Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.09.2017, Blaðsíða 37
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 35 Flokkur Kristilegra demókrata er breiðfylking mið- og hægrimanna og hann er ólíkur eftir landshlutum. Forystumenn hans í Norður- Þýskalandi eru til að mynda frjálslyndari og um leið hægrisinnaðri en flokksbræður þeirra í sunnar í landinu. Hér kemur sitthvað til. Sósíaldemókratar eru sögulega mun sterkari í norðurhlutanum, en sá flokkur byggðist upp sem flokkur verkamanna. Verkamenn í suðrinu voru margir andsnúnir sósíaldemókrötum af trúarlegum ástæðum, þar sem kaþólska kirkjan var lengi harður andstæðingur sósíalista. Forystumenn kaþólskra verkamanna hafa því gjarnan stutt kristilegu flokkana í Suður-Þýskalandi, en að sama skapi aðhyllst ýmis grundvallarviðhorf sósíaldemókrata. Hugmyndafræði félagslegs markaðsbúskapar Þýska efnahagsundrið, Wirtschafts wunder, sem áður var getið, var ekki hvað síst drifið áfram af vexti og viðgangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Á sama tíma var ráða mönnum ljóst að draga yrði úr vægi gríðarstórra fyrirtækjasamsteypa, og sumar þeirra voru brotnar upp. Ludwig Erhard lýsti þessu stefnumiði kristilegra svo árið 1957: „Hættan á því að þrengt sé að samkeppni er stöðug og kemur úr mörgum áttum. Eitt mikilvægasta verkefnið í landi þar sem frjálst samkeppnisskipulag er lagt til grund- vallar í þjóðfélaginu er að tryggja frjálsa samkeppni. Það eru engar ýkjur þegar ég fullyrði að lagasetning gegn einokun er óhjákvæmileg „hagræn grundvallarregla“. Mistakist ríkisvaldinu í þessum efnum hefur slíkt fljótlega í för með sér endalok „félagslegs markaðsbúskapar“. Þessi grunn- regla þýðir að enginn einstakur borgari getur náð slíku tangarhaldi að hann megni að bæla niður einstaklingsfrelsið eða geti takmarkað það í nafni gervi frelsis. „Hagsæld fyrir alla“ og „hagsæld á grundvelli samkeppni“ eru óaðskiljanleg hugtök. Fyrra hugtakið er stefnan, og seinna hugtakið gefur til kynna stefnumörkunina eða leiðina. Þessi tvö hugtök leiða í ljós grundvallar- mun á félagslegum markaðsbúskap og eldri hugmyndum um frjálst hagkerfi. Athafnamönnum í viðskiptalífinu sem halda að tilvist einokunarhringja sé rétt- lætanleg vegna þróunar efnahagslífs nú- tímans má líkja við sósíaldemókrata, sem álykta að sjálfvirkni leiði til ríkisforsjár.“ Forystumenn CDU með Angelu Merkel í broddi fylkingar eru sífellt minnugir þessara grundvallaratriða og er óhætt að segja að það sé lykillinn að velgengni flokksins. Hann er flokkur allra stétta, sannkallaður þjóðarflokkur. Greinarhöfundur í höfuðstöðvum Kristilegra demókrata í Berlín með Bertil Wenger, yfirmanni alþjóðaskrifstofu flokksins Athafnamönnum í viðskiptalífinu sem halda að tilvist einokunarhringja sé réttlætanleg vegna þróunar efnahagslífs nútímans má líkja við sósíaldemókrata sem álykta að sjálfvirkni leiði til ríkisforsjár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.