Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 40
✝
Arnþrúður
Kristín Ingva-
dóttir fæddist 25.
maí 1942 í Reykja-
vík. Hún lést á
hjúkrunar-
heimilinu Foss-
heimum 10. júlí
2021.
Foreldrar henn-
ar voru Soffía
Erlingsdóttir, f.
24.9. 1922, d. 16.7.
2004, og Ingvi Elías Valdimars-
son, f. 18.7. 1921, d. 20.3. 2006.
Arnþrúður var elst átta
systkina. Hin eru: Valdimar, f.
1944, Aðalheiður, f. 1947, Unn-
ur, f. 1949, Erlingur, f. 1952, d.
2011, Sveinn, f. 1956, Rannveig,
f. 1958, og Viðar, f. 1964.
Arnþrúður ólst upp í Reykja-
vík og á Helluvaði í Rangár-
vallasýslu. Hún gekk í Barna-
skóla Austurbæjar og var við
nám í Héraðsskólanum í Skóg-
um og Húsmæðraskóla Reykja-
víkur. Hún starfaði sem versl-
unarmaður og í mötuneyti
Garðyrkjuskólans á Reykjum en
lengst á Heilsustofnun HNLFÍ í
Hveragerði.
Arnþrúður giftist 17.6. 1962
Sigurjóni Skúlasyni, bankafull-
trúa og síðar skrifstofu- og fjár-
málastjóra HNLFÍ, f. 16.5. 1940.
Þau áttu allan sinn hjúskap
heima í Hveragerði. Foreldrar
hans voru Skúli
Jónsson, f. 1901, d.
1999, og Ástríður
Helga Sigurjóns-
dóttir, f. 1909, d.
1997.
Börn Arnþrúðar
og Sigurjóns eru:
a) Bryndís, f. 1963,
leik- og grunn-
skólakennari, gift
Eðvarði Ingólfs-
syni, rithöfundi og
presti, f. 1960. Börn þeirra eru
Elísa, f. 1986, maki Sveinn F.
Gunnlaugsson. Börn þeirra eru
Sigrún Edda, f. 2015, og Arnar
Elí, f. 2018. Ingólfur, f. 1989,
maki Rhani Conley, og Sig-
urjón, f. 1996. b) Skúli Heimir,
f. 1966, bifvélavirki, kvæntur
Lindu Ólafsdóttur, bókasafns-
og upplýsingafræðingi, f. 1965.
Hann á dóttur fyrir, Diljá Rut,
f. 1990. Linda á son fyrir, Ró-
bert, f. 1992. Saman eiga þau
Ástu Sóleyju, f. 2007. c) Ingvi
Arnar, f. 10.3. 1975, sérfræð-
ingur hjá Símanum, maki Jó-
hanna Ólafs, dýralæknir, f.
1977. Dóttir hans af fyrra sam-
bandi er Arnþrúður Kristín, f.
2005. Dætur Ingva og Jóhönnu
eru Guðfinna, f. 2009 og Rakel,
f. 2013.
Útför Arnþrúðar Kristínar
fer fram frá Hveragerðiskirkju
í dag, 22. júlí 2021, kl. 14.
Við minnumst elsku mömmu
með hlýju.
Þau voru ung að árum foreldr-
ar mínir þegar þau settust að í
Hveragerði og hófu sinn búskap,
um sextíu ár eru liðin og mikið
vatn til sjávar runnið. Það var
gott að alast upp í litlu bæjar-
félagi og mörg systkina mömmu
settust einnig þar að, frændgarð-
urinn var því stór og samgangur
mikill. Mömmu þótti alltaf gott
að hafa fólkið sitt í kringum sig,
vini og vandamenn.
Velferð barnabarnanna var
mömmu afar mikilvæg sem end-
urspeglaðist í góðvild og hlýju
hennar í þeirra garð, við minn-
umst þess með þakklæti hversu
góð og skilningsrík hún var.
Mamma tók alltaf vel á móti okk-
ur með einhverju góðgæti, gjöf-
um og sínu innilega faðmlagi.
Gleðin og sorgin eru samrýnd-
ar systur og án hvor annarrar
einskis megnugar (Svava
Strandberg). Mamma mætti
verkefnum sínum yfirleitt af auð-
mýkt og æðruleysi, það var gott
að leita til hennar bæði í gleði og
sorg því hún hlustaði og hafði
áhuga á því sem í gangi var
hverju sinni.
Hér við skiljumst
og hittast munum,
á feginsdegi fira.
Drottinn minn
gefi dauðum ró,
og hinum líkn er lifa.
(Höf. ókunnur)
Ég kveð mömmu hinstu
kveðju með söknuði en þó fyrst
og fremst þakklæti og hlýhug.
Ingvi Arnar.
Elsku hjartans, yndislega
góða og fallega mamma mín er
kvödd í dag. Efst í huga mér er
þakklæti og aftur þakklæti. Hún
var alltaf til staðar þegar þurfti,
fyrir stóra sem smáa. Kærleik-
urinn streymdi frá henni. Hún
var sannur vinur, hógvær, hlý og
stutt í húmorinn. Réttlæti var
henni í blóð borið ef hún þurfti að
verja góðan málstað.
Æskuminningarnar streyma
fram. Mamma úti í garði að setja
niður matjurtir. Mamma að
sauma föt. Mamma að baka og
elda. Mamma að þrífa og þvo.
Mamma úti að ganga. Mamma að
fara í jóga. Mamma að fara í
ferðalög. Mamma vinkona.
Mamma amma. Mamma ferða-
félagi. Mamma fyrirmynd. Allt
sem hún gerði lék í höndunum á
henni, blandað miklum kærleika.
Við fjölskyldan mín fengum að
njóta samveru hennar og pabba í
ríkum mæli. Þau lögðu sig jafn-
vel í lífshættu til að heimsækja
okkur þvert yfir landið að vetri
til. Það leið aldrei langt á milli
samverustunda og má segja að
þau hafi verið stór hluti af okkar
lífi alla tíð. Svo ekki sé minnst á
ferðalög til útlanda og í sumarbú-
staði, þar var ekkert til sparað.
Þessar minningar verða að
dýrmætum perlum, nú þegar þú,
elsku mamma mín, hefur lokið
þinni lífsgöngu. Síðustu mánuðir
hafa verið erfiðir en þú varst allt-
af jafn æðrulaus og dugleg,
þannig varst þú. Þótt lífsgæði þín
fjöruðu smám saman út kvart-
aðir þú aldrei. Nú ertu Guði falin
og hann hefur leyst þig þraut-
unum frá. Góða ferð í sumarland-
ið þar sem engar þrautir eru.
Kveð þig með þakklæti og segi
eins og alltaf: Elska þig.
Þín dóttir,
Bryndís.
Hún er yndisleg minningin um
fyrstu heimsókn mína í Borgar-
hraunið. Tengdamamma mín,
sem var ávallt kölluð Adda, tók
mjög vel á móti mér og áttum við
alltaf góð samskipti.
Ég hefði ekki getað hugsað
mér betri tengdamóður. Adda
var alltaf hlý og góð, mjög nær-
gætin og umhyggjusöm. Hún sá
alltaf það jákvæða í fari fólks.
Stelpurnar okkar kölluðu hana
ömmu „í Hveró“ og þær ljómuðu
í hvert sinn sem þær hittu hana
enda átti hún mjög gott samband
við þær allar. Frá ömmu fengu
þær alltaf faðmlag, hrós og hlýju
og hún gaf sér tíma til að hlusta.
Oftar en ekki var líka búið að
kaupa smá dót sem gladdi þær
mikið eins og leir og liti sem þær
dunduðu sér við. Þær elskuðu
allt sem amma þeirra eldaði og
bakaði, það gerði ég svo sann-
arlega líka. Hún hugsaði alltaf
um hollustu og heilbrigði, sem
var sameiginlegt áhugamál hjá
okkur.
Adda taldi að uppeldi barna-
barnanna ætti að mótast með
samræðum og fordæmi en ekki
boðum og bönnum. Hef ég reynt
að muna eftir því en stundum
tekið hliðarspor. Hún og Sigur-
jón áttu fallegt samband og voru
þau mjög samrýnd. Þau nutu
saman margra ferða til Tenerife
og annarra landa eftir að ég
kynntist þeim. Oft með sínum
nánustu fjölskyldumeðlimum
sem voru þeim svo kær og dýr-
mæt.
Mér þótti vænt um hvað Adda
fylgdist alltaf vel með öllu sem
gerðist í kringum mig og spurði
oft frétta af minni nánustu fjöl-
skyldu. Það bar vott um hennar
hugulsemi að allir skiptu máli.
Hún tók veikindum sínum af
æðruleysi og vann fyrstu orr-
ustuna af miklum dugnaði og
bjartsýni en svo var á brattann
að sækja.
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Hvíl í friði elsku Adda.
Jóhanna.
Elsku amma mín. Mikil lífsins
lukka var að eiga þig sem ömmu.
Enginn möguleiki hefði verið að
óska sér betri. Þú hafðir allt sem
þurfti til að vera draumaamma
hvers barns, sama hvaða aldri
það tilheyrði. Nærvera þín var
einstök og óraunverulegt er að fá
ekki að heyra ljúfu röddina þína
aftur. Röddina sem aldrei sló
feilnótu og sagði ávallt hið rétta á
réttum augnablikum. Fáum var
jafn umhugað um afkomendur
sína og þér. Engum fannst börn-
in mín jafn fyndin, falleg og frá-
bær og þér! Þú varst best.
