Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
✝
Guðrún Þór-
isdóttir fæddist
í Reykjavík 10. júlí
1959. Hún lést 13.
júlí 2021 á líknar-
deild LSP í Kópa-
vogi.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Her-
borg Kristjáns-
dóttir, f. 20.12.
1922, d. 19.9. 1989,
handavinnukennari
og kjólameistari frá Holti í
Þistilfirði, og Þórir Laxdal
Sigurðsson, f. 24.07. 1927, d.
18.9. 2003, námstjóri í mynd- og
handmennt og teiknikennari
frá Akureyri.
Guðrún var alltaf kölluð
Rúna og var hún næstyngst af
sex systkinum og hún var tví-
burasystir Sigurðar Kristjáns.
Systkini Rúnu eru: 1) Ágústa
Rósa Laxdal Þórisdóttir, f.
1947, maki Hjörvar Garðarsson,
2) Guðfinna Anna Hjálm-
arsdóttir, f. 1948, maki Grímur
Ingólfsson, 3) Ingiríður Þór-
isdóttir, f. 1952, maki Ingvar
Einarsson, 4) Þóra Björg Þóris-
dóttir, f. 1957, maki Ámundi
Sigurðsson, og 5) Sigurður
auglýsingastofuna Strik sem
síðar varð hluti af Sameinuðu
auglýsingastofunni. Rúna starf-
aði alla tíð sem grafískur hönn-
uður og var mjög farsæl í sínu
starfi. Hún starfaði bæði sjálf-
stætt og vann meðal annars fyr-
ir Heklu, Íslenska hollustu,
Hljómbæ og Fastus. Rúna starf-
aði síðast hjá fyrirtækinu Ísam.
Rúna var alla tíð mjög skap-
andi og listræn. Fyrir utan
námið fór hún á mörg list-
námskeið m.a. í málaralist og í
silfursmíði. Hún var líka mikill
náttúruunnandi og hafði sér-
staka unun af því að vera úti í
náttúrunni og ganga á fjöll og
var þá hundurinn hennar,
Buska, jafnan með í för.
Rúna hafði líka mikinn
áhuga á tónlist og var hún með-
limur í Léttsveit Reykjavíkur
síðastliðin ár.
Rúna bjó sér heimili með
sonum sínum í Miðhúsum 28 í
Reykjavík og bjó hún þar til
æviloka.
Fjölskylda Rúnu þakkar öll-
um þeim sem hjálpuðu henni
gegnum veikindi hennar, þá
sérstaklega Elísabetu Örnu
Helgadóttur sem bjargaði lífi
hennar 2013 og Jakobi Jó-
hannssyni sem gerði allt sem
mögulegt var til að lengja líf
hennar í lokabaráttunni.
Útför Rúnu fer fram í Ás-
kirkju í dag, 22. júlí 2021,
klukkan 13.
Kristján Þórisson,
f. 1959.
Synir Rúnu og
Jóns Ingvars Páls-
sonar eru:
1) Páll Guð-
finnur verkfræð-
ingur, f. 7.11. 1986.
Eiginkona hans er
Maren Suzanne
Temple, f. 25.4.
1989, og dóttir
þeirra er Rúna
Suzanne Pálsdóttir, f. 3.9. 2020.
Páll og fjölskylda eru búsett í
Seattle í Bandaríkjunum.
2) Jón Ingvar tannlæknir, f.
22.5. 1989. Jón er búsettur í
Reykjavík.
Rúna og Jón skildu árið
1997.
Rúna ólst upp í foreldra-
húsum á Vesturbrún 6 í Reykja-
vík. Hún gekk í Laugalækjar-
og Laugarnesskóla og í
Menntaskólann við Sund og út-
skrifaðist stúdent frá MS 1979.
Eftir stúdentspróf lá leiðin í
Myndlista- og handíðaskólann
þar sem hún útskrifaðist graf-
ískur hönnuður árið 1983.
Eftir útskrift stofnaði hún
ásamt skólabróður sínum
Elsku mamma okkar og besti
vinur.
