Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 35

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 35
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 33 Úrslit kosninganna Vinstriflokkurinn hefur lengi verið álitinn „of langt til vinstri“ og vart þótt stjórntækur. Hér er enn ónefndur flokkurinn Alternative für Deutschland, eða Nýr valkostur fyrir Þýska- land. Flokkurinn hefur fengið menn kjörna á þing nokkurra sambandslanda, en forystu- menn hans hafa verið gagnrýnir á innflytjendastefnu hinna flokkanna. Sumir talsmenn flokksins hafa þótt fara út af sporinu í yfirlýsingum og kveðst enginn hinna flokkanna vilja starfa með honum í ríkisstjórn. Flokkurinn hlaut 13,5% fylgi í kosningunum 24. september og menn kjörna á sambandsþingið í fyrsta sinn. Nýr valkostur hefur sótt mikið fylgi til CDU. Kristilegu flokkarnir hlutu aðeins tæplega þriðjung atkvæða í nýliðnum kosningum, en þingflokkur þeirra verður þó eftir sem áður stærsti flokkur á sambandsþinginu. Kosningaúrslitin urðu Sósíaldemókrötum reiðarslag, en þeir hlutu aðeins um fimmtung atkvæða. Martin Schulz, leiðtogi þeirra, tilkynnti að þeim loknum að flokkurinn færi í stjórnarandstöðu, svo ekki verður framhald á samstarfi þeirra og kristilegu flokkanna. Frjálslyndir demókratar náðu aftur kjöri á þing og fengu um 10% fylgi og Græningjar og Vinstriflokkurinn rétt um 9% fylgi hvor. Hvað sem líður fylgistapi kristilegu flokkanna er ljóst að þeir halda stöðu sinni sem höfuð- flokkar Þýskalands. Óskastjórn kristilegra er samstarf við Frjálslynda demókrata, enda hafa slíkar stjórnir reynst afar farsælar. Segja má að flokkarnir vegi hvor annan upp. Frjálslyndir eru aðhaldssamari í ríkisfjármálum en Kristi- legir, sem leggja aftur á móti meiri áherslu en Frjálslyndir á öryggi borgaranna. Ætla má að Frjálsir demókratar og Græningjar gangi til stjórnarmyndunarviðræðna við kristilegu flokkanna. Takist flokkunum að mynda stjórn yrði það fyrsta þriggja flokka ríkisstjórn í sögu sambandslýðveldisins, en kristilegu flokkarnir mynda einn þingflokk. Nýrrar ríkisstjórnar bíða erfið úrlausnarefni. Evrópusambandið glímir við margþættan vanda. Yfirvofandi er alvarleg bankakreppa á Ítalíu, en þolinmæði þýskra skattgreiðenda er á þrotum. Þeir munu ekki sætta sig við fjáraustur úr þýskum sjóðum til bjargar efna- hag ríkja í Suður-Evrópu. Líklega mun hægja á samrunaþróun álfunnar á næstu misserum og telja verður útilokað að Tyrkland gangi í bandalagið. Svívirðilegar ávirðingar Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta í garð Merkel kanslara hafa vakið mikla reiði í Þýska- landi sem vonlegt er. Horst Seehofer, forsætisráðherra Bæjaralands og formaður CSU, kynnir stefnuskrá flokksins fyrir sambandsþing­ kosningarnar, sem ber heitið Der Bayernplan. Seehofer hefur gegnt embætti forsætisráðherra frá árinu 2011, en hann hefur átt sæti á þýska sambandsþinginu samfleytt frá 1980. Honum á vinstri hönd situr Andreas Scheuer, framkvæmdastjóri CSU.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.