Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SCARLETT JOHANSSON FLORENCE PUGH DAVID HARBOUR O–T FAGBENLE RAY WITHWINSTONE RACHEL ANDWEISZ SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI H asarmyndin Púðurhrist- ingur básúnar ætlunar- verki sínu frá upphafs- nótunum. Tölvugerð neonskilti bjóða áhorfendur vel- komna í stemningu miðnæturbíós- ins þar sem ódýrt brask ræður lög- um og lofum og annarlegar hneigðir eru uppfylltar. Braskbíó sjöunda og áttunda áratugarins samanstóð af ólíkum tegundum kvikmyndagreina – ítölsku gulmyndirnar, asískar bar- dagamyndir, svartbraskið, hefndar- fantasían og svo mætti lengi telja. Allt eru þetta grunnstoðir í költ- myndafræðum, og brunnur sem vin- sælir kvikmyndahöfundar á borð við Quentin Tarantino, Edgar Wright, Nicolas Wending Refn og Roberto Rodriguez hafa sótt óspart í í verk- um sínum. Ofantaldir leikstjórar eru hluti af börnum myndbands- spólunnar – vegna tæknibylting- arinnar þurftu áhorfendur ekki lengur að takmarka glápið við úrval bíóhúsanna heldur voru furðulegir kimar og krókar kvikmyndasög- unnar aðgengilegir á næstu leigu. Útkoman varð kynslóð kvikmyndagerðarmanna (en frekju- svipur Tarantinos prýðir án efa veggspjald hennar) sem var ofurlæs á ógrynni „ómerkilegra“ kvikmynda og notaði þá vitneskju til að skapa póstmóderníska fagurfræði ívitn- unar og bjögunar. Að fylgja í fótspor vídeódrengj- anna getur reynst erfitt – aumar eftirmyndir eru fjölmargar. Í aukn- um mæli koma út kvikmyndir sem markvisst reyna að vera „költ“ með því að uppfylla ákveðna grunnþætti vinsælla költmynda, svo sem að troða inn í ræmurnar urmul tilvís- ana, í þeirri von að svala fýsnum ímyndaða költáhorfandans. Sjaldn- ast gengur þessi leikur upp – költ- myndir verða nefnilega ekki „költ“ út af ákveðinni formúlu heldur er samband áhorfandans og áhorf- endahópa við menningarafurðina grunnþátturinn. Því fellur „meðvit- aða“ költið gjarnan um sjálft sig í tilraun sinni til að geðjast nördum veraldar. Púðurhristingur þjáist án efa af slíku heilkenni en ísrealski kvikmyndagerðarmaðurinn Navot Papushado og samstarfsfólk mála Tarantino-trylli á strigann eftir fyrirframgefnum númerum. Vand- inn er að vídeónördakynslóðin greip niður í djúpar hirslur költtextasafna og blandaði úr ferskan hristing en Púðurhristingur og viðlíka verk apa eftir póst-módernískum upp- færslum án þess að þekkja frum- textana í sama mæli. Neonskiltunum fylgja kunnulegir tónar. Strengir og hljóðgervlar líkj- ast kvikmyndatónlist Ennios Mor- ricones og proggsveitarinnar Goblin í kvikmyndum Darios Argentos til þess að skapa almennan anda költs- ins. Tónlist Haims Franks Ilmans er gegnumgangandi og nokkuð belginsleg – og er (mis)notuð til að binda saman þræði á ódýran máta – og ein augljósasta birtingarmynd þess hvernig reynt er að skapa költ- áru án innistæðu. Einnig er notuð dægurtónlist til að ýta undir hug- hrif – kvikmyndahöfundurinn sem plötusnúður a la Tarantino og margir fleiri. Fyrsta tilvikið er frek- ar flott en undursamleg ró vinsæl- asta lags Karenar Dalton „Some- thing On Your Mind“ skapar andstöðu við hægmyndarhasar á veitingahúsi. Önnur lög – t.a.m. með hljómsveitinni Stereolab og vinn- ingslag Lúxemborgar frá 1965, „Poupée de cire, poupée de son“ með goðsögninni France Gall, undirstrika grun um að tónlistarval sé í augljósari kanti. Það kristallast með hvimleiðri ábreiðu á Dylan- laginu „It‘s All Over Now, Baby Blue“ í öðrum hægmyndarhasar – var ekki búið að gera þetta í Vakt- mönnum (Zack Snyder, 2009)? Bíósnúðalistin er snúin þar sem ein- faldlega er búið að nota svo margt og erfitt er að vera frumlegur, jafn- vel Tarantino hefur fatast flugið í „nálardroppum“ í seinni tíð. Þó ber að geta að Edgar Wright tókst snilldarlega upp í Smábarn við stýrið (2017) – „Brighton Rock“- runan er epísk. Eftir að neonljósin fölna tekur við hröð og stílfærð klipping. Sögu- mannsrödd aðalpersónunnar greinir frá og fagurfræðin mátar sig aug- ljóslega við harðsoðna slagara Tar- antinos og Rodriguez, Bana-Baldur (2003) og Syndabælið (2005). Frá- sagan er þó ekki notuð aftur og hefði betur verið sleppt. Söguhetj- urnar, leigumorðingjamæðgurnar Sam og Scarlet, halda til á erkitýp- íska ameríska „dænernum“ með mjólkurhristing milli sín – allt er baðað í bleikum og túrkísbláum lit – táknmynd Ameríku og afþreyingar- menningarinnar í sinni ýktustu mynd. Söguhugmynd (og inntak söluherferðar) myndarinnar er eins konar feminískur snúningur á John Wick-myndunum, þar sem laun- skytta á við ofurefli að etja, en stendur uppi sem sigurvegari að lokum. Líkt og móðir hennar sem hvarf sporlaust fimmtán árum áður er Sam í þjónustu við „Fyrirtækið“, samsteypu blóðþyrstra jakkalakka. Á „Bókasafninu“ heldur til hópur samheldinna drápskvenna. Af prinsippástæðum verður hetjunum uppsigað við fyrirtækið og við tekur blóðbað. Feminískt þema er á yfirborðinu og ræða persónurnar hugmynda- stefnuna í samtölum. Þegar Sam sækir sér byssur á bókasafnið bjóða kynsysturnar henni skotvopn innan í bókarkápum meistaraverka ensku- mælandi kvenna: Emily Brontë, Jane Austen og Virginiu Woolf. Í söguheiminum eru konur algjörir töffarar og karlarnir óttaleg flón, sem er skemmtilegt í sjálfu sér. Feminísk slagsíðan, þrátt fyrir fjör- uga spretti og brandara, er þó innantóm og sekkur í feni popp- kúltursvísanna. Persónusköpun og frásögn er ábótavant – og írónísk fjarlægð á efnið gerir frásögninni óleik þar sem hún er heldur ekki nógu sniðug í ívitnunum sínum. Lík- lega hefði verið sterkur leikur að fá að minnsta kosti eina konu bak við myndavélina – til að dýpka kvenna- söguvinkilinn. Þó eru ljósir punktar. Skemmti- legasti hasarinn á sér stað þegar hendur hetjunnar hafa verið deyfð- ar en hún tekur á það ráð að líma skurðhníf og skammbyssu í greipar sér til að hafa ofan af fyrir skó- sveinum fyrirtækisins. Gaman er að sjá Paul Giamatti aftur á tjaldinu og aðalleikkonan Karen Gillan er fínt efni í hasarhetju. Neonskilti í drullupolli Sterk „Líklega hefði verið sterkur leikur að fá að minnsta kosti eina konu bak við myndavélina – til að dýpka kvennasöguvinkilinn,“ segir í dómi um hasarmyndina Púðurhristing þar sem Karen Gillan er í aðalhlutverki. Háskólabíó, Laugarásbíó og Smárabíó Púðurhristingur/Gunpowder Milkshake bbnnn Leikstjórn: Navot Papushado. Handrit: Navot Papushado og Edud Lavski. Kvik- myndataka: Mchael Seresin. Klipping: Nicolas De Toth. Aðalleikarar: Karen Gillan, Lena Headey, Carla Gugino, Michelle Yeoh, Angela Bassett og Paul Giamatti. Frakkland/Þýskaland/ Bandaríkin. 114 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.