Við trúum ekki enn að þú skulir
vera farin frá okkur. Þetta er
hræðilegur missir og orð fá ekki
lýst hversu sárt við söknum þín.
Þú varst allra besta mamma sem
hægt er að óska sér. Við höldum
enn í vonina um að vakna upp frá
þessari martröð. Þú varst svo lífs-
glöð, hlý og yndisleg kona. Við
eigum svo mikið af dýrmætum
minningum um allt sem við höfum
upplifað saman. Við munum hvað
þú söngst fallega fyrir okkur á
kvöldin þegar við vorum yngri.
Það var yndislegt að þú leyfðir
fleirum að njóta fallegu söngradd-
ar þinnar þegar þú gekkst til liðs
við Léttsveitina. Þú varst svo list-
ræn, vandvirk og með fallegan
smekk og hvattir okkur alltaf að
vera skapandi. Við fórum í svo
margar ógleymanlegar ferðir
saman. Staðirnir sem við heim-
sóttum með þér munu alltaf eiga
sérstakan stað í hjörtum okkar.
Eftir erfiðan skilnað þegar við
vorum ungir barðist þú fyrir því
að við hefðum allt sem við þurft-
um og að okkur liði öllum vel, sem
tókst heldur betur. Þú stóðst í
miklu mótlæti við að ala okkur
upp, sem einstæð móðir, en þú
gafst aldrei nokkurn tímann upp
og lagðir þig alltaf alla fram. Þú
studdir okkur í einu og öllu. Þú
varst alltaf svo stolt af okkar af-
rekum og við hefðum aldrei náð
okkar árangri án þín. Við þrjú höf-
um alltaf verið náin og staðið sam-
an.
Þú eignaðist vini hvert sem þú
fórst, enda alltaf jákvæð, hjarta-
hrein og góð kona. Þú varst fær,
virt og samviskusöm í þínu starfi
sem grafískur hönnuður. Þú elsk-
aðir náttúruna og varst alltaf öfl-
ug í fjallgöngum. Þú elskaðir að
sjá heiminn og njóta lífsins með
þínum nánustu. Þú elskaðir fjöl-
skyldu þína og þér þótti alltaf
vænt um rætur okkar í Holti.
Draumur þinn um að eignast
barnabarn rættist loksins í sept-
ember þegar Rúna litla fæddist og
það gerði þig svo hamingjusama.
Við vonum að hún verði sem líkust
ömmu sinni. Þér þótti svo vænt
um Busku litlu, og hún saknar þín
sárlega. Hún bíður stundum eftir
þér við hurðina. Hún saknar ef-
laust sérstaklega fjallgangnanna,
hundasýninganna, og að angra
þig á meðan þú reyndir að vinna.
Það var svo magnað að sjá að þú
hélst þínum góða húmor, kurteisi
og sterkum baráttuvilja fram í
lokin. Starfsfólk spítalans hafði
einstaklega gaman af því hversu
kurteis þú varst, jafnvel þegar þú
áttir erfitt með að tala.
Við urðum öll fyrir áfalli þegar
þú greindist fyrst með krabba-
mein árið 2013. Við vorum hrædd
en eins og alltaf barðist þú áfram
og að lokum sigraðir þú þennan
sjúkdóm. Eftir þann mikla sigur
datt okkur ekki í hug að þetta
myndi koma fyrir aftur, hvað þá
svona stuttu síðar. Mikið er
ósanngjarnt að þú þyrftir að þola
alvarleg veikindi tvisvar, svona
ung að árum. En í gegnum þessi
áföll hafðir þú gríðarlegan bar-
áttuvilja og gafst aldrei upp. Þú
kenndir okkur að meta hverja
stund saman, að hver einasti dag-
ur er dýrmætur. Tíminn þinn á
þessari jörðu var allt of stuttur, en
þú nýttir hann vel. Mikið erum við
þakklátir að hafa átt bestu
mömmu í heimi. Takk fyrir allan
tímann sem við áttum saman,
elsku mamma. Þú ert hetjan okk-
ar og við elskum þig út af lífinu.
