Morgunblaðið - 22.07.2021, Blaðsíða 26
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Raungengi krónu nálgast sama horf
og fyrir kórónuveirufaraldurinn.
Valdimar Ármann, forstöðumaður
hjá Arctica Finance, segir að ef
raungengið styrkist frekar muni
samkeppnisstaða landsins versna
sem því nemur.
Raungengið hefur hækkað um-
talsvert frá áramótum (sjá graf hér
til hliðar), eftir því sem faraldurinn
hefur linað tök sín á hagkerfinu. Það
náði hámarki í júní 2017, eftir afnám
gjaldeyrishafta og veldisvöxt í ferða-
þjónustu.
Til upprifjunar er raungengi ann-
að en skráð nafngengi. Styrkist
raungengið er verðlag og/eða launa-
kostnaður að hækka hraðar innan-
lands en erlendis, mælt í sömu
mynt.
Enn í viðkvæmri stöðu
Valdimar segir áhyggjuefni ef það
styrkist frekar á síðari hluta ársins.
„Hins vegar eru blikur á lofti
varðandi fjölgun smita og svonefnt
Delta-afbrigði kórónuveirunnar.
Það er aftur verið að herða aðgerðir
á landamærum. Maður gerði ráð
fyrir að raungengið myndi styrkjast
með fjölgun ferðamanna í haust og
auknu innstreymi gjaldeyris af þeim
sökum. Það er í raun ekki gott fyrir
hagkerfið að raungengið sé að
styrkjast of mikið á þessum tíma-
punkti. Atvinnuleysi er enn mikið í
sögulegu samhengi, þótt það hafi
minnkað. Samkeppnishæfnin mun
skerðast hratt ef raungengið styrk-
ist of mikið. Við erum enn í við-
kvæmri stöðu,“ segir Valdimar.
Það sé ekki æskilegt að raungeng-
ið styrkist eins mikið og árið 2018,
þegar ferðaþjónustan var í hámarki,
enda þurfi hagkerfið svigrúm til að
skapa störf fyrir alla þá sem misstu
vinnuna í faraldrinum.
En hversu gott skyggni telja
menn sig hafa í fjármálageiranum,
eftir að veiran stakk sér niður á
nýjan leik?
„Það er mismunandi og fer eftir
því hvern þú spyrð. Bólusetningin
gekk vel og það var búið að opna
landamærin. Nú óttast menn hins
vegar að óvissan sé aftur að aukast
til skemmri tíma litið,“ segir hann.
Kom niður á öðrum greinum
Konráð S. Guðjónsson, hagfræð-
ingur og aðstoðarframkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs, segir hærra raun-
gengi geta skert samkeppnishæfni
landsins. Áður en flugfélagið WOW
air fór að rifa seglin 2018, og fór svo
í þrot í mars 2019, hafi skapast um-
ræða um að aðrar útflutningsgrein-
ar en ferðaþjónusta væru farnar að
líða fyrir hátt gengi. Þessar útflutn-
ingsgreinar hafi hins vegar fengið
andrými eftir að krónan gaf eftir.
Konráð segir aðspurður að end-
urnýjun kjarasamninga á næsta ári
sé meðal þeirra þátta sem geti haft
áhrif á gengið. Verðbólga hér sé
meiri en í helstu viðskiptalöndum.
Því muni meiri launahækkanir
hér á landi en erlendis að óbreyttu
þrýsta á veikara nafngengi.
„Á undanförnum ellefu árum hef-
ur það aðeins einu sinni gerst að
launahækkanir voru minni en fram-
leiðniaukning og verðbólgumarkmið
Seðlabankans,“ segir Konráð til
upprifjunar. Verðbólga hér jókst í
faraldrinum, meðal annars vegna
gengislækkunar, launahækkana og
verðhækkana á íbúðarhúsnæði.
Neikvæðar fréttir hafa áhrif
Varðandi þróun raungengis í sum-
ar bendir Konráð á að það ráðist að
langmestu leyti af þróun nafngengis.
„Það má segja að síðastliðinn
mánuð, og rúmlega það, hefur geng-
ið verið í svipuðum gildum og fyrir
faraldurinn. Það hefur að vísu að-
eins gefið eftir síðustu tvo daga, í
kjölfar neikvæðra frétta af faraldr-
inum og umræðu um hertar aðgerð-
ir á landamærunum. Þrátt fyrir það
er gengið enn frekar sterkt í sögu-
legu samhengi,“ segir Konráð og
ítrekar að erfitt sé að spá fyrir um
gengið.
„Ef ég vissi hvernig krónan myndi
þróast væri ég sjálfsagt að gera eitt-
hvað annað í lífinu. Það er líka sagt
að kirkjugarðarnir séu fullir af fólki
sem spáði vitlaust um gengi gjald-
miðla,“ segir Konráð og hlær við.
