið, ófáar ferðirnar ykkar með fjöl- skyldunni innan lands og utan. Ófá voru líka kaffiboðin og matarboðin þar sem borðin svignuðu undan dýrindisveiting- um, því listakokkur varstu líka elsku systir. Það var líka oft glaumur og gleði því þú sagðir svo skemmti- lega frá. Þú varst alltaf vel að þér um málefni líðandi stundar og hafðir ákveðnar skoðanir á þjóðfélags- málum, eiginlega varstu ramm- pólitísk. Nú er baráttu þinni við vá- gestinn lokið og þú ert komin á betri stað elsku systir, megi ljós og kærleikur umvefja þig þar. Mikið eigum við öll eftir að sakna þín, en við erum þakklát fyrir samfylgdina með þér og all- ar fallegu minningarnar. Börnin mín munu alltaf minn- ast Öddu frænku fyrir þá hlýju og elsku sem hún sýndi þeim, alltaf var svo barngóð, svo áhugasöm um þeirra hagi, spurði alltaf frétta af þeim og fylgdist alltaf með þeim úr fjarlægð. Megi ljós og kærleikur um- vefja allt fólkið þitt sem syrgir þig. Guð blessi þig elsku systir. Rannveig. Jón Hlíðar Runólfsson athafnamaður lést á heimili sínu í Vogum á Vatns- leysuströnd 9. júlí 2021, 64 ára að aldri. Minningar- athöfnin fer fram að búddískum sið í hátíðarsal Flens- borgarskólans í Hafnarfirði í dag, 22. júlí 2021, kl. 14. Jón fæddist 19. febrúar 1957 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Runólfur Guðjónsson, f. 13. nóvember 1935, d. 12. des- ember 2019, og Steinþóra Jó- Jón kynntist ástkærri eig- inkonu sinni, Eygló Jónsdóttur, árið 1980 en hún fæddist 15. ágúst 1957 í Hafnarfirði. Þau giftu sig árið 1981. Þau hjónin bjuggu lengst af í Hafnarfirði en síðustu árin í Vogum á Vatnsleysuströnd. Jón lætur eftir sig þrjú upp- komin börn; Eyrúnu Ósk, f. 21. september 1981, Stein Hlíðar, f. 3. mars 1983, og Sindra Hlíðar, f. 30. ágúst 1989. Eyrún er gift Sverri Jörstad Sverrissyni og á hann synina Sverri Erling og Kristófer Baldur og sonur Ey- rúnar er Ólafur Hrafn Hlíðar Eyrúnarson. Sambýliskona Steins er Heiðdís Halla Sigurðardóttir og eiga þau von á barni saman og á Heiðdís dótturina Katrínu Maríu Hró- bjartsdóttur. Eiginkona Sindra er Tamara Spell og eiga þau dótturina Ólavíu Sóleyju Sindradóttur. hannsdóttir, f. 10. mars 1939, d. 27. apríl 2004, þau skildu. Eiginkona Runólfs var Inger Gréta Stefáns- dóttir, f. 6. febrúar 1937, d. 23. ágúst 2020, og eigin- maður Steinþóru var Barði Guð- mundsson, f. 1. júlí 1932, d. 24. janúar 2009. Systkini Jóns Hlíðars eru Guðný Hildur Runólfsdóttir, f. 29. október 1960, og Ingibjörg Amelía Þórarinsdóttir, f. 25. ágúst 1970. Sólfarið hvarf inn í svarta þokuna óravíddir himinsins opnuðust og ljós hjartans lýsir leiðina fram á við. Rignir silfurbjöllum yfir ófarnar slóðir okkar Það er ólýsanlega sárt að þurfa að kveðja í dag elsku eig- inmann minn. Við vorum nýkom- in heim úr ferðalagi á nýja fjalla- bílnum og ætluðum að leggja af stað á vit nýrra ævintýra daginn eftir. Við höfðum eytt tveimur dögum með Óla, barnabarninu, og foreldrum hans í sumarbústað og á leiðinni heim vildi Jón fá að sækja Ólavíu, litlu afastelpuna, og fá hana til að gista hjá okkur. Hann elskaði að hafa barnabörn- in í kringum sig. Ekkert veitti honum meiri gleði. Þennan dag lék hann við barnabarnið og þau horfðu saman á barnatímann. Þegar ég hélt síðan af stað í bæ- inn með þá litlu hélt hann á henni út í bíl og kvaddi okkur með orð- unum: „Bless elskurnar, sjáumst á eftir, ég ætla bara aðeins að leggja mig.