Jón Ingvar Jónsson og
Páll Guðfinnur Jónsson.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Yndislega fallega systir mín, þú
varst svo geislandi, hjartahlý og
glaðlynd með einstaklega hlýja
nærveru sem heillaði alla þá sem
kynntust þér. Ég á svo erfitt með
að sætta mig við að þú sért farin
úr þessu jarðlífi og ég eigi ekki
eftir að njóta þinnar einstöku
nærveru.
Við vorum mjög samrýndar
systur og áttum svo ótal mörg
sameiginleg áhugamál. Við stofn-
uðum saman ZYZ design utan um
silfursmíðina okkar og skart-
gripagerð, héldum námskeið í silf-
ursmíði og tókum þátt í sýningum.
Við störfuðum saman á Gallerí
Korpúlfsstöðum ásamt öðrum
hæfileikaríkum listakonum, þetta
var skemmtilegur tími og það var
alltaf gaman hjá okkur kæra syst-
ir mín. Þér var svo margt til lista
lagt elsku Rúna mín, með svo ótal
marga hæfileika á svo mörgum
sviðum.
Mér er svo minnisstæð ferð
okkar til Barcelona þar sem við
þræddum listasöfn og gallerí, við
skoðuðum fallegu verkin hans
Gaudis, við vorum svo heillaðar af
öllum þessum listaverkum og
arkitektúr, sérstaklega kirkjunni
La Sagrada Familia. List, á öllum
sviðum, var okkar sameiginlega
áhugamál.
Yndislegu strákarnir þínir,
Nonni og Palli, önnuðust þig af
svo miklum kærleika. Það fór ekki
fram hjá neinum sem var í kring-
um ykkur hvað þeir elskuðu þig
mikið og þú þá. Við öll fjölskyldan
biðum eftir kraftaverki um að þú
myndir sigra þennan illvíga sjúk-
dóm sem þú tókst á við með miklu
æðruleysi.
Ég veit að þú fylgist vel með
strákunum þínum, Maren og
Rúnu, litlu fallegu ömmustelpunni
þinni sem þú hlakkaðir svo til að
njóta lífsins með. Ekki má gleyma
Busku þinni sem þér þótti svo
vænt um, hún á eftir að sakna þín
og gönguferðanna með þér á Úlf-
arsfellið.
Ég er sannfærð um að það hafi
verið tekið vel á móti þér í Sum-
arlandinu elsku Rúna mín og þú
sért umvafin öllu góða fólkinu
okkar sem á undan er gengið.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Elsku hjartans systir mín, þú
fórst allt of snemma frá okkur.
Minningin um þig mun lifa með
mér þar til við hittumst að nýju.
Guðfinna Anna
Hjálmarsdóttir.
Elsku yndislega Rúna systir
mín er látin eftir erfið veikindi.
Það er óbærilegt að horfa á eftir
henni á besta aldri og ég mun allt-
af sakna hennar. Það var mikið
reiðarslag þegar hún veiktist fyrir
rétt rúmu ári síðan. Rúna var altaf
svo sterk og bjartsýn og ætlaði að
sigrast á veikindunum. Við fjöl-
skyldan vorum algjörlega með
henni þar. Það kom ekkert annað
til greina.
Rúna var hörkudugleg, klár og
svo mikil fjölskyldumanneskja.
Hún ól strákana sína upp ein og
óstudd af miklum myndarbrag.
Hún lét sig varða allt fólkið sitt og
öllum þótti svo vænt um hana.
Hún var hvatamaður að ættar-
mótum stórfjölskyldunnar og sat í
nefndinni. Hún var alltaf tilbúin
að aðstoða hvenær sem var.
Ég á óteljandi minningar um
dásamlegar samverustundir með
elsku Rúnu minni. Það er mér
dýrmætt að geta leitað í þann sjóð
um ókomna tíð. Rúna var listræn
og skapandi frá unga aldri og var
alltaf að búa til fallega hluti. Síðar
þegar hún varð grafískur hönnuð-
ur kynntust margir hennar fal-
legu verkum.
