Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 68

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 68
66 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Harpa Júlíusdóttir Innleiðing samfélagslegrar ábyrgðar – meðal íslenskra aðila að United Nations Global Compact Atvinnulífið Innleiðing samfélagslegrar ábyrgðar fyrir- tækja hefur á síðustu árum vakið aukinn áhuga bæði stjórnenda og fræðimanna. Þrátt fyrir að samfélagsleg ábyrgð hafi verið viðfangsefni rannsókna síðustu áratugi hefur innleiðing hennar ekki verið áberandi rannsóknarefni. Árangursrík samfélagsleg ábyrgð þarf að falla að heildarstefnumótun fyrirtækis en ekki eingöngu heyra undir fram- kvæmdasvið þess (Bonn og Fisher, 2011). Með því verður samfélagsleg ábyrgð hluti af allri færni, hæfni og menningu fyrirtæki- sins og myndar virði fyrir kjarnastarfsemina (Chandler, 2017). Fyrirtæki þarf að skapa sérstæða stefnu þegar kemur að samfélags- legri ábyrgð, þar sem hugað er að einstökum aðstæðum þess og rekstrarumhverfi (Carroll og Shabana, 2010). Fræðimenn hafa sýnt fram á að fyrirtæki sem vinna að því að samþætta samfélagslega ábyrgð við kjarnastarfsemi sína ná frekar að auka hagnað og styrkja samkeppnistöðu sína heldur en þau fyrirtæki sem ráðast í tíma- bundin samfélagslega ábyrg verkefni og þá er sama hversu umfangsmikil þau reynast (Falck og Heblich, 2007). Þá þarf fyrirtæki, til að ná fram stefnu sem það setur sér varðandi samfélagslega ábyrgð, að stunda ábyrga og gagnsæja stjórnarhætti (de Graaf og Stoel- horst, 2010; Klettner o.fl., 2014). Þátttaka í alþjóðlegum sáttmálum á borð við United Nations Global Compact (UNGC) er skref sem fyrirtæki taka í auknum mæli sem hluta af innleiðingarferli sínu þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð. Sáttmálinn byggist á tíu grunnviðmiðum sem hvetja aðila hans til að huga að öllum sínum hagsmunaaðilum varðandi stefnumótun og í starfsháttum. Íslenskir aðilar að UNGC voru viðfangsefni rannsóknar sem höfundur þessarar greinar framkvæmdi sem hluta af meistaranámi sínu við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknin var framkvæmd á vormánuðum ársins 2017. Rannsóknarspurningar rit- gerðarinnar snúa að því hvort að íslenskir aðilar að UNGC hafi innleitt samfélagslega ábyrga starfshætti. Framkvæmd var innihaldsgreining og gögnin metin með aðstoð greiningartækis hannað af áströlsku fræðimönnunum Klettner, Clarke og Boersma. Greiningartækið var upphaflega nýtt til greiningar á innleiðingu samfélags- legrar ábyrgðar stærstu fyrirtækja Ástralíu en niðurstöður þeirrar rannsóknar voru birtar í Journal of Business Ethics árið 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.