Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 15
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
Þegar ríkisstjórnin var mynduð
fyrir fjórum árum dugði að senda
þau skilaboð í stjórnarsáttmála að
hjakkað yrði í sama farinu.
Nú eru aðstæður gjörbreyttar.
Þær kalla á afdráttarlaus markmið
og útlistun á leiðum til að ná þeim.
Fortíðarvandinn í forgangi
Fyrir kosningar voru forystumenn
stjórnarflokkanna á einu máli um
þeir hefðu í öllum tilvikum náð að
ræða mál til niðurstöðu.
Fullyrt var að mál eins og
hálendisþjóðgarður, endurskoðun
stjórnarskrár, virkjanaáform
og mörg fleiri hefði dagað uppi
vegna tímaskorts. Nú kemur í ljós
að í raun strönduðu þau vegna
ágreinings.
Af þessari ósannsögli leiðir að
lausn á fortíðarvanda hefur verið
forgangsverkefni við endurnýjun
stjórnarsáttmálans.
Hvernig á að auka
verðmætasköpun
Framtíðin skiptir þó meira máli.
Því er mikilvægast að launafólk og
atvinnufyrirtæki sjái í endurnýj-
uðum stjórnarsáttmála einingu
um aðgerðir, sem leiða munu til
þess að verðmætasköpun þjóðar-
búsins verði til muna meiri en
fyrir faraldurinn.
Um þetta eru allir sammála.
Stjórnarsáttmálinn þarf á hinn
bóginn að segja hvernig því marki
verður náð.
Fyrir kosningar staðhæfðu
forystumenn stjórnarflokkanna
að gengi krónunnar yrði haldið
stöðugu til þess að verja kaup-
mátt launa. En þeir sögðu einnig
að nota ætti sveigjanlega mynt til
þess að tryggja samkeppnishæfni
útf lutningsgreina.
Það getur reynst erfitt að fram-
kvæma bæði þessi loforð sam-
tímis. Stjórnarsáttmálinn þarf
því að taka af allan vafa um hvort
markmiðið verður sett í forgang,
ef nauðsyn krefur.
Launastefna er
forsenda stöðugleika
Ætla má að stjórnendur í ferða-
þjónustu og útf lutningi horfi til
þess hvernig stjórnarflokkarnir
svara þessari spurningu. Og það
munu forystumenn í samtökum
launafólks einnig gera.
Samningar á almennum vinnu-
markaði eru lausir á næsta ári og
svo þarf að endurnýja samninga
við opinbera starfsmenn og
Bandalag háskólamanna.
Í stjórnarsáttmálanum þarf að
koma fram hvaða svigrúm ríkis-
stjórnin telur vera fyrir hendi til
launahækkana. Ætli ríkisstjórnin
að skapa trú á stöðugleika þurfa
skilaboðin um þetta efni að vera
afdráttarlaus.
Engar líkur eru á að markmið
um stöðugleika náist nema ríkis-
stjórnin hafi forystu um launa-
stefnu, sem samrýmist öðrum
efnahagslegum markmiðum.
Mest verður því horft á þessi
skilaboð.
Stjórnarsáttmálinn þarf að bera
með sér að ætlast sé til að aðilar
vinnumarkaðarins taki þau alvar-
lega.
Tímasettar og
fjármagnaðar áætlanir
Á sviði ríkisfjármála þarf stjórnar-
sáttmálinn að geyma áætlun um
á hversu löngum tíma á að greiða
niður skuldir ríkissjóðs.
Gera þarf glögga grein fyrir
umfangi hallans og útfæra hvernig
á að fjármagna hann. Þar á meðal
þarf að sýna áhrif innlendrar lán-
töku á vaxtastig í landinu.
Á síðasta kjörtímabili olli ríkis-
stjórnin mestum vonbrigðum í
heilbrigðismálum. Stjórnarsátt-
málinn hlýtur því að fela í sér
hvernig heilbrigðisáætlunin og
krabbameinsáætlunin, sem eru í
gildi til 2030, verða tímasettar og
fullfjármagnaðar.
