Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 36
Heppin Ellen Magnúsdóttir var vinn- ingshafi í K100-leik og vann glænýtt svefnherbergi en hún sagði vinning- inn hafa komið á hárréttum tíma. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Ellen Magnúsdóttir, líffræðikennari í MR, segist njóta þess að sofa í glæ- nýju svefnherbergi sem hún vann í leik á K100 á dögunum. Í umsókn sinni í leiknum sagði hún að tími væri kominn á að taka herbergið í gegn en hún kveðst ekki hafa haft tíma til að gera herbergið upp síðan hún flutti inn fyrir rúmum tveimur árum. Er breytingin á herberginu gríðarleg og augljóst hvað það gerir oft mikið að breyta til og þora að prófa nýja lita- pallettu. 800 þúsund krónur Virði vinningsins var um 800 þús- und krónur og inni í því var nýtt heilsurúm, rúmgafl, náttborð og gluggatjöld frá Vogue auk þess sem málari frá Flügger mætti í heimsókn og málaði herbergið í lit að vali vinn- ingshafa. „Þetta gekk rosalega vel. Ótrúlega góð þjónusta. Þeir hjá Vogue komu með dótið og settu upp allt sem þurfti að gera. Þannig að ég þurfti ekki að lyfta fingri,“ segir Ellen í samtali við K100.is og Morgunblaðið. Segist hún einnig hafa fengið frá- bæra þjónustu í Flügger þar sem hún fékk að velja nokkrar prufur af litum. „Svo valdi ég lit sem var ekki alveg það sem ég hafði áður í huga, en ég er svo rosalega ánægð með hann,“ segir Ellen sem valdi fallegan stein- grábláan lit fyrir herbergið. „Hann passar mjög vel við rúmið sem er kóngablátt og rúmgaflinn við alveg smellpassar,“ segir hún en Ell- en valdi sér einnig litinn á rúmgafl- inn sjálf. Blái liturinn heillaði „Þessi blái litur greip mig eigin- lega bara strax,“ segir Ellen sem segist sofa afar vel í nýja heilsurúm- inu. „Maður er eiginlega orðinn of góðu vanur þegar maður ferðast og þarf að sofa í rúmi á einhverjum hostelum eða hótelum,“ segir Ellen kímin en rúmið sem hún vann í leiknum er úr nýju heilsurúmalínunni DÍS sem er íslensk framleiðsla. Segist hún enn nánast ekki trúa því að hún hafi unnið í leiknum. „En þetta kom akkúrat á réttum tíma. Ég ætlaði að fara að mála í sumar en ég hugsaði bara: Æ, ég nenni því ekki. Það borgaði sig svo bara fyrir mig þegar ég flutti inn að bíða aðeins með þetta,“ segir Ellen. Sefur vel eftir að hafa unnið vinninginn Ellen Magnúsdóttir, líffræðikennari í MR, hafði heppnina svo sannarlega með sér en hún vann glænýtt svefnherbergi í leik á K100. Herbergið er nú tilbúið og gjörbreytt en Ellen segist sofa afar vel í nýja herberginu. Morgunblaðið/Unnur Karen Fallegt Blái liturinn frá Flügger fer veggjunum í herberginu einstaklega vel en Ellen skreytti vegg- ina með fallegum og persónulegum skrautmunum. Eftir Hér má sjá herbergið eftir að það var allt tekið í gegn og innréttað. Fyrir Hér má sjá hvernig herbergið leit út áður en það var tekið í gegn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 DAÐI/DÖGG Regnjakkar kr. 11.990.- KRINGLAN · LAUGAVEGUR 91 · SMÁRALIND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.