Þjóðmál - 01.09.2017, Page 34
32 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017
Höfuðandstæðingur kristilegu flokkanna
var að venju Sósíaldemókrataflokkurinn,
en kanslaraefni þeirra var að þessu sinni
Martin Schultz. Hann varð nýr forystumaður
þeirra fyrir fáeinum misserum og talaði fyrir
breytingum á sama tíma og þýskir kjósendur
vildu öðru fremur stöðugleika. Þá kvaðst
hann hafa mikla samúð með „bræðraþjóðum
í Suður-Evrópu“ í efnahagsþrengingum
þeirra og vildi ganga enn lengra í sameiningu
Evrópu. Hvort tveggja nýtur lítils stuðn-
ings meðal landsmanna. Schultz hefur fært
Sósíaldemókrata lengra til vinstri, sem hafði
í för með sér að „miðjan“ var að miklu leyti
eftirlátin kristilegu flokkunum.
Segja má að hinn almenni Þjóðverji hafi lítinn
áhuga á stjórnmálum og kosningabaráttan
hefur verið fremur átakalítil í sögulegu ljósi.
Sósíaldemókratar mældust snemma á þessu
ári með meira fylgi en kristilegu flokkarnir,
en þeim fataðist brátt flugið og guldu afhroð
í kosningum til þinga þriggja sambands-
landa fyrr á þessu ári. Í Nordrhein-Westfalen
var gengið til kosninga 14. maí síðastliðinn.
Þar hafa Sósíaldemókratar verið stærstir
flokka, en í sambandslandinu búa tæpar
18 milljónir manna. Í kosningabaráttunni
snerust fjölmiðlar gegn Sósíaldemókrötum,
þeir þóttu hafa brugðist í öryggismálum og
var þar sérstaklega vísað til hinna alvarlegu
atburða á nýársnótt 2016 þegar þúsundir
kvenna urðu fyrir ofbeldi kynferðisbrota-
manna á götum úti í Köln og víðar um
Þýskaland, en Köln er einmitt í Nordrhein-
Westfalen. Öryggismálin hefur því eðlilega
borið hátt í umræðunni fyrir kosningar til
sambandsþingsins.
Martin Schulz, kanslaraefni Sósíaldemókrata. Þeir mældust
í könnunum með meira fylgi en kristilegu flokkarnir fyrr á
þessu ári en með vorinu fataðist þeim flugið.