Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 34

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 34
32 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 Höfuðandstæðingur kristilegu flokkanna var að venju Sósíaldemókrataflokkurinn, en kanslaraefni þeirra var að þessu sinni Martin Schultz. Hann varð nýr forystumaður þeirra fyrir fáeinum misserum og talaði fyrir breytingum á sama tíma og þýskir kjósendur vildu öðru fremur stöðugleika. Þá kvaðst hann hafa mikla samúð með „bræðraþjóðum í Suður-Evrópu“ í efnahagsþrengingum þeirra og vildi ganga enn lengra í sameiningu Evrópu. Hvort tveggja nýtur lítils stuðn- ings meðal landsmanna. Schultz hefur fært Sósíaldemókrata lengra til vinstri, sem hafði í för með sér að „miðjan“ var að miklu leyti eftirlátin kristilegu flokkunum. Segja má að hinn almenni Þjóðverji hafi lítinn áhuga á stjórnmálum og kosningabaráttan hefur verið fremur átakalítil í sögulegu ljósi. Sósíaldemókratar mældust snemma á þessu ári með meira fylgi en kristilegu flokkarnir, en þeim fataðist brátt flugið og guldu afhroð í kosningum til þinga þriggja sambands- landa fyrr á þessu ári. Í Nordrhein-Westfalen var gengið til kosninga 14. maí síðastliðinn. Þar hafa Sósíaldemókratar verið stærstir flokka, en í sambandslandinu búa tæpar 18 milljónir manna. Í kosningabaráttunni snerust fjölmiðlar gegn Sósíaldemókrötum, þeir þóttu hafa brugðist í öryggismálum og var þar sérstaklega vísað til hinna alvarlegu atburða á nýársnótt 2016 þegar þúsundir kvenna urðu fyrir ofbeldi kynferðisbrota- manna á götum úti í Köln og víðar um Þýskaland, en Köln er einmitt í Nordrhein- Westfalen. Öryggismálin hefur því eðlilega borið hátt í umræðunni fyrir kosningar til sambandsþingsins. Martin Schulz, kanslaraefni Sósíaldemókrata. Þeir mældust í könnunum með meira fylgi en kristilegu flokkarnir fyrr á þessu ári en með vorinu fataðist þeim flugið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.