Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 38

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 38
36 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Lærdómur fyrir Sjálfstæðisflokkinn Eftir að hafa hlýtt á ræður starfsmanna CDU í Berlín í sumar sem leið fannst mér sem ég hefði fundið gamla Sjálfstæðisflokkinn. Undirliggjandi voru slagorðin „stétt með stétt“ og „eign fyrir alla“. Útskýringar starfsmanna CDU á stefnu flokksins hefðu allt eins getað verið þýskar þýðingar á ræðum og greinum Birgis Kjaran, Jóhanns Hafstein eða Bjarna Benediktssonar eldri. Kristilegir demókratar skilgreindu líka Sjálfstæðisflokkinn sem sinn systurflokk þegar á sjötta áratug síðustu aldar og til marks um það var 25 ungum sjálfstæðis- mönnum boðið til Þýskalands sumarið 1955 til að kynna sér uppbyggingu hins unga sam- bandslýðveldis. Forgöngu um þessa heim- sókn hafði þáverandi formaður Junge Union, Gerhard Stoltenberg, síðar fjármálaráðherra og landvarnaráðherra í ríkisstjórnum Helmuts Kohl. Það er einnig til marks um góðan hug forystumanna Kristilegra demókrata til Sjálfstæðisflokksins að Konrad Adenauer kanslari kom tvívegis hingað til lands, 1954 og 1960, og hitti í bæði skiptin fyrir íslenskan starfsbróður sinn, Ólaf Thors forsætisráðherra, en Ólafur fór sömuleiðis í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands og var eftir því tekið hve vel fór á með leiðtogum landanna tveggja. Stefna kristilegu flokkanna fellur mun betur að íslenskum aðstæðum en stefna íhalds- flokkanna í Skandinavíu og breska Íhalds- flokksins. Íhaldsflokkarnir eru sprottnir upp úr jarðvegi stéttastjórnmála 19. aldar og hafa aldrei orðið flokkar „allra stétta“ eins og Sjálfstæðisflokkurinn og kristilegu flokkarnir á meginlandi Evrópu. Valdið leitar þangað sem auðurinn er og því er tiltölulega jöfn eignadreifing forsenda valddreifingar og þar með aukins lýðræðis og friðar. Sjálfstæðisflokkurinn ætti hreinlega að setja sér markmið um eignajöfnuð sem um leið yrði tæki til að vinna gegn fátækt. Hér á landi þarf einnig að taka upp upp öflugri vopn í baráttunni gegn fákeppni, en fátt getur orðið til að bæta kjör almennings meira en virk samkeppni. Þá er brýnt að sporna við aukinni samþjöppun í atvinnulífinu, sem víða er orðin of mikil og í mörgum greinum eiga litlir atvinnurekendur í vök að verjast vegna óhóflegrar skattheimtu, íþyngjandi reglu- verks og annarra afskipta hins opinbera. Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að öðlast aftur fyrri stöðu sem 40% flokkur er nauðsynlegt að líta til þeirra grundvallaratriða sem hér eru nefnd. Flokkurinn hefur fyrir löngu glatað öllum tengslum við verkalýðshreyfinguna og fátt verið gert til að bæta rekstrarstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Eiginfjármyndun almennings og fyrirtækja eru settar allt of þröngar skorður. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leita upprunans og stuðla að samfélagi valddreifingar. Í því efni má læra margt af Kristilegum demókrötum í Þýskalandi, systur- flokki Sjálfstæðisflokks. Höfundur er doktorsnemi í lögfræði og sagnfræði. Valdið leitar þangað sem auðurinn er og því er tiltölulega jöfn eignadreifing forsenda valddreifingar og þar með aukins lýðræðis og friðar. Sjálfstæðisflokkurinn ætti hreinlega að setja sér markmið um eignajöfnuð sem um leið yrði tæki til að vinna gegn fátækt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.