Það var yndislegt þegar Palli
og Maren komu frá Seattle og
eignuðust Rúnu Suzanne, fyrsta
barnabarn systur minnar á Ís-
landi, 3. september 2020. Rúna
systir fékk að eiga dýrmætar
samverustundir með fyrsta
barnabarninu og nöfnu fyrstu
mánuðina. Það færu ekki margar
konur milli heimsálfa til að fæða
sitt fyrsta barn, en það gerði Mar-
en tengdadóttir Rúnu. Það sýnir
kærleikann milli þeirra. Það er
ekki hægt að hugsa sér betri syni
en Palla og Nonna sem hugsuðu
um mömmu sína af miklum kær-
leik í veikindunum og sáu um að
hana skorti ekkert. Hún var alltaf
svo stolt af strákunum sínum og
hafði fulla ástæðu til.
Öll fjölskyldan á um sárt að
binda við fráfall Rúnu. Mestur er
þó harmur elsku Palla, Nonna,
Marenar og litlu Rúnu Suzanne.
Megi góður Guð gefa ykkur styrk
í sorginni. Við fjölskyldan munum
standa þétt við bakið á ykkur allt-
af.
Blessuð sé minning elsku Rúnu
systur.
Ingiríður (Inga).
Elsku hjartans Rúna systir
hefur kvatt þessa jarðvist eftir
erfið veikindi síðastliðið ár. Það er
sárt og sorglegt að hugsa til þess
að hún hafi ekki fengið lengri tíma
með sínum nánustu.
Rúna var yndisleg systir, ljúf,
lífsglöð, vel gefin, dugleg, reglu-
söm, vandvirk, skapandi og mikil
fjölskyldumanneskja. Hún var
glæsileg kona með einstaklega
fallegt bros og hlýja nærveru. Það
eru aðeins rétt rúm tvö ár á milli
mín og tvíburanna, Rúnu og
Sigga. Við lékum okkur mikið
saman sem krakkar og ótal góðar
og skemmtilegar minningar koma
upp í hugann frá bernskuárunum
þegar við vorum að alast upp í
faðmi fjölskyldu okkar á Vestur-
brún. Það voru stórar fjölskyldur
nánast í hverju húsi í nágrenninu
og mikill samgangur á milli
krakkanna í götunni.
Á sumrin fór fjölskyldan alltaf
norður í Holt í heimsókn til móð-
urfjölskyldunnar, til lengri og
skemmri dvalar og þaðan eigum
við margar og góðar minningar.
Fjölskyldan fór einnig í eina viku í
Katlagil á sumrin og við systkinin
héldum þeirri hefð áfram með
börnunum okkar eftir að mamma
og pabbi létust. Það voru sann-
kallaðir sæludagar í Holti og í
Katlagili. Rúna varð snemma
mikill náttúruunnandi og dýravin-
ur og hún naut sín vel í sveitinni.
Við Rúna eignuðumst syni okk-
ar á 10 ára tímabili og eru þeir all-
ir fimm góðir vinir. Við höfum átt
margar góðar samverustundir
með stráknunum í gegnum árin
og er sú tenging mjög dýrmæt.
Hún var mjög stolt af sonum sín-
um, Maren tengdadóttur og
ömmuljósinu Rúnu litlu Pálsdótt-
ur. Einstaklega sterkt og gott
samband hennar við Palla og
Nonna var henni mikill styrkur og
það var aðdáunarvert að sjá og
finna hversu þétt þeir stóðu alla
tíð við bakið á mömmu sinni.
Heimili Rúnu og strákanna var
fallegt og smekklegt og þangað er
alltaf gott að koma. Rúna var mik-
ill höfðingi og góður gestgjafi og í
veikindunum talaði hún gjarnan
um hvernig hún vildi fagna þegar
hún yrði frísk. Hún var trygg og
trú sínu fólki og naut þess að vera
með fjölskyldunni og góðum vin-
um.
