Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 4
100% RAFMÖGNUÐ ÍTÖLSK HÖNNUN FRUMSÝND LAUGARDAGINN 6. NÓVEMBER KL. 12-16 UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • FIAT.IS • ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16 NÝR FIAT 500e MEÐ 3+1 HURÐUM OG ALLT AÐ 460 KM DRÆGNI Rafhlaðan er 42KW og er 8 ára ábyrgð á rafhlöðu og 5 ára ábyrgð á bílnum. 500e er sjálfskiptur og framdrifinn. Greiningardeild ríkislög- reglustjóra hefur áhyggjur af auknu ofbeldi í garð stjórn- málafólks. Vísbending um þróun í öfuga átt. adalheidur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL „Við höfum tals- verðar áhyggjur af þessu enda vís- bendingar um þróun í öfuga átt sem við erum virkilega að skoða,“ segir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglu- stjóra um aukna hættu á of beldi í garð stjórnmálafólks. Fréttablaðið greindi frá því í gær að rannsókn skotárásar á bíl borgarstjóra í janúar síðastliðnum hefði verið hætt og mál gegn fyrr- verandi lögreglumanni sem sat í gæsluvarðhaldi snemma á árinu, grunaður um verknaðinn, hefði verið fellt niður hjá embætti hér- aðssaksóknara. „Við höfum verið í samskiptum við f lokkana og fulltrúa í Ráðhús- inu um öryggisráðgjöf,“ segir Run- ólfur. Fram hefur komið að öryggis- viðbúnaður hefur verið bæði við Ráðhús og heimili Dags B. Eggerts- sonar frá því að málið kom upp. Runólfur telur þó að við séum ekki endilega komin á þann stað að stjórnmálafólk geti ekki lengur gengið öruggt um götur eins og aðrir borgarar. „Við erum kannski ekki alveg tilbúin að fara þangað en þetta eru klárlega vísbendingar um mögulegan nýjan veruleika,“ segir Runólfur. Hann vísar einnig til þess að traust til stjórnmálaf lokka hafi lengi mælst lítið og mögulega séu áhrif þess sem gerðist 2008 enn að koma fram. Hann vísar til þess að árið 2012 hafi sprengju verið komið fyrir við Stjórnarráðið, rúmum þremur árum eftir efnahagshrunið. Þótt vitað sé hver kom sprengjunni fyrir, Rýri traust að enginn sæti ábyrgð Skotið var á skrifstofur Samfylkingarinnar í janúar á þessu ári. Enginn verður ákærður vegna þess. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK kristinnhaukur@frettabladid.is NORÐURLAND Bæjarstjórn Akur- eyrar klofnaði þegar bann við lausa- göngu katta var samþykkt á þriðju- dag. Lausaganga hefur verið mikið hitamál í bæjarmálaumræðunni á Akureyri undanfarin misseri líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum. Eru kettir sakaðir um að fara inn til fólks, klóra, drepa fugla og skíta í garða og sandkassa. Lausaganga hefur meðal annars verið rædd í bæjarstjórnum Hafnar- fjarðar, Garðabæjar og Grindavíkur nýlega. Í Reykjanesbæ var ákveðið að banna ekki lausagöngu. Lausaganga hefur verið bönnuð á Húsavík í meira en áratug og er einnig bönnuð í Hrísey, Grímsey og á Reykhólum. Í Fjallabyggð er hún bönnuð á varptíma og kettir verða að hafa bjöllu á öðrum tímum. Hafnfirðingurinn Guðný María Waage f lutti til Húsavíkur fyrir þremur árum síðan með tólf ára úti- köttinn Vin sem þurfti að aðlagast lausagöngubanninu. „Hann var að gera okkur brjáluð í inniverunni þannig að ég hannaði búr sem mað- urinn minn smíðaði,“ segir Guðný. Vinur getur komist sjálfur út í búrið og notið útiverunnar. „Hann elskar þetta,“ segir Guðný en fjölskyldan hefur síðan fengið annan kött sem deilir búrinu með Vini. Bannið á Akureyri tekur gildi þann 1. janúar árið 2025 og hafa bæjarbúar, og kettir þeirra, aðlög- unartíma að banninu. Til dæmis geta þeir nýtt lausn Guðnýjar sem fyrirmynd. „Mér f innst þetta fínt,“ segir Guðný spurð um lausagöngu- bannið á Húsavík. „Ég veit alltaf hvar þeir eru, þeir eru ekki að slasa sig og það er ekki verið að eitra fyrir þeim.“ n Halda áfram að skerða lausagöngufrelsi katta á Norðurlandi Vinur nýtur útsýnisins í sérhönnuðu búri á Húsavík. MYND/AÐSEND Fjöldi alvarlegra atvika á einum áratug Í janúar 2012 reyndi Valent- ínus Vagnsson að koma fyrir sprengju við heimili Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráð- herra, til að leggja áherslu á andstöðu sína við aðildarvið- ræður við ESB. Hann fann ekki heimili hennar og ákvað því að koma sprengj- unni fyrir við Stjórnarráðið, sama morgun og ríkisstjórnin fundaði í húsinu. Málið var fellt niður hjá lögreglu og Valentínus ekki ákærður. Á síðustu þremur árum er vitað um minnst sex skotárásir hér á landi sem beinst hafa að stjórnmálaflokkum og stjórn- málafólki. Þessi mál voru að nokkru leyti tekin inn í rann- sókn skotárásar á bíl borgar- stjóra. Rannsóknin hefur nú verið felld niður án þess að neinn hafi sætt ákæru. n 2012: Sprengja við Stjórnar- ráðshúsið n 2018: Skotið á skrifstofur Pírata n 2019: Skotið á skrifstofur Pírata n 2020: Skotið á Valhöll, höfuð- stöðvar Sjálfstæðisflokksins n 2020: Skotið á skrifstofur Við- reisnar n 2021: Skotið á skrifstofur Sam- fylkingarinnar n 2021: Skotið á bíl borgarstjóra var rannsókn þess máls einnig lokið án ákæru. Sá hafði ætlað að koma sprengjunni fyrir við heimili for- sætisráðherra en ekki fundið heim- ilisfangið og því komið henni fyrir við Stjórnarráðið. Runólfur segir að þrátt fyrir að lítið hafi verið gert úr því atviki hafi rannsókn greiningardeildar sýnt að sprengjan sjálf var öf lug. Það vildi hins vegar svo til að ger- andinn rann og datt þegar hann var að koma henni fyrir. Þarna hefði þó getað farið illa en ríkisstjórnin var að funda í húsinu sama morgun. „Auðvitað hefur þetta áhrif, málsmeðferð lögreglu og ákæru- valds í þessum málum. Fólk þarf að bera traust til réttarkerfisins,“ segir Runólfur um möguleg áhrif þess að rannsóknir þessara mála séu felldar niður án ákæru. Hann bendir á mikilvægi trausts til rétt- arkerfisins. „Við sjáum það líka með yfir- standandi umræðu um kynferðis- brotin að það má velta fyrir sér tengslum þessarar menningar- byltingar núna og vangetu réttar- kerfisins til að taka á kynferðis- brotum af nægilega mikilli festu. Það er kannski ákveðin grunn- tenging þar,“ segir Runólfur. n kristinnpall@frettabladid.is STÓRIÐJA Fulltrúar Norðuráls og Arion banka skrifuðu í gær undir samning um græna fjármögnun á nýrri framleiðslulínu í steypuskála Norðuráls á Grundartanga. Heildar- kostnaður fjárfestingarverkefnisins hleypur á um 120 milljónum dala eða um sextán milljörðum króna. Framleiðslulínan gerir Norðuráli kleift að vinna f leiri og verðmæt- ari vörur úr því áli sem fyrirtækið framleiðir án þess að aukning verði á álframleiðslu. Álið verður unnið áfram og gert að verðmeiri afurð og er gert ráð fyrir að orkusparnaður sé um fjörutíu prósent á sama tíma og útflutningstekjur Norðuráls aukast um fjóra milljarða á ári. Búist er við að framkvæmdin skapi hundrað störf við byggingar- framkvæmdina og við gangsetning- una skapast fjörutíu störf til fram- tíðar. n Sextán milljarða framkvæmd komin með fjármögnun birnadrofn@frettabladid.is VEÐUR Meðalhiti í Reykjavík í októ- ber var 5,6 stig sem er 0,8 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 0,4 stigum yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var hitinn 0,7 stig- um undir meðaltali síðustu þriggja áratuga samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Október var tiltölulega kaldur á norðanverðu landinu miðað við síð- ustu tíu ár en í heitara lagi á sunnan- verðu landinu. Sólskinsstundir voru færri en í meðalári á Akureyri og mánaðarúrkoman var sú næstmesta sem mælst hefur þar. n Hár meðalhiti í Reykjavík 4 Fréttir 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.