Þjóðmál - 01.09.2017, Side 91

Þjóðmál - 01.09.2017, Side 91
ÞJÓÐMÁL Hausthefti 2017 89 Í hjálögðu æviágripi sagði Salinger (f. 1892) frá fjölskylduhögum sínum, námi og störfum. Hann hefði meðal annars barist í fremstu víglínu 1915-1918 og síðar verið yfirmaður hjá Landssambandi handverksmanna af gyðingaættum, gengið að eiga Gertrud Lohde 1929 og eignast með henni dóttur, Steffi, í nóvember 1930. Ráðherra neitaði. Fyrr en varði var fokið í flest skjól og í nóvemberlok 1942 var Erich Salinger sendur ásamt 997 öðrum gyðingum til Auschwitz með „send- ingu 23“ og myrtur þar. Gertrud og Steffi fóru með „sendingu 29“ frá Berlín til Auschwitz hinn 19. febrúar 1943 og virðast hafa verið myrtar við komuna í búðirnar. Í þeim hópi voru einnig átta gyðingaflóttamenn sem Finnar höfðu framselt í hendur Þjóðverja í Eistlandi. Þriðja Berlínarbúann má nefna, timburkaup- manninn Alfred Pulvermacher (f. 1889), sem talaði reiprennandi fjögur höfuðtungumál auk móðurmálsins og einnig ágæta tyrk- nesku. Hann hafði barist í heimsstyrjöld en tekið við fyrirtæki föður síns í stríðslok. Pulvermacher var kvæntur og átti tvö börn. Einnig átti hann nokkurt fé utanlands. Hann bauðst til að taka verksmiðju sína með sér og setja hana upp á Íslandi en ætlaði að öðrum kosti að koma á fót bifreiðasölu eða píanó- framleiðslu, vildi íslenska ríkisstjórnin það frekar. Hvernig sem málin æxluðust yrði Pulvermacher–fjölskyldan aldrei byrði á Íslendingum. Dómsmálaráðherra syn- jaði beiðni hans. Hinn 12. mars 1943 fór Pulvermacher ásamt tæplega 1.000 öðrum gyðingum með „sendingu 36“ frá Berlín til Auschwitz þar sem hann var myrtur við komuna í búðirnar. Meðal annarra farþega í sendingu 36 má nefna Siegbert Rosenthal (f. 1899), bróður Hennyjar Goldstein–Ottósson og Harrys Rosenthals sem voru bæði búsett á Íslandi, ásamt konu hans Ernu (f. Baerwald, 1901) og ungum syni þeirra, Denny (f. 1939). Erna og Denny voru myrt í Auschwitz en Siegbert var fluttur til Natzweiler–Struthof fangabúðanna nærri Strassborg þar sem hann og 85 aðrir gyðingar voru myrtir á hroðalegan hátt hinn 2. ágúst 1943. Nota átti beinagrindur þeirra í mannfræði- safn sem sýna ættu einkenni „undirmálsfólks“ á vegum rannsóknarstofnunar svartliðsins, Ahnenerbe, við Háskólann í Strassborg. Margir umsækjendur frá Berlín virðast hafa orðið eftir í borginni þegar þýsku landa- mærin lokuðust gyðingum haustið 1941. Þeir virðast hafa verið meðal þeirra 15.000 gyðinga sem björguðu lífi sínu fram í nóvem- ber 1942 með því að vinna hörðum hönd- um í verksmiðjum í Berlín. Fólk þetta var talið „nauðsynlegt vinnuafl“ og komst því jafnan hjá brottflutningi „austur“. „Sending 23“ í nóvember 1942 var fyrsta ferðin í nýju átaki sem átti að hreinsa Berlín af eftirlifandi gyðingum. Hámark þess var svokölluð Fabrik Aktion (verksmiðjuaðgerð) í febrúar og mars 1943. Málavextir voru þeir að 20. febrúar 1943 gaf SS-foringinn Adolf Eichmann út þá skipun að eftirstandandi gyðingar, sem áður hefðu komist hjá brottflutningi vegna starfa í mikilvægum verksmiðjum, yrðu nú sendir austur eins og aðrir, að undanskildum einstaklingum í blönduðum hjónaböndum og börnum þess háttar foreldra, samkvæmt fyrirmælum frá æðstu leiðtogum nasista. Viku síðar réðust hermenn úr lífvarðarsveit Adolfs Hitlers, SS­Leibstandarte, til atlögu og hreinsuðu fólk úr verksmiðjunum með svipur og byssustingi að vopni. Á sama tíma fóru lögreglusveitir á stjá í Berlín og tóku með sér alla gyðinga sem þær fundu og máttu hand- taka samkvæmt fyrirmælum leiðtoganna. Erna og Denny Rosenthal í Berlín 1939. Þau voru myrt í Auschwitz. Erna var mágkona Henny Goldsteins (eiginkonu Hendriks Ottóssonar).

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.