Við systurnar vorum heppnar
að eiga sameiginleg áhugamál og
höfum farið saman í ótal fjallgöng-
ur og á nokkur myndlistarnám-
skeið. Við höfum líka farið í
nokkrar skemmtilegar ferðir til
útlanda. Síðasta ferðin sem við
fórum er sérstaklega minnistæð,
en það var árið 2012, þegar við
fórum í góðra vina hópi til Sikil-
eyjar og Aeolian-eyjanna. Áttum
við dýrmætar minningar úr þeirri
ferð. Örfáum vikum áður en hún
lést höfðum við meðal annars
gaman af að rifja upp ógleyman-
lega fjallgöngu okkar á eldfjallið á
eyjunni Stromboli.
Við systurnar ætluðum að
bralla svo margt saman í framtíð-
inni og eldast saman en örlögin
tóku því miður í taumana. Rúna
barðist hetjulega við sjúkdóminn
fram á síðustu stundu og hún ætl-
aði sér að sigra og ná heilsu. Það
er nánast óbærilegt að hugsa sér
lífið án hennar, en góðar minning-
ar munu hjálpa til við að lækna
sárin.
Dýpsta sæla og sorgin þunga,
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
(Ólöf frá Hlöðum)
Mínar dýpstu samúðarkveðjur
til elsku Palla, Nonna, Marenar
og Rúnu litlu.
Guð blessi minningu Rúnu.
Hjartans kveðja elsku systir,
Þóra Björg Þórisdóttir.
Það eru þung spor að fylgja
Guðrúnu Þórisdóttur til grafar,
kærri frænku og vinkonu, sem
fallin er frá eftir erfið veikindi.
Frá unga aldri kom ég reglulega í
heimsókn á heimili Herborgar,
móðursystur minnar, og Þóris,
eiginmanns hennar, á Vestur-
brún. Þau tóku mér ávallt opnum
örmum og sýndu mér og öllum
mínum ekkert nema ástúð og vin-
áttu. Eldri dæturnar tvær, Inga
og Ágústa, urðu þegar í stað vin-
konur mínar þótt aldursmunur
væri þá á okkur. Síðan bættist
Þóra Björg í hópinn og stuttu síð-
ar tvíburasystkinin, Rúna og
Siggi. Rúna var ljóshærð, bros-
mild hnáta, sem lét sér afar annt
um Sigga, litla bróður sinn, og
gætti hans sem sjáaldurs auga
síns.
Það var mikil væntumþykja og
Guðrún
Þórisdóttir
HINSTA KVEÐJA
Hvíldu í friði elsku Rúna
mín.
Þó sólin nú á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý.
Því burt þú varst kölluð á
örskammri stundu,
í huganum hrannast upp
sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins
göfuga og góða,
svo falleg, einlæg og hlý.
En örlög þín ráðin – mig setur
hljóða,
við hittumst samt aftur á ný.
Megi algóður guð þína sálu nú
geyma,
gæta að sorgmæddum, græða
djúp sár
Þó komin sért yfir í aðra heima.
Mun minning þín lifa um ókomin
ár.
(Sigríður Hörn Lárusdóttir)
Auður Björk
Einarsdóttir.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN
Útfararþjónusta í yfir 70 ár
Við tökum vel á móti ástvinum
í hlýlegu og fallegu umhverfi
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR,
Lautasmára 1, Kópavogi,
lést á líknardeild Landspítalans
fimmtudaginn 15. júlí.
Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 27. júlí
klukkan 13.
Jón Þór Árnason Hallfríður Sigurðardóttir
Páll Árnason Edda Lilja Sveinsdóttir
Ásdís Árnadóttir Jón Bergsveinsson
Ragnar Árnason Áslaug Björgvinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÁSTHILDAR LILJU MAGNÚSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir góða umönnun.
Ragnheiður Gunnarsdóttir Ásgeir Bjarnason
Magnús Gunnarsson Elísabet Karlsdóttir
Sigurður Gunnarsson
barnabörn og barnabarnabörn