Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 92

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 92
90 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Fólk þetta var flutt í nokkrar söfnunarbúðir þar sem það var geymt uns hægt væri að senda það til Putlitzstrasse-lestarstöðvar- innar í Moabit-hverfinu. Þar var fólkið skráð og flutt um borð í gripaflutningalestir undir svipuhöggum. Hinn 2. mars 1943 sóttu SS-liðar um 1.500 fanga í fjórar söfnunarbúðir í Berlín og fluttu þá um borð í gripaflutningalest á Putlitzstrasse-stöðinni, þar sem um 300 aðrir gyðingar biðu, þeirra á meðal um 220 manna hópur sem var nýkominn frá Noregi. Samtals voru um 1.830 gyðingar nafngreindir á farþegaskrám þessarar ferðar sem taldist vera „sending 32“ í skrám þýskra embættismanna. Við komuna til Auschwitz sendu SS-verðir 535 karla og 145 konur í þrælkunarvinnu en aðrir fóru beint í gasklefana í Auschwitz- Birkenau II. Meðal þeirra var Pauline (Paula) Weg, fædd Marcus í bænum Znin í Póllandi árið 1896. Hún hafði þá sérstöðu meðal farþega lestarinnar að hafa gilda vegabréfs- áritun til Íslands, síðast útgefna í maí 1941. Einnig má nefna að maður hennar, Otto Weg frá Leipzig, hafði dvalið á Íslandi frá desem- ber 1939. Það bjargaði henni þó ekki frá þessum hræðilegu örlögum. Fleiri farþegar í „sendingu 32“ höfðu tengsl við Íslendinga. Í október 1942 hóf norska borgara- lögreglan að safna saman gyðingum og flytja þá í gæslubúðir. Andspyrnuhreyfingin reyndi á hinn bóginn að koma þeim undan, bæði með því að fela þá innanlands og smygla þeim yfir til Svíþjóðar. Áðurnefndur Vilhjálmur Finsen yngri, stofnandi Morgunblaðsins og áhugamaður um gyðinglegt ætterni útlend- inga í Reykjavík, var þá sendierindreki Íslands í Noregi og Svíþjóð. Nokkrir ofsóttir gyðingar höfðu leitað liðsinnis hans við að flýja: Hjónin Felix Georg og Elfriede Lomnitz, sem voru um fimmtugt og höfðu flúið til Noregs frá Þýskalandi, flóttamaðurinn Clothilde Hanau- er (f. 1882) og Fritz Josef Türkheimer (f. 1907 í Noregi) sem var verkfræðingur í Harðangri, sonur Clöru (f. Mayer) frá borginni Trier. Ekki er vitað um nákvæm málsatvik en sænsk stjórnvöld blönduðu sér í leikinn og fékk sænski erindrekinn í Osló það hlutverk að ítreka við Finsen, sem þá var staddur í Noregi, beiðni um að aðstoða gyðinga þessa ef hann gæti. Það gekk ekki eftir af ýmsum ástæðum. Fólkið var handtekið skömmu síðar í alls- herjarátaki lögreglunnar og sent í gæslubúðir í Noregi. Af gyðingum þessum kvaddi Fritz Josef Türkheimer fyrstur. Hann fór með skipinu Donau í nóvember 1942 og var myrtur í Auschwitz-búðunum 14. janúar 1943. Hinir gyðingarnir voru fluttir með skipinu Gotenland til Þýskalands seinni hluta febrúarmánaðar 1943. Þeir héldu síðan áfram til Berlínar og komu þangað í tæka tíð til að fara samtímis Paulu Weg með „sendingu 32“ til Auschwitz í marsbyrjun. Vitað er að Lomnitz–hjónin, Clara Türkheimer og Clothilde Hanauer voru myrt í dauðabúðunum. Sumir aðrir umsækjendur gyðinga um landvistarleyfi á Íslandi voru myrtir eða létust af ýmsum ástæðum í gyðingahverfum eða einhvers konar fangabúðum nasista. Ein- hverjir þeirra lifðu af stríðsárin í Þýskalandi eða létust þar í landi af ókunnum ástæðum. Svipað var að segja um umsækjendur gyðinga frá Austurríki, Tékkóslóvakíu og Ungverjalandi en finna má suma þeirra í gagnabönkum Yad Vashem-helfararsafnsins í Jerúsalem, Bandaríska helfararsafnsins í Washington, í ættfræðibönkum á Netinu og víðar. Sumir umsækjendur virðist hafa fengið hæli í öðrum löndum og komist lífs af. Um marga er þó ekkert vitað, þar á meðal nokkra flóttamenn sem íslensk stjórnvöld ráku úr landi árin fyrir seinni heimsstyrjöld. Íslendingar hefðu vitaskuld aldrei getað tekið við öllu þessu fólki en landsmenn hefðu að minnsta kosti getað tekið hlutfallslegan skerf sinn í samanburði við aðrar vestrænar þjóðir. Það gerðu íslensk stjórnvöld ekki heldur lokuðu mærum landsins fyrir fólki sem var ekki af norrænum ættum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.