Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
Allt til
kerrusmíða
2012
2020
Afurðaverð á markaði
20. júlí 2021, meðalverð, kr./kg
Þorskur, óslægður 388,23
Þorskur, slægður 439,66
Ýsa, óslægð 470,36
Ýsa, slægð 297,81
Ufsi, óslægður 105,98
Ufsi, slægður 149,50
Gullkarfi 276,82
Blálanga, slægð 329,00
Langa, óslægð 163,33
Langa, slægð 195,89
Keila, óslægð 30,14
Keila, slægð 96,43
Steinbítur, óslægður 165,41
Steinbítur, slægður 235,01
Skötuselur, slægður 727,10
Grálúða, slægð 397,22
Skarkoli, slægður 449,59
Þykkvalúra, slægð 361,82
Sandkoli, óslægður 23,87
Sandkoli, slægður 98,00
Blágóma, slægð 11,00
Bleikja, flök 1.596,50
Regnbogasilungur, flök 3.176,00
Grásleppa, óslægð 17,43
Hlýri, óslægður 187,72
Hlýri, slægður 171,67
Lúða, slægð 512,15
Lýsa, óslægð 14,78
Makríll 200,00
Skata, slægð 10,00
Undirmálsýsa, óslægð 127,93
Undirmálsýsa, slægð 163,00
Undirmálsþorskur, óslægður 172,06
Undirmálsþorskur, slægður 194,76
Færeysk og norsk stjórnvöld hafa
gert með sér samninga um makríl-
veiðar í fiskveiðilögsögu hvors
lands. Mega flotar beggja landa
veiða allt að 83.524 tonn af makríl,
sem samsvarar um helmingi af
heildarmakrílkvóta Færeyinga,
það sem eftir lifir makrílvertíðar
ársins 2021 innan landhelgi hvort
annars.
Þetta kemur fram í færeyskum
miðlum.
Sömuleiðis var samið um að fær-
eysk skip sem veiða í norskri fisk-
veiðilögsögu landi í Færeyjum eða í
Noregi og gildir það sama um
norsk skip sem veiða í færeyskri
fiskveiðilögsögu.
Þá kemur fram í færeyskum
miðlum að samningurinn á milli
Færeyja og Noregs sé sögulegur að
því leyti að aldrei áður hefur verið
samið um viðlíka aðgang Færey-
inga að makrílveiðum í norskum
sjó. Engir heildstæðir samningar
gilda um veiðar á deilistofninum
makríl og semur því hvert land fyr-
ir sig um veiðar á hverju svæði fyr-
ir sig. karitas@mbl.is
„Söguleg-
ir“ samn-
ingar í höfn
- Norðmenn og
Færeyingar semja
Karítas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
„Það sem við erum að fara fram á er
að fá algjöra fríverslun fyrir fisk inn á
EES-svæðið. Það sem ég hef lagt
áherslu á er að við fáum ekki lakari
markaðsaðgang fyrir fisk og sjávar-
afurðir en önnur samstarfsríki sem
Evrópusambandið á ekki í næstum
eins nánu samstarfi við,“ segir Guð-
lagur Þór Þórðarson utanríkis- og
þróunarsamvinnuráðherra í samtali
við 200 mílur um ferð sína til Brussel í
vikunni þar sem fundað var með
æðstu stjórnendum.
Fundað í Brussel
Greint var frá því á 200 mílum á
mbl.is í vikunni að Guðlaugur Þór
hefði fundað með framkvæmdastjór-
um Evrópusambandsins um aukin
tollfrjáls viðskipti þar sem verslun
með sjávarafurðir var í brennidepli.
Fundaði Guðlaugur Þór með Josep
Borrell, utanríkismálastjóra ESB,
Valdis Dombrovskis, viðskipta-
málastjóra ESB, Virginijus Sinke-
vièius, framkvæmdastjóra sjávar-
útvegsmála ESB, og Janusz
Wojciechowski, framkvæmdastjóra
landbúnaðarmála ESB.
Tilbúnir í viðræður
Guðlaugur Þór segir fulltrúa Evr-
ópusambandsins tilbúna í viðræður.
„Það sem kom fram á fundinum er
að Evrópusambandið er reiðubúið að
hefja samræður við okkur um frí-
verslun með fisk og aðrar sjávar-
afurðir. Sömuleiðis er skýrt af okkar
hálfu að jafnvægi þarf að nást í versl-
un með landbúnaðarafurðir,“ segir
Guðlaugur Þór og útskýrir að bæði
þrufi að líta til þess að helsta útflutn-
ingsland íslensks lambakjöts sé Bret-
land sem ekki er lengur í Evrópusam-
bandinu sem og að samingar um
útflutning á skyri hafi ekki gengið
eftir.
„Ísland vinnur náið með ESB og
aðildarríkjum þess á grundvelli EES-
samningsins og okkar sameiginlegu
gilda og það hlýtur að vera okkur öll-
um í hag að sanngirni ríki í við-
skiptum okkar í milli,“ er haft eftir
ráðherranum á vef Stjórnarráðsins.
75-80% tollfrelsi
Aðspurður hversu mikla breytingu
frá núverandi markaðsaðgangi frí-
verslun myndi hafa í för með sér seg-
ir Guðlaugur Þór að um sjötíu og
fimm eða áttatíu prósent af útfluttum
sjávarafurðum á Evrópumarkað séu
nú þegar tollfrjáls, sem sé góður að-
gangur. Fríverslun myndi færa okk-
ur algjörlega tollfrjálsa verslun.
Í skrifum sínum á samfélagsmiðla
um fundina segir Guðlaugur Þór:
„Það er mikilvægt að fylgja vel eft-
ir og gæta stöðugt hagsmuna okkar í
EES-samstarfinu. Það gerir það
enda enginn fyrir okkur!“
Fer fram á algjöra
fríverslun við ESB
ESB Ráðherra og Virginijus Sinkevièius, frkv.stj. sjávarútvegsmála ESB.
- Guðlaugur Þór fundaði með framkvæmdastjórum ESB
Ljósmyndir/Stjórnarráðið
Brussel Guðlaugur Þór og Valdis Dombrovskis, viðskiptamálastjóri ESB.
Hampiðjan á Íslandi og VOOT hafa
nú í fyrsta sinn opnað verslun með
útgerðarvörur, sjóvinnuföt og lyfti-
búnað í húsnæði sínu í Skarfagörð-
um 4 við Sundahöfn í Reykjavík.
Verslunarrýmið er um 100 fer-
metrar og býður Hamiðjan upp á
eigin framleiðsluvöru á köðlum og
garni, sjóklæðnað frá Mar Wear,
rekstrar- og útgerðarvörur frá VO-
OT ásamt lyftibúnaði.
Jón Oddur Davíðsson, fram-
kvæmdastjóri Hampiðjunnar á Ís-
landi, segir í samtali við 200 mílur að
verslunin hafi verið opnuð í fram-
haldi af kaupum Hampiðjunnar í
VOOT sem er smásöluaðili.
„Við höfum lengi verið að þjón-
usta verktaka og stórútgerðina, en
með tilkomu VOOT, dótturfélags
okkar, varð til grundvöllur fyrir
verslun með góðu úrvali,“ segir Jón
Oddur.
Hamiðjan keypti í VOOT árið
2019.
Vildu skapa stemningu
Hann segir að ákveðið hafi verið
að opna verslunina til að geta þjón-
ustað fjölbreyttari hóp útgerða og
verktaka og til að skapa betri um-
gjörð og aðgengi að verslun með
vörur Hampiðjunnar.
„Þá fannst mönnum vanta búð
með svipaðri stemningu og var í Ell-
ingsen-búðinni í gamla daga,“ segir
Jón Oddur.
Spurður hvort verslunin sé frá-
brugðin þeim sem þegar eru reknar
til að mynda af Ísfelli segir Jón Odd-
ur vörurnar að einhverju leyti skar-
ast. Hann segir verslunina þó ekki
setta á laggirnar í beinni samkeppni
við Ísfell heldur sé hugmyndin að
taka betur á móti viðskiptavinum.
Hann segir að hingað til að hafi
verið tekið á móti viðskiptavinum
Hampiðjunnar á lager eða netaverk-
stæði á Skarfagörðum „þannig að
þetta er til þess gert að bæta það
andlit“.
Viðskiptavinum er enn frjálst að
skoða lager og verkstæði ef um slík
kaup er að ræða. „Við reynum að
taka á móti viðskiptavinum í búðinni
en hefðbundin lagerafgreiðsla helst
óbreytt áfram,“ segir Jón Oddur.
„Við erum með þessu hreinlega að
auka þjónustu okkar við þennan við-
skiptahóp sem eru smábátasjómenn
og verktakar,“ segir Jón Oddur.
karitas@mbl.is
Ljósmynd/Hampiðjan
Litríkt Hampiðjan hefur nú í fyrsta sinn opnað fyrir vörur sínar.
Hampiðjan opnar
100 m³ verslun
- Vilja bæta aðkomu og auka úrval