Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 10

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 10
8 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Daginn eftir að hæstiréttur kvað upp úrskurð sinn um Robert Downey eða 16. júní 2017 sá fréttastofa ríkisútvarpsins ástæðu til að gera frétt um afgreiðslu umsóknar hans um uppreist æru frá september 2016. Í fréttinni var rætt við Bjarna Benediktsson á þeirri forsendu að hann hefði verið starfandi innan- ríkisráðherra septemberdagana 2016. Það var ekki fyrr en 2. ágúst 2017 sem upplýst var að Bjarni átti enga aðild að málinu. Vegna framgöngu fréttamanns sjónvarpsins gekk Bjarni í vatnið og lét taka við sig viðtal 16. júní 2017 á þeirri forsendu að hann hefði átt hlut að máli. Hann tók orð fréttamannsins trúanleg án þess að kanna eða láta kanna á sjálfstæðan hátt hvort hann hefði rétt fyrir sér. Af hálfu fréttastofunnar hefur ekki verið upplýst hvers vegna gengið var að forsætis- ráðherra á röngum forsendum. Hver var heimildarmaðurinn? Var þetta aðeins hugdetta? Fréttastofan hefur ekki beðist afsökunar á mistökum sínum en það er til þessara atvika sem dómsmálaráðherra vitnaði í grein sinni 18. september 2017. Bjarni hafði að ósekju verið á milli tannanna á fólki. III. Mánudaginn 11. september 2017 birtist niðurstaða úrskurðarnefndar upplýsingamála þess efnis að dómsmálaráðuneytinu bæri að afhenda fjölmiðlum gögn að baki ákvörðunum um uppreist æru. Ráðuneytið hafði hafnað beiðni fréttastofu ríkisútvarpsins um þessi gögn og leitaði hún þá til nefndarinnar eins og lögmælt er. Ráðuneytið kaus að þessi leið yrði farin til að heimildir þess til gagna- afhendingar væru skýrar enda um viðkvæm persónulega greinanleg mál að ræða. Þennan sama mánudag skýrði Bjarni Benedikts- son formönnum samstarfsflokka sinna í ríkisstjórn, Benedikt Jóhannessyni og Óttari Proppé, frá því að faðir sinn hefði ritað bréf sem tengdist ákvörðun dómsmálaráðuneyti- sins um uppreisn æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra „Ákvörðun um uppreist æru fer frá ráðuneyti inn á borð ríkisstjórnar og þaðan til forseta. Allir ráðherrar ríkisstjórnarinnar geta kynnt sér þau skjöl sem búa þar að baki. Efni þeirra skjala er því ekki trúnaðarmál fyrir þeim, hvað þá forsætisráðherranum sjálfum. Þegar af þeirri ástæðu getur það aldrei verið trúnaðarbrot að ræða slík mál við forsætisráðherrann sem hafði heimild til að kynna sér öll þau gögn á sínum tíma.” Innan við viku eftir að Ólafur Þ. Harðarson spáði því að í hönd færi frekar tíðindalítill stjórnmálavetur var ríkisstjórnin sprungin, þing hafði verið rofið og boðað var til nýrra kosninga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.