Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SCARLETT
JOHANSSON
FLORENCE
PUGH
DAVID
HARBOUR
O–T
FAGBENLE
RAY
WITHWINSTONE
RACHEL
ANDWEISZ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
H
asarmyndin Púðurhrist-
ingur básúnar ætlunar-
verki sínu frá upphafs-
nótunum. Tölvugerð
neonskilti bjóða áhorfendur vel-
komna í stemningu miðnæturbíós-
ins þar sem ódýrt brask ræður lög-
um og lofum og annarlegar hneigðir
eru uppfylltar. Braskbíó sjöunda og
áttunda áratugarins samanstóð af
ólíkum tegundum kvikmyndagreina
– ítölsku gulmyndirnar, asískar bar-
dagamyndir, svartbraskið, hefndar-
fantasían og svo mætti lengi telja.
Allt eru þetta grunnstoðir í költ-
myndafræðum, og brunnur sem vin-
sælir kvikmyndahöfundar á borð við
Quentin Tarantino, Edgar Wright,
Nicolas Wending Refn og Roberto
Rodriguez hafa sótt óspart í í verk-
um sínum. Ofantaldir leikstjórar
eru hluti af börnum myndbands-
spólunnar – vegna tæknibylting-
arinnar þurftu áhorfendur ekki
lengur að takmarka glápið við úrval
bíóhúsanna heldur voru furðulegir
kimar og krókar kvikmyndasög-
unnar aðgengilegir á næstu leigu.
Útkoman varð kynslóð
kvikmyndagerðarmanna (en frekju-
svipur Tarantinos prýðir án efa
veggspjald hennar) sem var ofurlæs
á ógrynni „ómerkilegra“ kvikmynda
og notaði þá vitneskju til að skapa
póstmóderníska fagurfræði ívitn-
unar og bjögunar.
Að fylgja í fótspor vídeódrengj-
anna getur reynst erfitt – aumar
eftirmyndir eru fjölmargar. Í aukn-
um mæli koma út kvikmyndir sem
markvisst reyna að vera „költ“ með
því að uppfylla ákveðna grunnþætti
vinsælla költmynda, svo sem að
troða inn í ræmurnar urmul tilvís-
ana, í þeirri von að svala fýsnum
ímyndaða költáhorfandans. Sjaldn-
ast gengur þessi leikur upp – költ-
myndir verða nefnilega ekki „költ“
út af ákveðinni formúlu heldur er
samband áhorfandans og áhorf-
endahópa við menningarafurðina
grunnþátturinn. Því fellur „meðvit-
aða“ költið gjarnan um sjálft sig í
tilraun sinni til að geðjast nördum
veraldar. Púðurhristingur þjáist án
efa af slíku heilkenni en ísrealski
kvikmyndagerðarmaðurinn Navot
Papushado og samstarfsfólk mála
Tarantino-trylli á strigann eftir
fyrirframgefnum númerum. Vand-
inn er að vídeónördakynslóðin greip
niður í djúpar hirslur költtextasafna
og blandaði úr ferskan hristing en
Púðurhristingur og viðlíka verk apa
eftir póst-módernískum upp-
færslum án þess að þekkja frum-
textana í sama mæli.
Neonskiltunum fylgja kunnulegir
tónar. Strengir og hljóðgervlar líkj-
ast kvikmyndatónlist Ennios Mor-
ricones og proggsveitarinnar Goblin
í kvikmyndum Darios Argentos til
þess að skapa almennan anda költs-
ins. Tónlist Haims Franks Ilmans
er gegnumgangandi og nokkuð
belginsleg – og er (mis)notuð til að
binda saman þræði á ódýran máta –
og ein augljósasta birtingarmynd
þess hvernig reynt er að skapa költ-
áru án innistæðu. Einnig er notuð
dægurtónlist til að ýta undir hug-
hrif – kvikmyndahöfundurinn sem
plötusnúður a la Tarantino og
margir fleiri. Fyrsta tilvikið er frek-
ar flott en undursamleg ró vinsæl-
asta lags Karenar Dalton „Some-
thing On Your Mind“ skapar
andstöðu við hægmyndarhasar á
veitingahúsi. Önnur lög – t.a.m. með
hljómsveitinni Stereolab og vinn-
ingslag Lúxemborgar frá 1965,
„Poupée de cire, poupée de son“
með goðsögninni France Gall,
undirstrika grun um að tónlistarval
sé í augljósari kanti. Það kristallast
með hvimleiðri ábreiðu á Dylan-
laginu „It‘s All Over Now, Baby
Blue“ í öðrum hægmyndarhasar –
var ekki búið að gera þetta í Vakt-
mönnum (Zack Snyder, 2009)?