Um haustið 2017 komuð þið afi
í heimsókn til okkar fjölskyld-
unnar í London ásamt mömmu
og pabba. Frábær heimsókn í
alla staði. Þið mamma örkuðuð
eldhressar Oxford Street fram
og til baka og því næst sötruðum
við saman drottningarlegt „af-
ternoon tea“ á Marriott-hótelinu
með glæsilegt útsýni yfir Tha-
mes-ána og Big Ben. Þarna var
mikil gleði í hjörtum okkar allra.
Aðeins um tveimur vikum síðar
greinist þú skyndilega með erf-
iðustu sort heilaæxlis. Algjörlega
upp úr þurru. Hræðilega óverð-
skuldað verkefni, elsku amma
mín. Þú af öllum, svo heilbrigð
alla tíð. Við tók bardagi sem þú
hikaðir ekki við að heyja, enda
uppfull af lífsvilja. Aldrei kvart-
aðir þú, aldrei vildirðu að við
hefðum nokkrar áhyggjur. Þú
vildir sannarlega ekki vera með
vesen frekar en fyrri daginn. Við
óskuðum þess heitt að við fengj-
um öll lengri tíma saman og þú,
naglinn okkar, sást til þess. Arn-
ar Elí minn fæddist í miðri bar-
áttunni og okkur foreldrum hans
fannst fátt annað koma til greina
en að nefna hann í höfuðið á þér.
En nú er komið að kveðjustund
og kveð ég þig með þakklæti fyr-
ir allt, elsku amma mín. Ég mun
minnast þín og sakna alla tíð.
Þín,
Elísa.
Það góða í lífinu kemur og fer
en Adda var til staðar fyrir okkur
í Heiðmörkinni alla tíð. Hún hét
þessu stóra nafni, Arnþrúður
Kristín, sem hún notaði þó ekki
enda tók hún sér aldrei sérlega
mikið pláss í þessum heimi. Samt
var nærvera hennar og Sigurjóns
stærri og meiri en flest annað í
okkar daglega lífi og þau hafa
alltaf verið fyrsta og mesta hjálp-
in í gleði og sorg.
Við bjuggum í Heiðmörkinni
og þau í Grænumörkinni, sitt
hvorri götunni sem sagt en lóð-
irnar lágu saman ógirtar. Hvor
fjölskylda átti sitt en mörkin
voru oft óljós. Þegar börnin
komu til skipti ekki endilega svo
miklu máli hvort það var minn
eða þinn ísskápur þann daginn
og ef stelast þurfti í kökubox gilti
einu hvort búrið var.
Það var mikið bakað, enda
stórfjölskyldan oft í heimsókn og
Adda var meistari í þeirri deild.
Draumtertan sem margir þekkja
heitir í okkar bókum Ödduterta
og í hana fór aldrei annað en
Pillsbury’s best og alvörusúkku-
laði. Adda var nefnilega mikill
fagurkeri og það skipti hana máli
að allt félli saman í áreynslulausa
heild. Heimilið var hennar helsta
vígi og bar þessum eiginleika
hennar ávallt vitni. Og hún gerði
þannig miklar kröfur til sjálfrar
sín og sinna, en gekk næst sjálfri
sér þegar mikið lá við. Adda var
elst í stórum systkinahópi og
vissi að hlutirnir gerast ekki af
sjálfu sér, maður vinnur fyrir
sínu og deilir með sér í lífinu.
Þannig var Adda, ljónvel gefin
réttsýn jafnaðarmanneskja, gjaf-
mild og sterkur málsvari þess
sem hún kaus að verja. Sjálf
tókst hún á við sitt mótlæti af
æðruleysi og gleymdi aldrei að
sýna öðrum samhygð þótt hún
stæði í stórræðum. Adda hefði
þess vegna alveg getað lifað sínu
lífi opinberlega sem sú Arnþrúð-
ur Kristín sem hún í raun var.
Þannig munum við minnast
þín elsku besta systir, mágkona
og frænka. Takk fyrir ómetan-
legar samverustundir og allt sem
þú varst okkur. Megi ljós þitt lifa
í sumarlandinu þangað til við
hittumst á ný.
Elsku Sigurjón, Bryndís,
Skúli, Ingvi og þið öll, allar góðar
vættir veri með ykkur í sorginni
og alltaf.
Valdimar og Jóna,
Soffía og Óli, Anna og
Guðjón, og krakkarnir.
Adda og Sigurjón voru óvenju
dugleg að ferðast alla tíð, bæði
innanlands og utan. Höfðu yndi
af því. Nú hefur Adda, systir
okkar, leyst landfestar og lagt í
sitt hinsta ferðalag um sinn.