“ Sumarið var uppáhaldstími Jóns, þá var lagst í ferðalög um Ísland. Við gerðum allt saman. Hann var með ótal plön um hvert hann langaði næst. En ferðin sem hann fór í þennan dag var ekki sú sem við höfðum séð fyrir. Ég er óendanlega þakklát fyr- ir að hafa kynnst þessum yndis- lega manni. Við áttum dásamlegt 41 ár saman. Lífið var ævintýri með honum. Hann kom mér stöð- ugt á óvart með óvæntum uppá- tækjum. Hann vann alla tíð sjálf- stætt við ótal hluti sem honum datt í hug og langaði að gera hverju sinni. Hann hafði svo skapandi huga þegar kom að við- skiptum. Var stöðugt að kaupa og selja, gera góða „díla“. Það eru til margar skemmtilegar sögur af braski hans. Og eins og hann sagði alltaf: „Besti díllinn er þeg- ar báðir aðilar græða.“ Hrönn systir mín sagðir mér nýlega eina sögu en þá var Jón að fara að kaupa hesta fyrir mig og hana. Systir mín var 17 ára og ný- komin með bílpróf. Þau fóru tvö saman að hitta bóndann. Jón fer að prútta um verðið. Fyrir fram- an bóndabæinn voru nokkrir bílar í misgóðu ástandi og Jón spyr hvort einhverjir þessara bíla séu gangfærir. Jújú, það var ein- hver Fiat sem var í lagi. Jón hélt síðan áfram að prútta þar til þeir voru ásáttir um upphæðina en þá bætir Jón við: „Hún borgar þér þessa upphæð fyrir hestinn og bíllinn fylgir. Stelpan verður að fá bíl.“ Þannig endaði það að hún fór í bæinn með bíl og hest. Jón minn var óendanlega blíð- ur og góðhjartaður. Hann var alltaf reiðubúinn að aðstoða og var alltaf til staðar fyrir ættingja og vini. Ónískari mann er varla hægt að finna. Peningar í hans huga voru til að nota þá og njóta þeirra en ekki til að safna þeim. Jón var búinn að glíma við heilsuleysi í mörg ár en var alltaf bjartsýnn á að nú væri allt að koma. Hann sagði við mig fyrir stuttu að hann væri svo sáttur við líf sitt í dag og hefði aldrei verið eins hamingjusamur og einmitt þessi síðustu ár okkar saman. Ég sé hann núna fyrir mér brosandi með hattinn sinn, sem var einkennismerki hans, og hann segir: „Eygló mín, þetta verður allt í lagi, þú getur þetta, við reddum þessu saman.“ Eins og hann sagði svo oft við mig í gegnum tíðina. Takk fyrir allt elsku eiginmað- ur og besti vinur. Eygló Jónsdóttir. Það er svo óendanlega sárt að þurfa nú að kveðja elsku dásam- lega pabba minn, hann Jón Hlíð- ar Runólfsson, allt of snemma. Góðhjartaðri og gjafmildari mann var erfitt að finna. Hann vildi allt fyrir alla gera, og var stöðugt að redda einhverju fyrir hina og þessa. Hann studdi mig í öllu sem ég var að gera og hvatti mig áfram. Ég er svo þakklát fyrir allt sem hann gerði fyrir mig. Það sem er mér efst í huga eru öll ferðalögin sem við fórum í saman. Bæði þegar ég var krakki og svo eftir að ég varð fullorðin. Pabbi elskaði að ferðast. Það var farið í útilegur og veiðiferðir þegar ég var lítil, alveg sama þótt það væri ekki til neinn peningur. Þá jafn- vel seldi pabbi vörur og braskaði á leiðinni með hitt og þetta til að eiga fyrir næsta bensíndropa og matarbita. Ég man til dæmis eft- ir því þegar við fórum hringinn í kringum landið, hann hafði þá eignast einhverjar einnota myndavélar í einhverjum skipti- díl og svo fór hann inn á bens- ínstöðvar, sundlaugar og gisti- staði á leiðinni hringinn og alls staðar skipti hann á nokkrum myndavélum á móti vörum og þjónustu. Ég get heldur ekki tal- ið allar þær sumarbústaðarferðir sem við fórum svo í saman eftir að ég varð fullorðin, og sérstak- lega eftir að sonur minn fæddist, en pabba þótti fátt skemmtilegra en að fara í ferðalög með litla afa- strákinn sinn. Pabbi var einmitt svo góður afi. Þegar Óli minn fæddist þá kom hann á fæðingardeildina og það gerðist bara eitthvað þegar hann sá litla barnabarnið. Hann sagði alltaf að það hefði verið stórkostlegasta reynsla lífs síns og honum leið eins og hann hefði endurfæðst. Síðan kom hann í heimsókn á hverjum einasta degi fyrstu mánuðina til að fá að halda á krílinu. Þeir áttu líka svo gríð- arlega fallegt samband, Óli og pabbi minn. Óli elskaði afa sinn svo mikið og bað nánast aðra hverja helgi um að fá að fara og