Þjóðmál - 01.09.2017, Side 37

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 37
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 35 Flokkur Kristilegra demókrata er breiðfylking mið- og hægrimanna og hann er ólíkur eftir landshlutum. Forystumenn hans í Norður- Þýskalandi eru til að mynda frjálslyndari og um leið hægrisinnaðri en flokksbræður þeirra í sunnar í landinu. Hér kemur sitthvað til. Sósíaldemókratar eru sögulega mun sterkari í norðurhlutanum, en sá flokkur byggðist upp sem flokkur verkamanna. Verkamenn í suðrinu voru margir andsnúnir sósíaldemókrötum af trúarlegum ástæðum, þar sem kaþólska kirkjan var lengi harður andstæðingur sósíalista. Forystumenn kaþólskra verkamanna hafa því gjarnan stutt kristilegu flokkana í Suður-Þýskalandi, en að sama skapi aðhyllst ýmis grundvallarviðhorf sósíaldemókrata. Hugmyndafræði félagslegs markaðsbúskapar Þýska efnahagsundrið, Wirtschafts wunder, sem áður var getið, var ekki hvað síst drifið áfram af vexti og viðgangi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Á sama tíma var ráða mönnum ljóst að draga yrði úr vægi gríðarstórra fyrirtækjasamsteypa, og sumar þeirra voru brotnar upp. Ludwig Erhard lýsti þessu stefnumiði kristilegra svo árið 1957: „Hættan á því að þrengt sé að samkeppni er stöðug og kemur úr mörgum áttum. Eitt mikilvægasta verkefnið í landi þar sem frjálst samkeppnisskipulag er lagt til grund- vallar í þjóðfélaginu er að tryggja frjálsa samkeppni. Það eru engar ýkjur þegar ég fullyrði að lagasetning gegn einokun er óhjákvæmileg „hagræn grundvallarregla“. Mistakist ríkisvaldinu í þessum efnum hefur slíkt fljótlega í för með sér endalok „félagslegs markaðsbúskapar“. Þessi grunn- regla þýðir að enginn einstakur borgari getur náð slíku tangarhaldi að hann megni að bæla niður einstaklingsfrelsið eða geti takmarkað það í nafni gervi frelsis. „Hagsæld fyrir alla“ og „hagsæld á grundvelli samkeppni“ eru óaðskiljanleg hugtök. Fyrra hugtakið er stefnan, og seinna hugtakið gefur til kynna stefnumörkunina eða leiðina. Þessi tvö hugtök leiða í ljós grundvallar- mun á félagslegum markaðsbúskap og eldri hugmyndum um frjálst hagkerfi. Athafnamönnum í viðskiptalífinu sem halda að tilvist einokunarhringja sé rétt- lætanleg vegna þróunar efnahagslífs nú- tímans má líkja við sósíaldemókrata, sem álykta að sjálfvirkni leiði til ríkisforsjár.“ Forystumenn CDU með Angelu Merkel í broddi fylkingar eru sífellt minnugir þessara grundvallaratriða og er óhætt að segja að það sé lykillinn að velgengni flokksins. Hann er flokkur allra stétta, sannkallaður þjóðarflokkur. Greinarhöfundur í höfuðstöðvum Kristilegra demókrata í Berlín með Bertil Wenger, yfirmanni alþjóðaskrifstofu flokksins Athafnamönnum í viðskiptalífinu sem halda að tilvist einokunarhringja sé réttlætanleg vegna þróunar efnahagslífs nútímans má líkja við sósíaldemókrata sem álykta að sjálfvirkni leiði til ríkisforsjár.“

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.