Því hafi verið spáð að krónan
muni styrkjast næstu misseri. Hins
vegar hafi greining Viðskiptaráðs
leitt í ljós að hinir undirliggjandi
þættir, sem hafi áhrif á gengi krón-
unnar til lengdar, hafi ekki breyst
ýkja mikið frá því fyrir faraldurinn.
Þá bendir Konráð á að ef krónan
styrkist muni einkaneysla aukast
hér heima og á ferðalögum Íslend-
inga erlendis. Jafnframt skapist þá
tækifæri fyrir lífeyrissjóði til að fjár-
festa erlendis. Þetta geti spornað
gegn styrkingu krónunnar.
Hærra raungengi áhyggjuefni
Morgunblaðið/Golli
Sveiflur Krónan styrktist í ferðaútrásinni en gaf eftir í faraldrinum.
- Forstöðumaður hjá Arctica Finance segir hækkandi raungengi geta skert samkeppnishæfni landsins
- Hagfræðingur Viðskiptaráðs segir launahækkanir á næsta ári geta þrýst á nafngengi krónunnar
Raungengi krónunnar miðað við verðlag
Mánaðarleg vísitala frá ársbyrjun 2017 (mars 2005 = 100)
110
105
100
95
90
85
80
75
70
2017 2018 2019 2020 2021
Heimild: Seðlabanki Íslands
97,0
105,8
88,5
Júní 2021
79,9
Konráð
Guðjónsson
Valdimar
Ármann
26 FRÉTTIR
Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. JÚLÍ 2021
OKKUR VANTAR ALLAR
GERÐIR BÍLA Á SKRÁ!Sími 567 4949 | Bíldshöfða 5, 110 Rvk. | bilahollin.is
HYUNDAI TUCSON NEW PREMIUM PLUGIN HYBRID
RN. 340496. Nýskráður 6/2021, bensín/rafmagn,
dökkgrár, sjálfskiptur, 360° nálgunarvarar, GPS,
akreinavari, bakkmyndavél, aðstoð við að leggja í
stæði, bluetooth. Verð 6.890.000 kr.
HYUNDAI TUCSON NEW STYLE PLUGIN HYBRID
RN. 331466. Nýskráður 6/2021, bensín/rafmagn,
dökkgrár, sjálfskipting, 360° nálgunarvarar, GPS,
akreinavari, bakkmyndavél, bluetooth.
Verð 6.490.000 kr.
MERCEDES-BENZ GL 350 BLUETEC 4MATIC
RN. 340128. Nýskráður 10/2015, ekinn 81 þ.km.,
bensín/rafmagn, grár, sjálfskipting, bluetooth, bakk-
myndavél, nálægðarskynjarar, stillanleg fjöðrun.
Verð 8.990.000 kr.
NISSAN QASHQAI TEKNA – RN. 331182.
Nýskráður 1/2017, ekinn 44 þ.km., dísel, ljósgrár,
sjálfskiptur, dráttarkrókur, bakkmyndavél,
fjarlægðarskynjarar aftan, hraðastillir, bluetooth.
Verð 3.490.000 kr.
NÝR
BÍLL
NÝR
BÍLL
Hagnaður Marel á öðrum ársfjórðungi nam 23,3 milljónum evra, jafnvirði
3,5 milljarða króna, og dróst saman um 24,1% frá sama fjórðungi síðasta
árs þegar hagnaðurinn nam 30,7 milljónum evra. Tekjur uxu um 7,1% og
námu 327,5 milljónum evra, jafnvirði 48,6 milljarða króna.
Pantanir á fjórðungnum námu 371,3 milljónum evra, jafnvirði 55,1 millj-
arðs króna, og jukust mikið frá öðrum fjórðungi síðasta árs þegar þær
námu 280,1 milljón evra, jafnvirði 41,6 milljarða króna. Hagnaður fyrir-
tækisins á fyrstu sex mánuðum ársins nam 44,5 milljónum evra, jafnvirði
6,6 milljarða króna, og óx um 0,9% frá sama tímabili ársins 2020. Þá námu
tekjur 661,5 milljónum evra, jafnvirði 98,2 milljarða króna, og uxu um 9%
frá sama tímabili fyrra árs. Pantanir á tímabilinu stóðu í 740,7 milljónum
evra, jafnvirði 110 milljarða króna, og höfðu vaxið um 17,2%.
Tekjur Marel uxu um 7,1% á 2. fjórðungi
- Pantanir bárust fyrir 55 ma. króna
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Pantanabók Eftirspurn eftir vörum Marel hefur síst minnkað síðustu misseri.
22. júlí 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 124.76
Sterlingspund 169.75
Kanadadalur 97.79
Dönsk króna 19.75
Norsk króna 13.837
Sænsk króna 14.327
Svissn. franki 135.53
Japanskt jen 1.1385
SDR 177.21
Evra 146.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 178.4505
Viðburðir