Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 23
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 21
Ýmsar aðrar leiðir eru fyrir hendi til að stuðla
að auknum stöðugleika, meðal annars með
stofnun Stöðugleikasjóðs. Markmið slíks
sjóðs yrði skýrt; að draga úr hagsveiflum
og stuðla að efnahagslegum stöðugleika til
langs tíma. Þjóðir með auðlindahagkerfi hafa
sett upp svipaða sjóði í sama tilgangi og er
norski olíusjóðurinn þekkt dæmi.
Eftir markvissa endurreisn undanfarinna ára
blasir við sögulegt tækifæri til að breyta efna-
hagskerfi Íslands til frambúðar. Þetta tækifæri
verður að nýta.
Grundvallarbreyting hagkerfis
kallar á breytta hagstjórn
Erlend staða þjóðarbúsins hefur ekki verið
eins sterk síðan mælingar hófust og grund-
vallarbreyting hefur orðið á útflutnings-
tekjum Íslands með vexti ferðaþjónustunnar.
Á næstu árum og áratugum mun alþjóða-
geirinn sem byggir á hugviti vaxa og styrkja
greiðslujöfnuð þjóðarbúsins enn frekar.
Þetta kallar á viðbrögð stjórnmálamanna og
Seðlabankans.
Í gegnum tíðina hafa útflutningsgreinarnar
skapað mikil verðmæti. Þessum verðmætum
á að safna þegar vel árar í þjóðarbúinu og
nýta til hagsbóta fyrir þjóðina alla þegar þörf
krefur. Nú stendur okkar útflutningsdrifna
hagkerfi á tímamótum vegna gríðarlegs
vaxtar í ferðaþjónustu, sem hefur með
öðrum útflutningsgreinum og miklum þrótti
í hagkerfinu skapað meira innflæði erlends
gjaldeyris en dæmi eru um í hagsögu Íslands.
Jákvæð þjónustuviðskipti hafa skilað veru-
legum afgangi á viðskiptajöfnuðinum og
styrkt gengi íslensku krónunnar. Þótt auknar
útflutningstekjur séu góðs viti hefur þörfin
fyrir varkárni, framsýni og skýra sýn í efna-
hagsmálum sjaldan verið brýnni en nú.
Til að vinna með áhrif þessa mikla gjaldeyris-
innflæðis á íslensku krónuna hefur Seðla-
banki Íslands kerfisbundið keypt gjaldeyri
og safnað í góðan gjaldeyrisvaraforða, sem
samsvarar nú um 32% af landsframleiðslu.
Stærð gjaldeyrisforðans tekur mið af umfangi
utanríkisviðskipta, fyrirkomulagi gengis- og
peningamála, reglum um fjármagnshreyfingar
og gjaldeyrisviðskipti og erlendum skuldum
ríkissjóðs og þjóðarbúsins. Sá galli er á gjöf
Njarðar að kostnaður við slíkt forðahald er
umtalsverður vegna þess vaxtamunar sem er
milli Íslands og helstu viðskiptaríkja. Kostnaður-
inn eykst eftir því sem forðinn stækkar og því
er ljóst að við getum ekki stuðst við þessa
aðferðafræði til allrar framtíðar. Gjaldeyris-
forðinn er ávaxtaður í auðseljanlegum
bréfum bæði til skamms tíma og lengri tíma
sem bera tiltölulega lága vexti. Stöðugleika-
sjóðurinn gæti fjárfest á hagstæðari hátt en
nú er gert á grundvelli langtíma sjónarmiða,
til hagsbóta fyrir þjóðina.
Eftir markvissa endurreisn undanfarinna ára blasir við sögulegt tækifæri til að
breyta efnahagskerfi Íslands til frambúðar. Þetta tækifæri verður að nýta.
Til að treysta umgjörð um hagstjórn
á Íslandi þarf að ráðast í ýmsar
stefnumótandi aðgerðir eins
og að treysta betur samspil
ríkisfjármálastefnu og
peningastefnu ásamt því að styrkja
stoðir vinnumarkaðarins.