Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 28
Fátt jafnast á við að slaka á í heitum
potti eftir langan og erfiðan dag.
sandragudrun@frettabladid.is
Það er fátt sem jafnast á við að
slaka á í heitum potti. Eftir langan
og erfiðan dag er heitur pottur oft
einmitt það sem þarf til að gleyma
öllum áhyggjum og láta þreytuna
líða úr kroppnum.
En heitt vatn getur haft ýmis
önnur jákvæð áhrif en slökun.
Heita vatnið getur hjálpað til við
að mýkja stífa vöðva og minnka
liðverki. Slökun í heitum potti fyrir
æfingu getur mögulega dregið úr
hættunni á meiðslum. Rannsóknir
sýna að slökun í heitu vatni getur
líka hjálpað fólki að sofa betur.
Þó er best að vera ekki of lengi í
heitum potti sem fer yfir 40°C.
Það getur valdið svima og jafnvel
ógleði. Allt er best í hófi. Eins er
gott að muna að drekka nóg áður
en setið er lengi í miklum hita. ■
Slökun í pottinum
Sund er allra meina bót.
thordisg@frettabladid.is
■ að sund brennir á klukkustund
um 40 prósentum fleiri hita-
einingum en hjólreiðar og um 30
prósentum fleiri hitaeiningum
en hlaup?
■ að stærsta manngerða sund-
laug heims er Citystars Sharm
El Sheikh, mitt í Sínaíeyðimörk
Egyptalands? Hún er 23,9 ekrur,
samkvæmt mælingu Heims-
metabókar Guinness.
■ að næststærsta sundlaug
veraldar er San Alfonso del Mar í
Síle? Hún er 20 ekrur og byggð af
sömu aðilum og gerðu Citystars
Sharm El Sheik.
■ að Deep Dive Dubai er dýpsta
sundlaug heims, hvorki meira né
minna en 60,2 metrar?
■ að sund varð ein af keppnis-
greinum Ólympíuleikanna
árið 1896, en konur fengu ekki
keppnisrétt í því fyrr en sextán
árum síðar?
■ að málverk sem fundust í
Egyptalandi frá því um árið 2500
fyrir Krist sýna fólk synda?
■ að Gerald Ford, þáverandi
Bandaríkjaforseti, lét byggja
útisundlaug við Hvíta húsið árið
1975?
■ að Titanic var fyrsta skemmti-
ferðaskipið með sundlaug um
borð?
■ að þegar þú syndir notarðu
hvern einasta vöðva líkamans?
■ að fyrstu sundgleraugun voru
búin til úr skjaldbökuskel? ■
Vissir þú ...?
Kazan Kremlin er á heimsminjaskrá
UNESCO. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
elin@frettabladid.is
Evrópumót í sundi fer nú fram í
borginni Kazan í Rússlandi. Kazan
er höfuðborg Tatarstan sem er í
rússneska sambandsríkinu og er
sjötta fjölmennasta borg ríkisins.
Borgin sem liggur við Volgu
þykir mikilvæg í efnahagslegu og
pólitísku tilliti, þar er til dæmis
fjölbreytt mennta-, menningar og
íþróttalíf. Kazan er eftirsótt borg
hjá ferðamönnum enda margt
fallegt að sjá þar. Kazan Kremlin
er fræg bygging í borginni sem
skráð hefur verið í heimsminjaskrá
UNESCO.
Íbúar þykja sérlega gestrisnir
og er það ekki síst þess vegna sem
borgin er valin undir alþjóðlega
viðburði. Kazan var ein af borgun-
um sem tóku á móti leikmönnum
á heimsmeistaramótinu í knatt-
spyrnu árið 2018. Undanfarin ár
hafa meira en 50 stór íþróttamót
farið fram í borginni.
Þrír keppendur eru fyrir Íslands
hönd á mótinu. Anton Sveinn
McKee, sem komst í undanúrslit í
gær í 100 metra bringusundi, Stein-
gerður Hauksdóttir og Snæfríður
Sól Jórunnardóttir.
Keppt er í sundhöllinni Aquat-
ics Palace og eru keppendur frá
36 þjóðum. Keppnin fer fram í 25
metra sundlaug. ■
Evrópumót í sundi í Kazan
Komdu í sund!
FRÍTT
FYRIR 10
ÁRA OG
YNGRI
OPIN ALLT ÁRIÐ
Virka daga: kl. 6:30–21:30Helgar: kl. 9:00–19:00
Sundhöll Selfoss
SUMAROPNUN
1.júní - 15. ágúst
Virka daga: kl. 13:00–21:00
Helgar: kl. 10:00–17:00
VETRAROPNUN
16.ágúst – 31.maí
Mán.- fös: kl. 16:30–20:30
Lau: kl. 10:00–15:00
Sundlaug Stokkseyrar
8 kynningarblað 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURSYNDUM