Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 12
Talið er að geitur hafi borist til landsins með land-
námsmönnum og stofninn síðan haldist einangraður,
sem gerir hann einstakan. Síðustu aldir hefur íslenski
geitastofninn lengst af verið í útrýmingarhættu en í
dag telur hann rúmlega 1.000 dýr. Á 9. og 10. öld voru
geitur hins vegar haldnar á f lestum bæjum, aðallega
til mjólkur- og kjötframleiðslu, en skinnin voru einnig
nýtt líkt og fíngerð ullin í einhverjum mæli. Því kemur
aðeins á óvart að þeirra sé ekki oftar getið í fornum
heimildum, líkt og annars bústofns. Skýringin gæti
verið sú að litið var á geitur sem „kýr fátæka fólksins“,
enda geta þær lifað á rýrara landi og verri heyjum.
Gömul örnefni hérlendis benda þó til geitahalds og má
þar nefna Kiðafell, Hafursfell og Geitafell. Reyndar eru
Geitafell fjögur talsins á Íslandi og er eitt þeirra stutt
frá höfuðborginni. Það er Geitafell vestan Þrengsla-
vegar, 509 metra hár móbergsstapi sem myndaðist
við gos undir ísaldarjöklinum. Ekki er hægt að segja
að mosavaxið fjallið minni á geit en það er hins vegar
afar auðvelt uppgöngu og hentar því vel fyrir þá sem
eru að stíga sín fyrstu skref í fjallgöngum.
Auðveldast er að komast að Geitafelli frá Þrengsla-
vegi við Sandfell. Þar eru hins vegar jarðvegsnámur
sem ekki eru mikið fyrir augað. Hægt er að keyra að
námunum og tekur þá við tæplega 3 km langur slóði að
fjallinu. Annar kostur er að velja syðri leið frá Þrengsla-
vegi að fjallinu. Geitafell er umkringt sléttum hraun-
breiðum og auðvelt uppgöngu úr öllum áttum. Efst sést
til sjávar við suðurströndina, í austri blasa við Kross-
fjöll, í vestur Bláfjöll og Heiðin há og í norður Lamba-
fell og Stóri-Meitill sitt hvorum megin Þrengsla. Hægt
er að ganga aðra leið niður af fjallinu og í kringum það,
en leiðin getur einnig hentað fyrir fjallahjól og á snjó er
tilvalið að ganga að rótum fjallsins á ferðaskíðum. Ef
ekið er heim í gegnum Árbæinn þá er þar áfengisbúðin
Heiðrún. Nafnið er fengið úr Snorra-Eddu en þar segir
frá geitinni Heiðrúnu sem bauð bardagamönnum Val-
hallar mjöð mikinn úr spenum sínum. Við getum ekki
mælt með slíkum miði í lok göngunnar og minnum
á heilræði úr Egils sögu þar sem stendur að „öl gerir
Ölvan fölvan“. n
Gengið á Geitina
Geitafell er stakstæður mosavaxinn móbergsstapi sem umkringdur er sléttum hraunum. MYNDIR/ÓMB
Hlíðar Geitafells
eru víðast hvar
auðveldar upp-
göngu og leiðin
að fjallinu greið
frá Þrengslavegi.
Á góðum degi er
ágætt útsýni af
Geitafelli. Hér
er horft til norð-
austurs og sést
glitta í Heklu
lengst til hægri.
Ólafur Már
Björnsson
augnlæknir og
ljósmyndari
Tómas
Guðbjartsson
hjartaskurð
læknir og náttúru
unnandi
FÓKUS Á HJARTA LANDSINS 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR