Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 8
Þann 4. nóvember í fyrra sigraði Joe Biden í forseta- kosningunum í Bandaríkj- unum. Forsetinn hefur frá embættistöku glímt við erfið mál, innan lands og utan, og vinsældir hans minnkað. Deilur Demókrata stefna stærstu málum hans í hættu. thorvardur@frettabladid.is BANDARÍKIN Ár er liðið síðan Joe Biden var kjörinn forseti Banda- ríkjanna. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og er forsetinn, sem hóf stjórnartíð sína með mik- inn meðbyr, í erfiðri stöðu. Næsta ár skiptir sköpum um hve mörg stefnu- mál Bidens fá framgöngu. Frá því í apríl hefur stuðningur við forsetann hríðfallið, einkum á síðustu tveimur mánuðum. Nú segj- ast einungis 42 prósent Bandaríkja- manna styðja hann. Covid-farald- urinn, brotthvarfið frá Afganistan, mikið atvinnuleysi og innbyrðis átök Demókrata hafa gert honum erfitt fyrir. Helstu stefnumál forsetans, frum- varp um uppbyggingu innviða og frumvarp um viðamiklar aðgerðir í velferðar- og loftslagsmálum, hafa ekki enn hlotið náð fyrir augum þingsins. Langar samningavið- ræður hafa staðið yfir innan raða Demókrata og stöðugt verið dregið úr umfangi frumvarpanna. Sam- kvæmt skoðanakönnunum er mikill stuðningur meðal kjósenda beggja flokka við margt sem er ekki lengur að finna í frumvörpunum. Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrata hafa einkum staðið í vegi fyrir Biden, þau Kyrsten Sinema frá Arizona og Joe Manchin frá Vest- ur-Virginíu. Forsetinn hefur ítrekað reynt að koma til móts við þau og kostn- aðurinn við frumvörpin tvö, sem fjármagna á með hærri sköttum á ríka, skroppið saman að kröfu þeirra. Enn er allt í járnum og eru Demókratar af vinstrivængnum komnir með nóg af þeim Manchin og Sinema sem þeir segja ekki semja af heilindum. Biden hefur heitið aðgerðum í loftslagsmálum en staðan á þinginu gerir það erfitt. Í stjórnartíð Baracks Obama undirrituðu Bandaríkin Parísarsamkomulagið árið 2015. Trump dró Bandaríkin út úr sam- komulaginu tveimur árum síðar. Því er hætt við að ef Biden skuldbindur Bandaríkin í samningaviðræðum þar gildi það einungis út forseta- tíð hans, ef Repúblikani sigrar næst gæti hann hætt við allt saman sem gerir samningsstöðuna erfiða. Í gær fóru fram ríkisstjórakosn- ingar í Virginíu og New Jersey. Þar sigraði Repúblikaninn Glenn Youngkin Demókratann Terry McAuliffe. Endanleg úrslit liggja ekki fyrir í New Jersey. Þar hefur Jack Ciattarelli, frambjóðandi Repúblikana, naumt forskot sam- kvæmt nýjustu tölum á Phil Mur- phy, sitjandi ríkisstjóra Demókrata. Úrslitin í Virginíu eru mikið áfall fyrir Biden og Demókrata og ef svo heldur fram sem horfir í New Jersey verður það enn meira. Þetta er ekki góðs viti fyrir þingkosningar sem fram fara eftir ár. Þar gætu Demó- kratar misst eins manns meiri- hluta sinn í öldungadeildinni og jafnvel einnig meirihlutann í full- trúadeildinni sem væri mikið högg fyrir forsetann. Í kosningum 2010 misstu Demó- kratar meirihluta í fulltrúadeildinni sem markaði þáttaskil í stjórnartíð Obama og gerði honum nánast ómögulegt að koma málum sínum í gegnum þingið. Biden gæti því haft lítinn tíma til að standa við loforð sín, enda veltur það allt á þinginu. n Stefnumál Bidens í hættu einungis ári eftir kjör hans Vinsældir Joes Biden hafa snarminnkað að undanförnu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Öldungadeildar- þingmaðurinn Kyrsten Sinema hefur reynst Biden óþægur ljár í þúfu. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SIR ARNAR GAUTI L Í F S T Í L S Þ Á T T U R SIR ARNAR GAUTI LÍFSSTÍLSÞÁTTUR Sjálfur Bubbi Morthens er gestur Sir Arnar Gauta í þætti kvöldsins í kvöld kl. 20.00, bara á Hringbraut tsh@frettabladid.is Yfirskrift gærdagsins á COP26, lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow, var fjármál. Dagskrá allsherjarþingsins hófst með ræðu fjármálaráðherra Bretlands, Rishi Sunak, þar sem hann lýsti því yfir að Bretland ætlaði sér að verða fyrsta kolefnishlutlausa fjármálamiðstöð heimsins sem hluti af markmiðinu um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050. Mark Carney, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bretlands og núverandi ráðgjafi Boris Johnson forsætisráð- herra, hélt einnig erindi þar sem hann sagði grænar skuldbindingar fyrirtækja sem ráða yfir meiru en 130 trilljónum Bandaríkjadala vera „meira en nóg“ til ná fram kolefnis- hlutleysi. Ein af stærstu áskorununum í samningaviðræðunum á COP26 er hið svokallaða 100 billjóna dollara loforð sem samþykkt var á lofts- lagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn 2009. Þá skuldbundu iðnríkin sig til að veita 100 milljörðum Bandaríkja- dala á hverju ári til þróunarríkja í gegnum Græna loftslagssjóðinn en illa hefur gengið að uppfylla þetta loforð. Á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í september 2019 sagði Katrín Jak- obsdóttir að Ísland myndi tvöfalda framlag sitt til Græna loftslagssjóðs- ins úr einni milljón Bandaríkjadala í tvær milljónir. Árni Finnsson, for maður Nátt- úru vernd ar sam taka Íslands, hefur hins vegar sagt að til að Ísland geti borið sig saman við hin Norður- löndin þyrfti upphæðin að vera fjórar milljónir dala, sem samsvarar rúmlega 520 milljónum íslenskra króna árlega. n Fjármálin efst á baugi á COP26 Ísland greiðir tvær milljónir dala árlega í Græna loftslagssjóð- inn. COP26 8 Fréttir 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.