Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 1
LÖGREGLUMÁL Yfirmaður greining- ardeildar ríkislögreglustjóra, Run- ólfur Þórhallsson, hefur talsverðar áhyggjur af aukinni hættu á ofbeldi í garð stjórnmálafólks. Greint var frá því í Fréttablaðinu í gær að rannsókn á skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra í Reykjavík, fyrr á þessu ári hefði verið hætt og að mál fyrrverandi lögreglumanns sem var grunaður um verknaðinn verið fellt niður. „Við höfum verið í samskiptum við flokkana og fulltrúa í Ráðhúsinu um öryggisráðgjöf,“ segir Runólfur en öryggisgæsla Dags var efld í kjöl- far skotárásarinnar. SJÁ SÍÐU 4 Karlar hafa hærri eftirlaun en konur í öllum ríkjum OECD. Hér er munurinn þrettán pró- sent. Hægt er að jafna lífeyris- réttindi með samningum. kristinnhaukur@frettabladid.is JAFNRÉTTISMÁL Samkvæmt nýrri alþjóðlegri skýrslu er kynjahalli eftirlauna hér á landi 13,2 prósent. Það er, hversu mikið meira karl- menn fá greitt í eftirlaun en konur, eftir 65 ára aldur. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fjármálafyrirtækjanna Mercer, CFA Institute og Monash-háskólans í Ástralíu og er að stórum hluta byggt á tölum frá OECD. Þó að munurinn sé í tveggja stafa tölu kemur Ísland nokkuð vel út. Meðaltal OECD er 25,6 prósent. Mestur er munurinn í Japan, 47,4 prósent, enda Japan mikill eftir- bátur annarra vestrænna ríkja er kemur að jafnrétti kynja. Minnstur var munurinn í Eistlandi, aðeins 3,3 prósent. Þórey Þórða rdót t ir, f r a m- kvæmdastjóri Landssamtaka líf- eyrissjóða, segir ýmsar ástæður fyrir kynjahallanum. „Konur eru að jafnaði meira í hlutastörfum og koma meira að því að sinna ólaunuðum störfum, eins og að sinna fjölskyldu og börnum. Ef konur lengja fæðingarorlof þá er ekki greitt í lífeyrissjóð. Þá verja konur aðeins styttri tíma á vinnu- markaði og lifa að jafnaði lengur en karlar,“ segir hún. Algengt er að hjón hætti á sama tíma að vinna þó að konan sé yngri. „Þetta er pólitískt mál sem er mjög þarft að ræða og rýna. Við greiðum ákveðna prósentu launa í lífeyrissjóð og þeir sem eru á lægri launum leggja þar með minna fyrir. Almannatryggingakerfið er mjög tekjutengt og jafnar þar með stöð- una gagnvart þeim sem eiga lítil líf- eyrisréttindi.“ Þegar allt er tínt til fær íslenska eftirlaunakerfið hæstu einkunn allra OECD-ríkja í skýrslunni, með 84,2 stig af 100 mögulegum. Er því lýst sem „fyrsta flokks og burðugu eftirlaunakerfi sem veitir góð fríð- indi, er sjálf bært og einkennist af heilindum“ ásamt því danska og hollenska. Eru það einu kerfin sem fá A í einkunn. Meðal þess sem stuðlar að hárri einkunn Íslands er samtryggingin, há upphæð lífeyris Tryggingastofnunar og stjórnun líf- eyrissjóðanna. Þórey segir mikilvægt að fólk sé meðvitað um að hægt sé að jafna lífeyrisréttindi hjóna og sambúðar- fólks með samningum. „Réttur til líf- eyris getur verið mjög misjafn milli hjóna og sambúðarfólks en hér áður fyrr var mjög algengt að karlmaður- inn væri úti að vinna á meðan konan sinnti heimili og börnum. Lífeyris- sjóðirnir veita ráðgjöf varðandi slíka samninga,“ segir hún. n Runólfur Þórhallsson, yfirmaður greiningar- deildar ríkislög- reglustjóra 2 1 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 1 Njála í leikhúsi Íslendingar hafa reynst FCK vel Menning ➤ 24 Sport ➤ 18 Mmm ... Safaríkar klementínur eru bestar núna! Krónan mælir með! 4.–7. nóvember Sæktu Samkaupa-appið og 2.000 kr. inneign fylgir með! Lægri eftirlaun til kvenna á Íslandi Framkvæmdir við höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur eru á fullu þessa dagana en gallaðir útveggir hússins voru fjarlægðir og síðan endurbyggðir. Í kuldanum er gott að slá ekkert af til að halda á sér hita. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þórey Þórðar- dóttir, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Áhyggjur af aukinni ofbeldishættu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.