Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Margrét Þóra Þórsdóttir
Akureyri
Langvarandi þurrkar að undan-
förnu hafa sett sitt strik í reikn-
inginn og dregið mjög úr sprettu.
Þurrkakaflinn er orðinn verulega
langur, nánast engin úrkoma í
margar vikur. Á þetta einkum við
um Norðurland og Austurland.
Bændur í Eyjafirði hafa flestir
lokið fyrri slætti og gekk almennt
þokkalega en óvíst er hvenær
hægt verður að hefja þann seinni
eða hvað næst af heyi úr honum,
því háin fer seint af stað í þessum
mikla þurrki.
Bagalegt ástand
Sigurgeir Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, segir að þetta sé
bagalegt ástand því nú sé mikil-
vægara en oft áður að bændur nái
góðum heyfeng.
Kal, sem var nokkuð útbreitt í
fyrravor, hafði í för með sér að
uppskera var minni en áður og við
bættist að nú á liðnu vori var áber-
andi kalt og gekk því óvenjumikið
á birgðir. Sigurgeir segir að marg-
ir bændur hefðu verið tæpir.
„Þessi þurrkakafli er óvenju-
langur, en samt ekki algjört eins-
dæmi, við höfum upplifað svipað
ástand áður. Þetta er samt orðið
gott, en veðurspá gerir ekki ráð
fyrir miklum rigningum á næst-
unni,“ segir Sigurgeir ennfremur.
Ágúst verði vonandi blautari
Hann telur útlitið því tvísýnt, en
ekki öll von úti enn þó hægt
spretti.
„Nú gæla bændur við að ágúst
verði blautari, sprettutími stendur
yfirleitt út ágúst og jafnvel fram í
september, svo við vonum að það
fari ekki allt á versta veg þótt fátt
bendi til þess núna að veruleg um-
skipti verði,“ segir Sigurgeir og
bætir við:
„Það er hætt við að heyfengur
verði, þegar upp er staðið, rýrari
en oft áður, en við sjáum til hvað
gerist í næsta mánuði.“
Langvarandi þurrkar hægja á sprettu
- Fyrri slætti í Eyjafirði lokið og gekk almennt ágætlega - Þurrkakaflinn orðinn langur - Talið mik-
ilvægt að bændur nái inn góðum heyfeng því margir eru tæpir með birgðir - Ágúst vonandi blautur
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Heyskapur Langvarandi þurrkar gera að verkum að háin sprettur hægt norðan heiða og víða eru tún brunnin.
Norðlendingar hafa verið duglegir
að mæta í bólusetningu vegna kór-
ónuveirufaraldurs, en samkvæmt
nýjustu tölum eru tæplega 27 þús-
und í fjórðungnum fullbólusettir eða
um 76%.
Inga Lára Símonardóttir, hjúkr-
unarfræðingur hjá Heilbrigðis-
stofnun Norðurlands, var á vaktinni
á Slökkvistöðinni á Akureyri á
þriðjudag, en þá var allra síðasti
bólusetningardagur í bili. Hún segir
að opið hafi verið skamma stund, í
um það bil klukkustund og þeir boð-
aðir sem fengu efnið 30. júní eða fyrr
og áttu eftir að fá síðari Pfizer-
sprautuna. Nú segir hún að við taki
sumarleyfi og aftur verði byrjað að
bólusetja eftir miðjan ágúst.
Vel hefur gengið að bólusetja á
Akureyri, bæjarbúar verið duglegir
að mæta þegar þeir eru boðaðir í
sprautu, en að sögn Ingu Láru eru
16.300 manns fullbólusettir á Akur-
eyri.
„Þetta verkefni hefur gengið ótrú-
lega vel, við höfum átt mjög góða
samvinnu með starfsmönnum
slökkvistöðvarinnar þar sem bólu-
setning fer fram og eins lögreglu, og
félagar úr björgunarsveitinni Súlum
hafa einnig tekið þátt í þessu. Þeirra
þátttaka í verkefninu er ómetanleg,“
segir Inga Lára.
Bólusetningar hefjast að sögn
Ingu Láru aftur um miðjan ágúst en
þá með breyttu sniði sem auglýst
verður þegar þar að kemur.
Morgunblaðið/Margrét Þóra
Akureyri Boðið var upp á bólusetningu í slökkvistöðinni á Akureyri í fyrra-
dag. Hlé hefur nú verið gert fram í miðjan ágúst vegna sumarleyfa.
Um 76% Norðlend-
inga fullbólusett
- Síðasta bólusetning fyrir sumarfrí
hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Þóra Birna Ingvarsdóttir
thorab@mbl.is
Íbúar í grennd við starfsstöðvar
fyrirtækisins Vöku við Héðinsgötu 2
kærðu nýverið ákvörðun heilbrigð-
iseftirlits Reykjavíkur um að veita
Vöku tímabundið starfsleyfi. Málið
fór fyrir úrskurðarnefnd umhverfis-
og auðlindamála sem féllst á með
íbúunum að starfsemin samræmdist
ekki aðalskipulagi borgarinnar.