Adda var elst okkar átta
systkinanna, einstök systir og
fyrirmynd. Hún leiddi okkur hin
yngri og leiðbeindi af visku og
mildi, alltaf hlý og ljúf. Þessi
stóri hópur hefur ávallt verið
samheldinn og náinn með Öddu
fremsta í flokki.
Við yngri systkinin nutum við
þess að dvelja tíðum á heimili
Öddu og var okkur ávallt tekið
sem sjálfsögðum hluta fjölskyldu
hennar.
Sem barn dvaldi ég mörg sum-
ur í Hveragerði og þá var gott að
eiga Öddu systur að. Síðar bjó ég
á heimili hennar tvo vetur er ég
lauk gagnfræðaprófi. Þá var hún
ekki bara systir, líka leiðbein-
andinn sem kenndi mér svo
margt um lífið þegar ég ungur
var að feta mig áfram inn í ung-
lingsárin. Þá hlýtur oft að hafa
reynt á þolinmæði hjá stóru syst-
ur en aldrei lét hún það í ljós á
nokkurn hátt. Umburðarlyndið
sagði allt um ljúfmennskuna.
Oft hef ég hugleitt og ræddi
það við Öddu hve ótrúlegt það
var af þeim ungu hjónunum með
nóg á sínum snærum, að opna
heimili sitt fyrir okkur yngri
systkinunum til að létta undir
eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Fátt ber meiri vott um gæsku og
gott hjartalag.
Og það náði lengra, mikið er
aðdáunar- og þakkarvert hve
Adda og Sigurjón voru óþreyt-
andi að ferðast með foreldrum
okkar um landið og er víst að það
var mikil upplifun fyrir þau. Oft
voru þær ferðir rifjaðar upp á
góðum stundum enda Sigurjón
einstaklega iðinn við að festa á
filmu augnablikin. Okkur er öll-
um ljóst hve mikið þetta gaf for-
eldrum okkar og verður seint
fullþakkað. En þannig var Adda,
taldi slíkt ekki eftir sér, bara
sjálfsagt.
Umhyggjusemin sýndi sig líka
í áhuga Öddu á velferð og gæfu
systkinabarnanna, sífellt að
spyrjast fyrir og dásama þau við
hvert tækifæri, sem ber skýran
Arnþrúður Kristín
Ingvadóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku besta amma, við
kveðjum þig í dag, takk fyr-
ir allt. Við geymum allar
góðu minningarnar um þig
og heimsóknirnar í Hvera-
gerði í hjörtum okkar.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sigurður Jónsson frá
Presthólum)
Kristín, Guðfinna
og Rakel.
40 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ÞÝÐRÚN PÁLSDÓTTIR,
Rúna,
Sæviðarsundi 9, Reykjavík,
lést á Landspítala í Fossvogi þriðjudaginn
6. júlí. Útförin fer fram frá Áskirkju miðvikudaginn
28. júlí klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Barnaheill.
Sigurður V. Gunnarsson
Sigurvin Rúnar Sigurðsson Ólafía Guðrún Kristmundsd.
Gunnar Hermann Sigurðss. Arnbjörg Anna Guðmundsd.
Sveinn Sigurðsson Sigurborg H. Sigurbjörnsd.
barnabörn og langömmubörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ATLI VIÐAR JÓHANNESSON
forstjóri
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 16. júlí, útför
Atla Viðars fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 22. júlí klukkan 13.
Benna Stefanía Rósantsdóttir
Dagmar Ósk Atladóttir Halldór Walter Stefánsson
Inga Sigrún Atladóttir Jón Ísfjörð Aðalsteinsson
Kristjana Atladóttir Brynjar Örn Arnarson
Júlía Rós Atladóttir Hermann S. Björnsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
MÁLMFRÍÐUR PÁLSDÓTTIR,
Húsavík,
sem lést á sjúkradeild HSN Húsavík
fimmtudaginn 15. júlí, verður jarðsungin
frá Húsavíkurkirkju mánudaginn 26. júlí
klukkan 14.
Fjölskyldan þakkar auðsýnda samúð og hlýhug.
Rafn Líndal Björnsson Sigurdís Reynisdóttir
Björn Líndal Rafnsson
Fannar Steinn Líndal Rafnsson
Harpa Dögg Líndal Rafnsdóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SVANHVÍT ÁSMUNDSDÓTTIR,
Þangbakka 8, Reykjavík,
lést laugardaginn 10. júlí á krabbameins-
deild Landspítalans við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 26. júlí
klukkan 15.
Ingibergur G. Þorvaldsson Guðbjörg Guðmundsdóttir
Ásmundur Þorvaldsson
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum samúð og vinsemd við andlát
og útför
ÖNNU MAGNEU JÓNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Brákarhlíðar
fyrir góða umönnun og hlýju.
Gunnar Örn Hauksson
Haukur Ársæll Birgitta Ýr
Jóhann Örn
Kristbjörn
Sigrún Jóna