Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 30
Gucci hélt áfram að fagna aldarafmæli sínu á þriðju- dagskvöld með tískusýn- ingu á gangstétt Hollywood Boulevard, frægustu götu Los Angeles. Þetta var fyrsta sýning tískuhússins í Banda- ríkjunum síðan árið 2015 og þar sáust mörg fræg andlit. oddurfreyr@frettabladid.is Sýningin á þriðjudagskvöld var fyrsta tískusýning Gucci utan Ítalíu síðan heimsfaraldurinn byrjaði og aðdáendur merkisins létu sig ekki vanta. Sýningin var framhald af hátíðarhöldum Gucci vegna aldar­ afmælis tískuhússins sem hófust í apríl með sýningu sem fagnaði stíl Gucci síðustu 100 árin og rifjaði upp frægustu hönnun tískuhússins. Á sýningunni sýndi Gucci fatalínu sem var ekki bundið við ákveðna árstíð, en þetta er í þriðja sinn sem tískuhúsið gerir það síðan árið 2020. Þá sagði hönnunarstjóri Gucci, Alessandro Michele, að það væri úrelt kerfi að binda föt við ákveðnar árstíðir. „Mér finnst að föt eigi að hafa lengri líftíma en þessi orð gefa þeim,“ sagði hann. „Öll þessi svívirðilega græðgi hefur orðið til þess að við höfum misst samhljóminn og umhyggjuna, tengslin og þá tilfinningu að til­ heyra.“ Lokuðu Hollywood Boulevard Fyrir sýninguna var frægasta breið­ stræti Los Angeles, Hollywood Boulevard, lokað fyrir umferð, svo sýningin gæti farið fram á gang­ stéttinni fyrir framan kínverska kvikmyndahúsið, eitt frægasta kennileiti borgarinnar, þar sem fræga fólkið er með stjörnur með nafni sínu á gangstéttinni. Fræga fólkið lét sig ekki vanta á viðburðinn, en meðal gesta voru Diane Keaton, sem var í klæðnaði sem var hannaður af bæði Balenci­ aga og Gucci og Gwyneth Paltrow, sem mætti í nýrri útgáfu af þekktri Gucci­dragt sem Tom Ford hannaði upprunalega árið 1996 og var endursköpuð fyrir aldarafmælið. Aðrir vinir Gucci, eins og Billie Eilish, Dakota Johnson, Sienna Miller, Tracee Ellis Ross og James Corden mættu líka til að berja nýju línuna augum. Frægt fólk og kynlífsleikföng Fræga fólkið sat ekki allt á fremsta bekk, heldur tók sumt þeirra þátt í sýningunni, þrátt fyrir að Aless­ andro Michele sé almennt ekki mikið fyrir að nota frægt fólk í sýningunum sínum. Jared Leto var því ekki fagnandi á hliðarlínunni eins og venjulega á Gucci­sýningum, heldur tók hann sjálfur þátt og var í gráum jakka­ fatajakka við hvítar, reimaðar leðurbuxur. Macaulay Culkin kom líka mörgum á óvart með þátttöku sinni, en hann var í Hawaii­skyrtu, drapplitum útvíðum buxum og svörtum klossum. Söngkonan Phoebe Bridges tók líka þátt og var í svörtum alklæðnaði og snáka­ skinnsstígvélum. Önnur þekkt nöfn sem tóku þátt í sýningunni voru Quannah Chasinghorse, Jodie Turner­Smith og Jeremy Pope. Sumar af fyrirsætunum á sýningunni voru látnar ganga með kynlífsleikföng í höndunum sem aukahluti, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Michele notar óvenjulega aukahluti á sýningunum sínum. Hann hefur áður meðal annars látið fyrirsætur ganga með reið­ tygi og eftirlíkingar af afhöggnum hausum sem áttu að líta út eins og þeirra eigin. n Stjörnurnar mættu á aldarafmæli Gucci Sýningin var framhald af hátíðarhöldum Gucci vegna aldarafmælis síns, sem hófust í apríl á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ GETTY Jared Leto tók þátt í sýningunni í stað þess að fylgjast með úr fremstu röð eins og venjulega. Það kom mörgum á óvart að sjá Macaulay Culkin á sýningunni. Phoebe Bridges var í svörtum alklæðnaði og snáka­ skinnsstígvélum. Sumar af fyrirsætunum voru látnar ganga með kynlífsleikföng í hönd­ unum. Sýningin var ekki bundin við neina árstíð, en Gucci hætti að kenna tískulínur sínar við árstíðir á síðasta ári. Frægasta breiðstræti Los Angeles, Hollywood Boulevard, var lokað fyrir umferð á meðan sýningin fór fram. SINGLE’S DAY Sérblaðið Singles’ Day kemur út miðvikudaginn 10. nóvember. Í blaðinu gefst fyrirtækjum tækifæri til að koma á framfæri þeim afsláttum sem þau bjóða upp á þann dag. Tryggðu þér auglýsingapláss í mest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jón Ívar Vilhelmsson, markaðsfulltrúi Fréttablaðsins Sími 550 5654 / jonivar@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lif í minningunni aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 6 kynningarblað A L LT 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.