Samkvæmt því er aðeins gert ráð
fyrir léttum iðnaði en það hugtak er
hvergi skilgreint með fullnægjandi
hætti.
Starfsemi Vöku er af fernum
toga. Á Héðinsvegi hefur því farið
fram bílapartasala, bifreiða- og véla-
verkstæði, hjólbarðaverkstæði og
úrvinnsla vegna endurvinnslu bíla,
bílapressun. Áður var öll starfsemin
háð einu starfsleyfi en nú hefur
Vaka ákveðið að sækja um fjögur ný
starfsleyfi, eitt fyrir hvern þátt
starfseminnar.
Samið við aðra aðila
Fram að því að tekin verður al-
mennilega afstaða til umsóknanna
sækist Vaka eftir undanþágu frá
ráðherra til að halda starfsemi sinni
áfram án starfsleyfis. Heilbrigðis-
eftirlitið þarf að skila inn umsögn til
ráðherra fyrir vikulok og hefur
einnig verið óskað eftir afstöðu
skipulagsfulltrúa og byggingarfull-
trúa í málinu.
Fjórtán manns misstu vinnuna
hjá Vöku eftir uppkvaðningu úr-
skurðarins og Reynir Þór Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Vöku, segist búinn að semja við aðra
aðila að taka á móti bílum meðan
Vaka hefur ekki starfsleyfi til þess.
Íbúum brá í brún fyrr í vikunni
þegar þeir tóku eftir því að vinnu-
vélar fyrirtækisins voru í gangi,
þrátt fyrir að nýbúið væri að fella úr
gildi veitingu starfsleyfis þess. Þeir
sendu inn kvörtun til heilbrigðiseft-
irlitsins sem mætti í úttekt í gær.
Guðjón Ingi Eggertsston heilbrigð-
isfulltrúi er ekki tilbúinn að tjá sig
um niðurstöðu úttektarinnar að svo
stöddu.
Reynir bendir á að pressun járns
sé ekki starfsleyfisskyld heldur að-
eins pressun bíla. Í Vöku fari fram
endurvinnsla og járn sé flutt úr
landi. „Við getum ekki bara slökkt á
þessu,“ segir hann. Guðjón tekur
undir að pressun járns sé ekki
starfsleyfisskyld ein og sér en það
sé þó ekki útilokað í stærra sam-
hengi.
Íbúar ósáttir
Íbúar vilja starfsemina burt og
hafa áhyggjur af heilsufarslegum
afleiðingum þess að hafa þarna
spilliefni og mengun frá bílapress-
unni. Reynir segir að mengunin
stafi ekki síður frá umferðinni á Sæ-
brautinni og að vélin sem knýr
áfram pressuna sé af sama meiði og
vél í vörubíl.
Vaka á lóð í Hafnarfirði og að
sögn Reynis er unnið að því að færa
starfsemina þangað. Hann segist
ekki hafa áhuga á deilum við ná-
granna en sér ekki fram á að það
verði hægt fyrr en á næsta ári og
því hefur Vaka sótt um leyfi út árið
2022.
Íbúarnir hafa áhyggjur af því að
fyrirtækið ætli sér að brúa bilið með
þessum starfsleyfum og svo sitja
sem fastast með undanþágum og
frestum, þrátt fyrir yfirlýsingar um
flutninga. Guðjón segist skilja þessa
hræðslu fólksins en ekki geta tekið
undir að sú leið sem vísað er til sé
greiðfærari en aðrar til að viðhalda
starfsemi á svæðinu. Hann bendir á
að í hvert skipti sem óskað er eftir
framlengingu á leyfinu sé sú ósk
tekin til sérstakrar skoðunar.
Þegar Vaka hóf starfsemi sína á
svæðinu hafði ekki verið fengið
starfsleyfi og að sögn íbúa hlaust af
starfseminni hljóðmengun, sjón-
mengun og loftmengun. Eftir að
fyrirtækið fékk svo starfsleyfi fór
heilbrigðiseftirlitið í fjölmargar út-
tektir og gerði ítrekað athugasemd-
ir. Eftir að Reynir tók við sem fram-
kvæmdastjóri hefur ýmislegt verið
bætt. Pressan var færð inn í húsið,
gámar voru fjarlægðir af svæðinu
og girðingu komið upp, að ósk eft-
irlitsins. Það eimir þó enn eftir af
vantrausti íbúa í garð Vöku.
Vaka sækir um fjögur
starfsleyfi í stað eins
- Áform um að færa starfsemina - Vantraust íbúa
Morgunblaðið/Eggert
Vaka Íbúar óttast að Vaka nýti fresti og undanþágur til að færa sig ekki.