Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 79
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 77
Tefldar voru tvær skákir með hefðbundnum
umhugsunartíma – ein skák á dag. Ef jafnt
var, 1-1, var teflt til þrautar með styttri
umhugsunartíma á þriðja degi þar úrslit
fengust. Eins konar framlenging og víta-
spyrnukeppni skákarinnar. Andstæðingur
hans var tékkneski ofurstórmeistarinn David
Navara. Sá er fæddur árið 1985, sama ár og
Jóhann varð stórmeistari. Jóhann náði sér
ekki á strik gegn Tékkanum sterka og tapaði
báðum skákunum.
Heimsmeistarinn féll úr leik
Þátttaka Magnúsar Carlsen, sem kemur frá
Noregi, vakti óneitanlega mikla athygli. Á
Heimsbikarmótinu veita tvö efstu sætin þátt-
tökurétt á áskorendamótinu á næsta ári. Þar
keppa átta skákmenn um réttinn til að tefla
heimsmeistaraeinvígi við Norðmanninn. Þátt-
taka Magnúsar þýddi það að þriðja sætið gat
gefið keppnisrétt, þar sem hann getur ekki
skorað á sjálfan sig.
Magnús byrjaði vel og vann andstæðinga
sína í 1. og 2. umferð fremur örugglega 2-0.
Í þriðju umferð rakst hann harkalega á vegg
þegar hann mætti kínverska stórmeistaranum
Bu Xiangzhi. Sá kínverski, sem er fyrrverandi
undrabarn og var um tíma yngsti stórmeistari
heims, kom Magnúsi á óvart þegar hann
fórnaði manni strax með svörtu í 15. leik.
Heimsmeistarinn Magnús Carlsen rakst harkalega á vegg þegar hann mætti kínverska stórmeistaranum Bu Xiangzhi
í þriðju umferð. Sá kínverski, sem er fyrrverandi undrabarn og var um tíma yngsti stórmeistari heims, kom
heimsmeistaranum á óvart þegar hann fórnaði manni strax með svörtu í 15. leik. Magnús gafst upp eftir 37 leiki.
Mynd: Maria Emelianova/Chess.com