Þjóðmál - 01.09.2017, Side 38

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 38
36 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Lærdómur fyrir Sjálfstæðisflokkinn Eftir að hafa hlýtt á ræður starfsmanna CDU í Berlín í sumar sem leið fannst mér sem ég hefði fundið gamla Sjálfstæðisflokkinn. Undirliggjandi voru slagorðin „stétt með stétt“ og „eign fyrir alla“. Útskýringar starfsmanna CDU á stefnu flokksins hefðu allt eins getað verið þýskar þýðingar á ræðum og greinum Birgis Kjaran, Jóhanns Hafstein eða Bjarna Benediktssonar eldri. Kristilegir demókratar skilgreindu líka Sjálfstæðisflokkinn sem sinn systurflokk þegar á sjötta áratug síðustu aldar og til marks um það var 25 ungum sjálfstæðis- mönnum boðið til Þýskalands sumarið 1955 til að kynna sér uppbyggingu hins unga sam- bandslýðveldis. Forgöngu um þessa heim- sókn hafði þáverandi formaður Junge Union, Gerhard Stoltenberg, síðar fjármálaráðherra og landvarnaráðherra í ríkisstjórnum Helmuts Kohl. Það er einnig til marks um góðan hug forystumanna Kristilegra demókrata til Sjálfstæðisflokksins að Konrad Adenauer kanslari kom tvívegis hingað til lands, 1954 og 1960, og hitti í bæði skiptin fyrir íslenskan starfsbróður sinn, Ólaf Thors forsætisráðherra, en Ólafur fór sömuleiðis í opinbera heimsókn til Vestur-Þýskalands og var eftir því tekið hve vel fór á með leiðtogum landanna tveggja. Stefna kristilegu flokkanna fellur mun betur að íslenskum aðstæðum en stefna íhalds- flokkanna í Skandinavíu og breska Íhalds- flokksins. Íhaldsflokkarnir eru sprottnir upp úr jarðvegi stéttastjórnmála 19. aldar og hafa aldrei orðið flokkar „allra stétta“ eins og Sjálfstæðisflokkurinn og kristilegu flokkarnir á meginlandi Evrópu. Valdið leitar þangað sem auðurinn er og því er tiltölulega jöfn eignadreifing forsenda valddreifingar og þar með aukins lýðræðis og friðar. Sjálfstæðisflokkurinn ætti hreinlega að setja sér markmið um eignajöfnuð sem um leið yrði tæki til að vinna gegn fátækt. Hér á landi þarf einnig að taka upp upp öflugri vopn í baráttunni gegn fákeppni, en fátt getur orðið til að bæta kjör almennings meira en virk samkeppni. Þá er brýnt að sporna við aukinni samþjöppun í atvinnulífinu, sem víða er orðin of mikil og í mörgum greinum eiga litlir atvinnurekendur í vök að verjast vegna óhóflegrar skattheimtu, íþyngjandi reglu- verks og annarra afskipta hins opinbera. Eigi Sjálfstæðisflokkurinn að öðlast aftur fyrri stöðu sem 40% flokkur er nauðsynlegt að líta til þeirra grundvallaratriða sem hér eru nefnd. Flokkurinn hefur fyrir löngu glatað öllum tengslum við verkalýðshreyfinguna og fátt verið gert til að bæta rekstrarstöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Eiginfjármyndun almennings og fyrirtækja eru settar allt of þröngar skorður. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að leita upprunans og stuðla að samfélagi valddreifingar. Í því efni má læra margt af Kristilegum demókrötum í Þýskalandi, systur- flokki Sjálfstæðisflokks. Höfundur er doktorsnemi í lögfræði og sagnfræði. Valdið leitar þangað sem auðurinn er og því er tiltölulega jöfn eignadreifing forsenda valddreifingar og þar með aukins lýðræðis og friðar. Sjálfstæðisflokkurinn ætti hreinlega að setja sér markmið um eignajöfnuð sem um leið yrði tæki til að vinna gegn fátækt.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.