Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
and i v e
35%
AFSLÁTTUR
35%
AFSLÁTTUR
100%
NÁTTÚRULEGAR
AFURÐIR
20%
FERSKT
KJÖT
Kauptúni 3, Garðabæ | www.fisko.is
Opið: Mán.-Fös. 10-19, Laug. 10-18, Sun. 12-18
..kíktu í heimsókn
DENTAL
CARE
SKIN
COMPLEX
STRENGTH
& VITALITY
Urður Egilsdóttir
urdur@mbl.is
Ríkisstjórn Angelu Merkel, kanslara
Þýskalands, samþykkti í gær að-
gerðapakka vegna enduruppbygg-
ingar í kjölfar mikilla flóða í landinu
undanfarna viku. Merkel segir millj-
arða evra þurfa í verkið. Aðgerða-
pakki stjórnarinnar hljóðar upp á 400
milljónir evra eða um 60 milljarða ís-
lenskra króna. Helmingur aðstoðar-
innar mun koma frá ríkinu en hinn
helmingurinn frá 16 sambandslönd-
um Þýskalands. Þá ætla Þjóðverjar
einnig að óska eftir fjárhagsaðstoð úr
sameiginlegum sjóðum Evrópu-
sambandsins til uppbyggingar á
flóðasvæðunum.
Hið minnsta 170 létust vegna flóð-
anna í Þýskalandi og 31 í Belgíu,
fjölda er enn saknað. Björgunaraðilar
segja ólíklegt að fleiri muni finnast á
lífi.
Fimm milljarðar í tryggingatjón
„Við munum sjá til þess að líf fólks
komist aftur í eðlilegt horf,“ sagði
Olaf Scholz, fjármálaráðherra Þýska-
lands, á blaðamannafundi og bætti við
að ráðist yrði í vinnu á sterkum upp-
byggingaráætlunum til þess að
hreinsa eyðilegginguna sem flóðin
skildu eftir sig. „Við munum endur-
byggja fyrirtæki, verksmiðjur og
húsnæði,“ sagði Scholz.
Fjölmörg íbúðarhús bárust með
flóðunum og enn fleiri hrundu. Þá
flæddi yfir götur og samgöngur lok-
uðust af. Vatnslagnir, rafmagns- og
símalínur eyðilögðust ásamt brúm og
járnbrautum. Áætlað er að tjón af
völdum flóðanna muni kosta trygg-
ingarfyrirtæki að minnsta kosti um
fimm milljarða evra eða um 740 millj-
arða íslenskra króna.
Ekki til orð yfir eyðilegginguna
Angela Merkel heimsótti svæðin
sem hafa orðið illa úti í flóðunum fyrr
í vikunni og sagðist vera skelfingu
lostin. Hún skoðaði ónýtar byggingar
og aðra innviði ásamt því að hlýða á
frásagnir björgunaraðila og íbúa sem
höfðu misst heimili sín. Merkel sagði
ástandið svo óhugnanlegt að þýska
tungumálið ætti ekki orð yfir eyði-
legginguna. Hún sagði hamfarirnar
þær verstu sem hefðu hent svæðið í
sjö hundruð ár og lofaði að þingið í
Berlín myndi bregðast bæði við lang-
tíma- og skammtímaáhrifum flóð-
anna. „Ég vona að þetta verði ein-
ungis spurning um nokkra daga til
þess að hjálpa þeim sem eiga ekkert
nema fötin sem þau ganga í,“ sagði
Merkel.
Veðuröfgar sem valdið hafa flóðun-
um hafa fært loftslagsáhrif ofar á
lista stjórnmálamanna fyrir komandi
kosningar í Þýskalandi. Frank Walt-
er Steinmeier, forseti landsins, sagði
að landið gæti „aðeins dregið úr öfga-
fullu veðri ef við tökum þátt af fullum
krafti í baráttunni gegn loftslags-
áhrifum“.
Þjóðarsorg í Belgíu
Ríkisstjórn Belgíu hefur einnig
heitið fjárhagsaðstoð upp á tvo millj-
arða evra eða um 295 milljarða ís-
lenskra króna. Þjóðarsorg var lýst
yfir í landinu í fyrradag. Sírenur
hljómuðu á slökkvistöðum um allt
land á hádegi eftir einnar mínútu
þögn. Þá komu konungshjónin Filipp-
us og Matthildur saman ásamt ráð-
herrum ríkisstjórnarinnar og emb-
ættismönnum á slökkvistöð í bænum
Verviers til þess að taka þátt í minn-
ingarstund. Bærinn fór afar illa út úr
hamförunum. Flóðin höfðu áhrif á
fleiri svæði í Vestur-Evrópu svo sem í
Hollandi og Lúxemborg.
Milljarðar í upp-
byggingu eftir flóðin
- Samþykktu aðgerðapakka upp á 400 milljónir evra
AFP
Fjárhagsaðstoð Angela Merkel kanslari hefur heitið 400 milljónum evra í
fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar til enduruppbyggingar.
Eyðilegging Fjölmörg íbúðarhús bárust með flóðunum og enn fleiri
hrundu. Þá flæddi yfir götur og samgöngur lokuðust af.
Gestir kvikmyndahúsa, safna og
íþróttaleikvanga í Frakklandi, sem
eru 18 ára og eldri, þurfa nú að sýna
fram á bólusetningarvottorð eða nei-
kvætt Covid-19-próf til þess að fá að-
gang. Svonefndur „heilsupassi“ er
nú skylda á alla viðburði og staði þar
sem fleiri en 50 eru samankomnir.
Samkomustaðir sem brjóta regl-
urnar gætu átt yfir höfði sér 1.500
evra sekt eða um 220 þúsund ís-
lenskra króna. Franska þingið mun
kjósa um hvort reglurnar eigi einnig
að gilda á veitingastöðum, kaffi-
húsum, verslunarmiðstöðvum, í lest-
um og flugvélum.
Stödd í fjórðu bylgjunni
Reglurnar voru settar í kjölfar
fjölgunar smita í Frakklandi vegna
Delta-afbrigðisins. Smitum hefur
fjölgað um 150% síðustu vikuna í
Frakklandi. Nýju reglurnar hafa þó
hlotið mikla gagnrýni. Jean Castex
forsætisráðherra hefur bent á að
96% af þeim 18 þúsund smitum sem
greinast nú daglega séu einstakl-
ingar sem hafa ekkert mótefni. „Við
erum stödd í fjórðu bylgju faraldurs-
ins,“ sagði Castex í viðtali og bætti
við að markmið heilsupassans væri
að koma í veg fyrir útgöngubann á
landsvísu en þau hafa nú þegar verið
þrjú.
Macron með einræðistilburði
Tugþúsundir efasemdamanna um
bólusetningar mótmæltu aðgerð-
unum og sökuðu Emmanuel Macron
forseta um einræðistilburði varðandi
bóluefni. Lögreglan hefur meðal
annars þurft að beita táragasi á mót-
mælendur. Þá hafa þingmenn í
stjórnmálaflokki Macrons einnig
gagnrýnt passann en þeir telja hann
vera ógn við borgaralegt frelsi.
Frá og með september verður
heilbrigðisstarfsmönnum í Frakk-
landi skylt að fara í bólusetningu en
margir þeirra hafa ekki þegið bólu-
setningu. Efasemdir um ágæti bólu-
setninga hafa verið hvað mestar í
Frakklandi af öllum Evrópuþjóðum
síðan faraldurinn blossaði upp. Í
skoðanakönnun sem gerð var í des-
ember í fyrra kom fram að 42%
Frakka höfðu hug á að láta bólusetja
sig. Það hlutfall var komið upp í 70%
nú í apríl. Um það bil 56% Frakka
hafa nú fengið að minnsta kosti einn
skammt af bóluefni og eru 46% full-
bólusett.
AFP
Mótmæli Tugþúsundir efasemdamanna um bólusetningar mótmæla að-
gerðunum og saka Macron um einræðistilburði varðandi bóluefni.
Skiptar skoðanir
á heilsupassa
- Fjórða bylgjan herjar á Frakkland