Bíósnúðalistin er snúin þar sem ein-
faldlega er búið að nota svo margt
og erfitt er að vera frumlegur, jafn-
vel Tarantino hefur fatast flugið í
„nálardroppum“ í seinni tíð. Þó ber
að geta að Edgar Wright tókst
snilldarlega upp í Smábarn við
stýrið (2017) – „Brighton Rock“-
runan er epísk.
Eftir að neonljósin fölna tekur við
hröð og stílfærð klipping. Sögu-
mannsrödd aðalpersónunnar greinir
frá og fagurfræðin mátar sig aug-
ljóslega við harðsoðna slagara Tar-
antinos og Rodriguez, Bana-Baldur
(2003) og Syndabælið (2005). Frá-
sagan er þó ekki notuð aftur og
hefði betur verið sleppt. Söguhetj-
urnar, leigumorðingjamæðgurnar
Sam og Scarlet, halda til á erkitýp-
íska ameríska „dænernum“ með
mjólkurhristing milli sín – allt er
baðað í bleikum og túrkísbláum lit –
táknmynd Ameríku og afþreyingar-
menningarinnar í sinni ýktustu
mynd. Söguhugmynd (og inntak
söluherferðar) myndarinnar er eins
konar feminískur snúningur á John
Wick-myndunum, þar sem laun-
skytta á við ofurefli að etja, en
stendur uppi sem sigurvegari að
lokum. Líkt og móðir hennar sem
hvarf sporlaust fimmtán árum áður
er Sam í þjónustu við „Fyrirtækið“,
samsteypu blóðþyrstra jakkalakka.
Á „Bókasafninu“ heldur til hópur
samheldinna drápskvenna. Af
prinsippástæðum verður hetjunum
uppsigað við fyrirtækið og við tekur
blóðbað.
Feminískt þema er á yfirborðinu
og ræða persónurnar hugmynda-
stefnuna í samtölum. Þegar Sam
sækir sér byssur á bókasafnið bjóða
kynsysturnar henni skotvopn innan
í bókarkápum meistaraverka ensku-
mælandi kvenna: Emily Brontë,
Jane Austen og Virginiu Woolf. Í
söguheiminum eru konur algjörir
töffarar og karlarnir óttaleg flón,
sem er skemmtilegt í sjálfu sér.
Feminísk slagsíðan, þrátt fyrir fjör-
uga spretti og brandara, er þó
innantóm og sekkur í feni popp-
kúltursvísanna. Persónusköpun og
frásögn er ábótavant – og írónísk
fjarlægð á efnið gerir frásögninni
óleik þar sem hún er heldur ekki
nógu sniðug í ívitnunum sínum. Lík-
lega hefði verið sterkur leikur að fá
að minnsta kosti eina konu bak við
myndavélina – til að dýpka kvenna-
söguvinkilinn.
Þó eru ljósir punktar. Skemmti-
legasti hasarinn á sér stað þegar
hendur hetjunnar hafa verið deyfð-
ar en hún tekur á það ráð að líma
skurðhníf og skammbyssu í greipar
sér til að hafa ofan af fyrir skó-
sveinum fyrirtækisins. Gaman er að
sjá Paul Giamatti aftur á tjaldinu og
aðalleikkonan Karen Gillan er fínt
efni í hasarhetju.
Neonskilti í drullupolli
Sterk „Líklega hefði verið sterkur leikur að fá að minnsta kosti eina konu bak við myndavélina – til að dýpka
kvennasöguvinkilinn,“ segir í dómi um hasarmyndina Púðurhristing þar sem Karen Gillan er í aðalhlutverki.
Háskólabíó, Laugarásbíó og
Smárabíó
Púðurhristingur/Gunpowder
Milkshake bbnnn
Leikstjórn: Navot Papushado. Handrit:
Navot Papushado og Edud Lavski. Kvik-
myndataka: Mchael Seresin. Klipping:
Nicolas De Toth. Aðalleikarar: Karen
Gillan, Lena Headey, Carla Gugino,
Michelle Yeoh, Angela Bassett og Paul
Giamatti. Frakkland/Þýskaland/
Bandaríkin. 114 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR