Þjóðmál - 01.09.2017, Qupperneq 73
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 71
er að sjá áherslur allra fjögurra flokkanna
sem viðmiðin skiptast niður í. Viðmiðum
sem heyra undir þættina vinnumarkaður og
umhverfi er gert hærra undir höfði, en færa
má rök fyrir því að þau eigi meira erindi hér
á landi en þættirnir mannréttindi og barátta
gegn spillingu. Málefni á borð við jafnrétti
kynjanna á vinnumarkaði, loftslagsmál og
stjórnarhættir stórra fyrirtækja komu aftur á
móti ítrekað fram.
Enginn af aðilum UNGC á Íslandi greiðir
umbun til stjórnenda sinna sem tengd er við
árangur á sviði samfélagslegrar ábyrgðar eins
og aukinnar starfsánægju, samdráttar í
mengun og/eða losun gróðurhúsaloft-
tegunda eða fækkunar vinnuslysa.
Í öllum COP skýrslum aðilanna er lögð rík
áhersla á umhverfisvernd. Þar er bæði hugað
að stórum málefnum á borð við framleiðslu
umhverfisvænna vara og illviðráðanlega
mengun frá kjarnastarfsemi, en einnig er
fjallað um málefni sem hafa minna vægi á
borð við endurvinnslu á pappír og ákvörðun
um að nýta eingöngu umhverfisvæna
leigubíla í innanbæjarferðir starfsmanna.
Fimm aðilar hafa hlotið vottun samkvæmt
umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001.
Greiningartæki rannsóknarinnar var nýtt
til að meta þátttöku aðilanna í samfélags-
lega tengdum verkefnum. Leitað var eftir
upplýsingum um þátttöku í hverslags sam-
félagslegum verkefnum, til dæmis á sviði
góðgerðarmála, íþróttastarfsemi eða
menningarmála. Slík þátttaka er í raun ekki
tengd viðmiðum UNGC, en UNGC hvetur
aðila sína til að taka þátt í og styðja við það
samfélag sem þeir starfa í. Einnig hefur
skapast sterk hefð innan íslenskt viðskiptalífs
fyrir því að samfélagslega ábyrg fyrirtæki
leggi samfélagverkefnum lið og oft á tíðum
nýta fyrirtækin verkefnin í markaðssetningu.
Í öllum COP skýrslunum töldu aðilar upp
verkefni sem þeir hafa tekið þátt í á árinu.
Hér er um að ræða verkefni sem studd eru
fjárhagslega en einnig verkefni þar sem
kjarnaþjónusta fyrirtækjanna er veitt án
endurgjalds.
Samfélagslega ábyrg birgjastefna er nauð-
synleg ætli aðilar að innleiða UNGC viðmið
númer tvö, þar sem kveðið er á um að þeir
gerist ekki meðsekir um mannréttindabrot.
Innan ábyrgrar birgjastefnu tryggja aðilar
að aðfangakeðja þeirra byggist upp af
löghlýðnum birgjum sem skaða hvorki fólk
né umhverfið með starfsemi sinni. Fyrirtæki
taka einnig ábyrgð í vali á birgjum með því
að kaupa inn umhverfisvæn aðföng. Í þessari
rannsókn telst aðili þó eingöngu hafa sett
sér samfélagslega ábyrga birgjastefnu þegar
framkvæmt er mat á frammistöðu birgja á
sviðum mannréttinda, vinnuskilyrða, um-
hverfismála og baráttu gegn spillingu. Sjö
aðilana hafa sett sér slíka birgjastefnu og hjá
tveimur til viðbótar stendur nú yfir vinna við
að móta slíka stefnu.
Fræðimenn hafa sýnt fram á að fyrirtæki sem vinna að því að samþætta
samfélagslega ábyrgð við kjarnastarfsemi sína ná frekar að auka hagnað
og styrkja samkeppnistöðu sína heldur en þau fyrirtæki sem ráðast í
tímabundin samfélagslega ábyrg verkefni og þá er sama hversu
umfangsmikil þau reynast.