Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 24

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 24
22 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Umgjörð og fjármögnun Stöðugleikasjóðs Íslands Brýnt er að við stofnun Stöðugleikasjóðsins sé stuðst við alþjóðlegar samþykktir um faglega umsýslu þjóðarsjóða (e. Santiago Principles) en þau kveða skýrt á um lagalega umgjörð slíkra sjóða, skýra markmiðssetningu, sjálfstæði, ávöxtunarkröfu og gagnsæi í allri starfseminni. Gagnsæi og skýr fyrir fram skilgreind stefna þarf að gilda um ákvörðunar- töku um ráðstöfun úr sjóðnum og megin- forsenda þeirra yrði samþykki Alþingis fyrir slíkum greiðslum. Allir þjóðarauðlindasjóðir hafa sérstakan tilgang og er meginmarkmið þeirra iðulega að auka hagsæld viðkomandi þjóða. Hér koma nokkur markmið sem slíkir sjóðir hafa að leiðarljósi: - Fjármagna þjóðhagslega hagkvæm verkefni til að auka hagvöxt og atvinnustig - Skapa hagvaxtartækifæri með lengri tíma fjármögnun fyrir innlendan markað - Draga úr ýktum hagsveiflum sem til- komnar eru vegna falls á útflutnings- verðmætum eða mikils samdráttar í hagkerfinu Hér á landi yrði markmið slíks sjóðs að auka stöðugleika með því að jafna út sveiflur, meðal annars með sparnaði þegar vel árar og nýtingu fjársins til þess að fjárfesta í innviðum landsins þegar verr árar. Þríþætt framlög til sjóðsins Grunninn að Stöðugleikasjóði Íslands mætti leggja með hluta af stöðugleikaframlögum slitabúanna, sem yrði einskiptisaðgerð. Raunar er verðmæti þeirra mun meira en upphaflega var talið og færi því vel á því að nota umframverðmætin til að koma Stöðug- leikasjóðnum á fót. Féð mætti nýta að hluta til að kaupa gjaldeyri af Seðlabankanum og minnka þannig óþarflega stóran gjaldeyris- forða bankans. Slíkt myndi létta undir með Seðlabankanum, sem ber umtalsverðan kostnað af gjaldeyrisforðanum. Stöðugleikasjóðurinn gæti hins vegar látið gjaldeyrinn vinna fyrir sig, með svipuðum hætti og Norski olíusjóðurinn gerir fyrir frændur okkar í Noregi. Þess má geta að eignasafn olíusjóðsins fór nýverið yfir þúsund milljarða Bandaríkjadala, ári fyrr en spáð hafði verið. Norski olíusjóðurinn hóf fjárfestingar árið 1996 fyrir tekjur af olíu- útflutningi, þannig að á 21 ári hefur sjóðurinn vaxið gríðarlega og er nú með allra stærstu þjóðarsjóðum heims. Til lengri tíma litið yrði Stöðugleikasjóðurinn síðan fjármagnaður af útflutningsgreinunum; með auðlindarentu frá fyrirtækjum í sjávar- útvegi og ferðaþjónustu, arðgreiðslum frá orku- fyrirtækjum eða gjaldi fyrir afnot af auðlindinni. Í þriðja lagi yrði sjóðurinn fjármagnaður með beinu framlagi úr ríkissjóði þegar vel árar og þannig væri sjóðurinn nýttur til að jafna út ríkisfjármálin. Þegar hægist um myndi sjóðurinn fjármagna uppbyggingu innviða og þannig styðja við frekari vöxt hagkerfi- sins. Þá gæti ríkissjóður lagt fasteignir sínar erlendis inn í sjóðinn í upphafi og leigt þær af sjóðnum eftir þörfum – t.d. undir starf- semi utanríkisþjónustunnar. Þar með yrði til grunnur að fasteignasafni íslenska Stöðug- leikasjóðsins en til samanburðar má nefna að Norski olíusjóðurinn fjárfestir í fasteignum víða um heim. Fjölmörg ríki hafa stofnsett þjóðarsjóði sem notaðir eru til hagsveiflu- jöfnunar, t.a.m. Suður-Kórea, Singapúr og fleiri ríki. Nefna má að rík áhersla hefur verið á sparnað í allri hagstjórn í Singapúr og hefur til að mynda ríkulegur gjaldeyrisforði þess verið ein af grunnstoðum þess að landið er metið í einum hæsta gæðaflokki og varið ríkið fyrir hinu alþjóðlega fjármálahruni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.