Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 73

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 73
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 71 er að sjá áherslur allra fjögurra flokkanna sem viðmiðin skiptast niður í. Viðmiðum sem heyra undir þættina vinnumarkaður og umhverfi er gert hærra undir höfði, en færa má rök fyrir því að þau eigi meira erindi hér á landi en þættirnir mannréttindi og barátta gegn spillingu. Málefni á borð við jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, loftslagsmál og stjórnarhættir stórra fyrirtækja komu aftur á móti ítrekað fram. Enginn af aðilum UNGC á Íslandi greiðir umbun til stjórnenda sinna sem tengd er við árangur á sviði samfélagslegrar ábyrgðar eins og aukinnar starfsánægju, samdráttar í mengun og/eða losun gróðurhúsaloft- tegunda eða fækkunar vinnuslysa. Í öllum COP skýrslum aðilanna er lögð rík áhersla á umhverfisvernd. Þar er bæði hugað að stórum málefnum á borð við framleiðslu umhverfisvænna vara og illviðráðanlega mengun frá kjarnastarfsemi, en einnig er fjallað um málefni sem hafa minna vægi á borð við endurvinnslu á pappír og ákvörðun um að nýta eingöngu umhverfisvæna leigubíla í innanbæjarferðir starfsmanna. Fimm aðilar hafa hlotið vottun samkvæmt umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Greiningartæki rannsóknarinnar var nýtt til að meta þátttöku aðilanna í samfélags- lega tengdum verkefnum. Leitað var eftir upplýsingum um þátttöku í hverslags sam- félagslegum verkefnum, til dæmis á sviði góðgerðarmála, íþróttastarfsemi eða menningarmála. Slík þátttaka er í raun ekki tengd viðmiðum UNGC, en UNGC hvetur aðila sína til að taka þátt í og styðja við það samfélag sem þeir starfa í. Einnig hefur skapast sterk hefð innan íslenskt viðskiptalífs fyrir því að samfélagslega ábyrg fyrirtæki leggi samfélagverkefnum lið og oft á tíðum nýta fyrirtækin verkefnin í markaðssetningu. Í öllum COP skýrslunum töldu aðilar upp verkefni sem þeir hafa tekið þátt í á árinu. Hér er um að ræða verkefni sem studd eru fjárhagslega en einnig verkefni þar sem kjarnaþjónusta fyrirtækjanna er veitt án endurgjalds. Samfélagslega ábyrg birgjastefna er nauð- synleg ætli aðilar að innleiða UNGC viðmið númer tvö, þar sem kveðið er á um að þeir gerist ekki meðsekir um mannréttindabrot. Innan ábyrgrar birgjastefnu tryggja aðilar að aðfangakeðja þeirra byggist upp af löghlýðnum birgjum sem skaða hvorki fólk né umhverfið með starfsemi sinni. Fyrirtæki taka einnig ábyrgð í vali á birgjum með því að kaupa inn umhverfisvæn aðföng. Í þessari rannsókn telst aðili þó eingöngu hafa sett sér samfélagslega ábyrga birgjastefnu þegar framkvæmt er mat á frammistöðu birgja á sviðum mannréttinda, vinnuskilyrða, um- hverfismála og baráttu gegn spillingu. Sjö aðilana hafa sett sér slíka birgjastefnu og hjá tveimur til viðbótar stendur nú yfir vinna við að móta slíka stefnu. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fyrirtæki sem vinna að því að samþætta samfélagslega ábyrgð við kjarnastarfsemi sína ná frekar að auka hagnað og styrkja samkeppnistöðu sína heldur en þau fyrirtæki sem ráðast í tímabundin samfélagslega ábyrg verkefni og þá er sama hversu umfangsmikil þau reynast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.