gista hjá afa og ömmu. Hann fór með þeim að veiða og í ferðalög. Og stundum hringdi Óli í afa sinn og bað hann um að sækja sig í frí- stund eftir skóla og fara með sig í kaffi. Síðan fóru þeir á kaffihús saman og spjölluðu um allt og ekkert. Síðustu mánuðina hafði Óli svo sérstaklega gaman af því að fá að fara í fjórhjólaferðir með afa sínum og ömmu. Það var sko mikið fjör fyrir níu ára gutta. Ég veit hreinlega ekki hvernig við förum af án elsku pabba. Hann skilur eftir sig svo stórt skarð. Hann var svo mikill fjölskyldu- maður, svo stór og skrautlegur persónuleiki og hann elskaði og studdi okkur öll svo mikið. Við fjölskyldan eigum eftir að sakna hans gríðarlega. En um leið bú- um við að allri þeirri ást og hlýju sem hann sýndi okkur og yljum okkur við dásamlegar minningar af ýmsum ævintýrum með elsku pabba mínum. Bless elsku pabbi minn. Kær- leikskveðjur. Þín dóttir, Eyrún Ósk Jónsdóttir og fjölskylda. Jón Hlíðar Runólfsson MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. Okkar ástkæra KRISTÍN SNÆFELLS ARNÞÓRSDÓTTIR, Efstasundi 27, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 3. júlí. Útför hennar fer fram í Smárakirkju, Sporhömrum 3, Grafarvogi mánudaginn 26. júlí klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á facebook síðunni: Kristín Snæfells Arnþórsd. -Minningarsíða Fyrir hönd aðstandenda, Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langlangamma, ÞRÚÐUR JÚLÍUSDÓTTIR, sem lést föstudaginn 9. júlí, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 23. júlí klukkan 10. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins, hringurinn.is Nanna Sigríður Guðmannsd. Halldór Guðmundsson Konkordía S. Guðmannsd. Guðmann Steingrímsson Þórunn S. Guðmannsdóttir Gunnar Guðmannsson Júlíus Herbert Guðmannss. barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Elsku yndislegi eiginmaður, faðir og tengdafaðir, PÁLMI STEFÁNSSON tónlistarmaður, lést á sjúkrahúsinu á Akureyri 15. júlí. Útförin fer fram í Glerárkirkju þriðjudaginn 27. júlí klukkan 11. Soffía Kristín Jónsdóttir Haukur Pálmason Sigurbjörg Ósk Sigurðardóttir Björk Pálmadóttir G. Ómar Pétursson Anna Berglind Pálmadóttir Helgi Rúnar Pálsson Ástkær faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, FINNBOGI JÓHANNSSON, fyrrverandi skólastjóri, lést á Vífilsstöðum fimmtudaginn 15. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju í Reykjavík mánudaginn 26. júlí klukkan 13. Jarðsett verður á Djúpavogi miðvikudaginn 28. júlí. Fyrir hönd aðstandenda, Sveinn Finnbogason Ástkær systir okkar, mágkona og frænka, ELÍN HJÁLMSDÓTTIR, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 20. júlí. Guðbjörg Hjálmsdóttir Guðrún María Hjálmsdóttir Ólafína Hjálmsdóttir Guðmundur H. Sigmundsson systkinabörn og fjölskyldur Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BÓEL ÍSLEIFSDÓTTIR, Vogatungu 7, Kópavogi, lést fimmtudaginn 8. júlí. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 29. júlí klukkan 13. Pétur F. Ottesen Ingibjörg F. Ottesen Garðar Valur Jónsson Ísleifur F. Ottesen Svala Ólafsdóttir Þuríður F. Ottesen barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, HAFDÍS STEINGRÍMSDÓTTIR, Fossvegi 6, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 19. júlí. Útförin fer fram í Selfosskirkju mánudaginn 26. júlí klukkan 13. Helga Guðlaugsdóttir Steingrímur K. Reynisson Svava Óla Stefánsdóttir Kristbjörn Hafliðason Guðmundur Hafliðason Elisabeth Pontoppidan Valgerður Hafliðadóttir Ólafur Hafliðason Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Steinn Hafliðason Finnur Hafliðason Tinna Ósk Björnsdóttir Friðjón Elli Hafliðason Jónheiður Ísleifsdóttir og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.