Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 91

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 91
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 89 Í hjálögðu æviágripi sagði Salinger (f. 1892) frá fjölskylduhögum sínum, námi og störfum. Hann hefði meðal annars barist í fremstu víglínu 1915-1918 og síðar verið yfirmaður hjá Landssambandi handverksmanna af gyðingaættum, gengið að eiga Gertrud Lohde 1929 og eignast með henni dóttur, Steffi, í nóvember 1930. Ráðherra neitaði. Fyrr en varði var fokið í flest skjól og í nóvemberlok 1942 var Erich Salinger sendur ásamt 997 öðrum gyðingum til Auschwitz með „send- ingu 23“ og myrtur þar. Gertrud og Steffi fóru með „sendingu 29“ frá Berlín til Auschwitz hinn 19. febrúar 1943 og virðast hafa verið myrtar við komuna í búðirnar. Í þeim hópi voru einnig átta gyðingaflóttamenn sem Finnar höfðu framselt í hendur Þjóðverja í Eistlandi. Þriðja Berlínarbúann má nefna, timburkaup- manninn Alfred Pulvermacher (f. 1889), sem talaði reiprennandi fjögur höfuðtungumál auk móðurmálsins og einnig ágæta tyrk- nesku. Hann hafði barist í heimsstyrjöld en tekið við fyrirtæki föður síns í stríðslok. Pulvermacher var kvæntur og átti tvö börn. Einnig átti hann nokkurt fé utanlands. Hann bauðst til að taka verksmiðju sína með sér og setja hana upp á Íslandi en ætlaði að öðrum kosti að koma á fót bifreiðasölu eða píanó- framleiðslu, vildi íslenska ríkisstjórnin það frekar. Hvernig sem málin æxluðust yrði Pulvermacher–fjölskyldan aldrei byrði á Íslendingum. Dómsmálaráðherra syn- jaði beiðni hans. Hinn 12. mars 1943 fór Pulvermacher ásamt tæplega 1.000 öðrum gyðingum með „sendingu 36“ frá Berlín til Auschwitz þar sem hann var myrtur við komuna í búðirnar. Meðal annarra farþega í sendingu 36 má nefna Siegbert Rosenthal (f. 1899), bróður Hennyjar Goldstein–Ottósson og Harrys Rosenthals sem voru bæði búsett á Íslandi, ásamt konu hans Ernu (f. Baerwald, 1901) og ungum syni þeirra, Denny (f. 1939). Erna og Denny voru myrt í Auschwitz en Siegbert var fluttur til Natzweiler–Struthof fangabúðanna nærri Strassborg þar sem hann og 85 aðrir gyðingar voru myrtir á hroðalegan hátt hinn 2. ágúst 1943. Nota átti beinagrindur þeirra í mannfræði- safn sem sýna ættu einkenni „undirmálsfólks“ á vegum rannsóknarstofnunar svartliðsins, Ahnenerbe, við Háskólann í Strassborg. Margir umsækjendur frá Berlín virðast hafa orðið eftir í borginni þegar þýsku landa- mærin lokuðust gyðingum haustið 1941. Þeir virðast hafa verið meðal þeirra 15.000 gyðinga sem björguðu lífi sínu fram í nóvem- ber 1942 með því að vinna hörðum hönd- um í verksmiðjum í Berlín. Fólk þetta var talið „nauðsynlegt vinnuafl“ og komst því jafnan hjá brottflutningi „austur“. „Sending 23“ í nóvember 1942 var fyrsta ferðin í nýju átaki sem átti að hreinsa Berlín af eftirlifandi gyðingum. Hámark þess var svokölluð Fabrik Aktion (verksmiðjuaðgerð) í febrúar og mars 1943. Málavextir voru þeir að 20. febrúar 1943 gaf SS-foringinn Adolf Eichmann út þá skipun að eftirstandandi gyðingar, sem áður hefðu komist hjá brottflutningi vegna starfa í mikilvægum verksmiðjum, yrðu nú sendir austur eins og aðrir, að undanskildum einstaklingum í blönduðum hjónaböndum og börnum þess háttar foreldra, samkvæmt fyrirmælum frá æðstu leiðtogum nasista. Viku síðar réðust hermenn úr lífvarðarsveit Adolfs Hitlers, SS­Leibstandarte, til atlögu og hreinsuðu fólk úr verksmiðjunum með svipur og byssustingi að vopni. Á sama tíma fóru lögreglusveitir á stjá í Berlín og tóku með sér alla gyðinga sem þær fundu og máttu hand- taka samkvæmt fyrirmælum leiðtoganna. Erna og Denny Rosenthal í Berlín 1939. Þau voru myrt í Auschwitz. Erna var mágkona Henny Goldsteins (eiginkonu Hendriks Ottóssonar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.