Þjóðmál - 01.09.2017, Side 96

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 96
94 ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 (sjá mynd 2) og á árunum 1830-1832 reisti lyfsalinn lyfjagerð og bakhús er náðu að Fógetagarðinum austanverðum eins og hann stendur í dag (sjá mynd 3). Þar sem kirkjugarðurinn var ekki aflagður fyrr en 1838 þykir nokkuð ljóst að ekki hafi verið grafið ofan í hús apótekarans þar sem rannsókn Landssímareitsins fór fram 2016- 2017. Átta ár liðu frá uppbyggingu Reykja- víkurapóteks þar til Víkurkirkjugarður var aflagður 1838. Hundrað árum seinna, árið 1930, var ákveðið að reisa þyrfti miðstöð fjarskipta í mið- bænum; svo varð úr að Landssímahúsið hið eldra var reist á árunum 1930-1932 eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar og stendur enn milli NASA og nýja Landssímahússins. Símalagnir og fjarskiptabúnaður sem lagður var að gamla Landssímahúsinu 1931-1932 voru tekin þvert í gegnum Fógetagarðinn, en þær grafir sem fórnað var fyrir verkið má lesa um víða. Þegar hernámið átti sér stað 1941 voru braggar reistir framan við gamla Lands- símahúsið. Þegar nýja Landssímahúsið var reist á árunum 1964-1967 (sjá mynd 4) var fjöldi grafa úr vegir færður, þær fjarlægðar, rutt til eða settar sem hluti af uppfyllingarefni við sökkul hússins. Það kom greinilega í ljós við rannsóknina á Landssímareitnum 2016. Þessi upptalning framkvæmda sem kemur fram hér að ofan er því miður ekki tæmandi. Víkurkirkjugarður hefur því ekki fengið þá virðingu sem skyldi. Syndir feðranna eru margar. Við bætum þær aldrei en við getum reynt að bæta fyrir það sem aflaga fór. Að sópa því undir teppi sem við blasti á þeim 35 fm sem inn á Landssímareitinn náðu væri vanvirðing við þá sem þar hvíldu. Þess í stað var tekin fagleg ákvörðun um að greina það sem fyrir var og halda rannsókn áfram. Árin frá 1950-1975 eru merkileg í ljósi þess að þá voru fjarlægðar grafir og legsteinar manna og kvenna er síðust voru jarðsett í Víkurkirkjugarði auk legstaðar Angelinu Krüger. Hún var eiginkona lyfsalans, sem svo sorglega endaði sitt eigið líf árið 1882 eftir erfiðar barnsfarir. Barnið hennar lést í byrjun árs 1883 og fékk að hvíla hjá móður sinni (sjá mynd 5). Þessi gröf var síðasta gröfin sem tekin var í hinum forna Víkurkirkjugarði, en var rutt í burtu árið 1967 er nýja Landssíma- húsið reis. Engar heimildir eru fyrir því hvað varð um leiðið eða jarðneskar minningar þeirra mæðgna. Þetta er þó vitað; grafarsteinn Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests var fjarlægður úr Fógetagarðinum 1972, leiði Geirs hins góða og Gunnlaugs voru fjarlægð 1967, jarðneskar minjar ásamt Járn- og minningarhellum Espolins, sona hans og konu ásamt fleirum voru fjarlægðar við framkvæmdir við gerð Landssímahúsanna beggja frá árunum 1930- 1967. Þetta eru staðreyndir. Mynd 3. Bakhús Apóteksins reist 1830­1915 Mynd 4. Landssímahúsið til hægri á myndinni og Miðbæjarmarkaðurinn fyrir miðju.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.