Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 96
94 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 (sjá mynd 2) og á árunum 1830-1832 reisti lyfsalinn lyfjagerð og bakhús er náðu að Fógetagarðinum austanverðum eins og hann stendur í dag (sjá mynd 3). Þar sem kirkjugarðurinn var ekki aflagður fyrr en 1838 þykir nokkuð ljóst að ekki hafi verið grafið ofan í hús apótekarans þar sem rannsókn Landssímareitsins fór fram 2016- 2017. Átta ár liðu frá uppbyggingu Reykja- víkurapóteks þar til Víkurkirkjugarður var aflagður 1838. Hundrað árum seinna, árið 1930, var ákveðið að reisa þyrfti miðstöð fjarskipta í mið- bænum; svo varð úr að Landssímahúsið hið eldra var reist á árunum 1930-1932 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar og stendur enn milli NASA og nýja Landssímahússins. Símalagnir og fjarskiptabúnaður sem lagður var að gamla Landssímahúsinu 1931-1932 voru tekin þvert í gegnum Fógetagarðinn, en þær grafir sem fórnað var fyrir verkið má lesa um víða. Þegar hernámið átti sér stað 1941 voru braggar reistir framan við gamla Lands- símahúsið. Þegar nýja Landssímahúsið var reist á árunum 1964-1967 (sjá mynd 4) var fjöldi grafa úr vegir færður, þær fjarlægðar, rutt til eða settar sem hluti af uppfyllingarefni við sökkul hússins. Það kom greinilega í ljós við rannsóknina á Landssímareitnum 2016. Þessi upptalning framkvæmda sem kemur fram hér að ofan er því miður ekki tæmandi. Víkurkirkjugarður hefur því ekki fengið þá virðingu sem skyldi. Syndir feðranna eru margar. Við bætum þær aldrei en við getum reynt að bæta fyrir það sem aflaga fór. Að sópa því undir teppi sem við blasti á þeim 35 fm sem inn á Landssímareitinn náðu væri vanvirðing við þá sem þar hvíldu. Þess í stað var tekin fagleg ákvörðun um að greina það sem fyrir var og halda rannsókn áfram. Árin frá 1950-1975 eru merkileg í ljósi þess að þá voru fjarlægðar grafir og legsteinar manna og kvenna er síðust voru jarðsett í Víkurkirkjugarði auk legstaðar Angelinu Krüger. Hún var eiginkona lyfsalans, sem svo sorglega endaði sitt eigið líf árið 1882 eftir erfiðar barnsfarir. Barnið hennar lést í byrjun árs 1883 og fékk að hvíla hjá móður sinni (sjá mynd 5). Þessi gröf var síðasta gröfin sem tekin var í hinum forna Víkurkirkjugarði, en var rutt í burtu árið 1967 er nýja Landssíma- húsið reis. Engar heimildir eru fyrir því hvað varð um leiðið eða jarðneskar minningar þeirra mæðgna. Þetta er þó vitað; grafarsteinn Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests var fjarlægður úr Fógetagarðinum 1972, leiði Geirs hins góða og Gunnlaugs voru fjarlægð 1967, jarðneskar minjar ásamt Járn- og minningarhellum Espolins, sona hans og konu ásamt fleirum voru fjarlægðar við framkvæmdir við gerð Landssímahúsanna beggja frá árunum 1930- 1967. Þetta eru staðreyndir. Mynd 3. Bakhús Apóteksins reist 1830­1915 Mynd 4. Landssímahúsið til hægri á myndinni og Miðbæjarmarkaðurinn fyrir miðju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.