Á síðasta kjörtímabili náði
ríkisstjórnin engum árangri í að
stytta biðlista barna vegna réttar
til þjónustu á sviði félags- og heil-
brigðismála. Nýja barnalöggjöfin
verður dautt plagg ef tímasett og
fjármögnuð áætlun um að stytta
þessa biðlista kemur ekki fram í
stjórnarsáttmálanum.
Loftslagsmarkmið
Útilokað er annað en að stjórnar-
sáttmálinn sendi skilaboð um ný
mælanleg markmið í loftslags-
málum.
Ganga þarf lengra en stjórnin
hefur gert til þessa. Fyrir því er
breiður þingmeirihluti. Það ætti
því að vera auðveldasta málið.
Aðstæður kalla einnig á að
stjórnarflokkarnir sýni fram á
að þeir hafi leyst ágreining um
frekari virkjun hreinnar orku til
orkuskipta og verðmætasköpunar.
Stjórnarskrá
Þá þarf ríkisstjórnin að gera grein
fyrir því hvernig hún hyggst ljúka
heildarendurskoðun stjórnar-
skrárinnar á næstu fjórum árum.
Efnisleg niðurstaða um öll þau
efni, sem stjórnin ætlar að breyta í
stjórnarskrá, hlýtur því að birtast
í sáttmálanum.
Með hliðsjón af strandsiglingu
málsins á síðasta kjörtímabili
yrði forsætisráðherra á f læði-
skeri án samkomulags um einstök
úrlausnarefni.
Hjakkað í sama farinu
Líklegt er að stjórnin nái saman
um skýr skilaboð af þessu tagi.
En í peningamálum, utanríkis-
málum, sjávarútvegsmálum og
landbúnaðarmálum má búast við
að hjakkað verði í sama farinu.
Það tefur framfarasóknina. n
Skilaboðin þurfa að vera skýr
RANGE ROVER SPORT HSE
Dynamic P400e
Nýskr. 11/2020, ekinn 32 þús. km,
bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 15.690.000 kr.
Rnr. 420779.
RANGE ROVER SPORT HSE P400e
Nýskr. 5/2020, ekinn 14 þús. km,
bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 13.990.000 kr.
Rnr. 420689.
LAND ROVER Discovery 5 HSE Lux
240D G4
Nýskr. 5/2020, ekinn 36 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 13.890.000 kr.
Rnr. 148507.
LAND ROVER Defender 110 240D
35” BREYTTUR
Nýskr. 10/2020, ekinn 25 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 14.990.000 kr.
Rnr. 420789.
RANGE ROVER Fifty Edition P400e
Nýskr. 3/2021, ekinn 6 þús. km,
bensín/rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 24.440.000 kr.
Rnr. 420799.
JAGUAR I-PACE S EV400
Nýskr. 9/2019, ekinn 26 þús. km,
rafmagn, sjálfskiptur.
Verð: 8.490.000 kr.
Rnr. 420725.
BMW X7 M50D
Nýskr. 9/2020, ekinn 9 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 25.690.000 kr.
Rnr. 420813.
JAGUAR E-PACE S 150D
Nýskr. 8/2018, ekinn 41 þús. km,
dísil, sjálfskiptur.
Verð: 6.490.000 kr.
Rnr. 260545.
JAGUAR - LAND ROVER
Hesthálsi 6-8 / 110 Reykjavík
525 6500 / jaguarlandrover.is
Allir bílar sem merktir eru APPROVED hafa farið í gegnum
gæðaferli notaðra Jaguar og Land Rover bíla.
Sjón er sögu ríkari – komdu í reynsluakstur strax í dag.
NOTAÐIR LÚXUSBÍLAR
SÝNINGARSALUR - HESTHÁLSI 6
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
0
0
8
2
2
1
J
a
g
u
a
r
n
o
t
a
ð
ir
8
b
íl
a
r
5
x
2
0
4
n
ó
v
FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2021 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