Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 40
En þegar maður er að búa til gleðileik þá leyfist manni allt. Hjörleifur Hjartarson er höf­ undur sýningarinnar Njála á hundavaði sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu, á morgun föstudaginn 5. sept­ ember. kolbrunb@frettabladid.is Hjörleifur er einnig höfundur tón­ listarinnar í verkinu ásamt Eiríki Stephensen, en þeir standa báðir á sviði og skemmta áhorfendum, eins og þeir hafa áður gert í verk­ unum Sögu þjóðar, Öldinni okkar og Kvenfólki. „Þessi sýning er meira leikhús en fyrri sýningar okkar sem hafa verið frumsýndar fyrir norðan en síðan orðið að gestasýningum í Borgarleikhúsinu,“ segir Hjörleifur. „Þar sem þessi sýning er framleidd Borgarleikhúsinu inniheldur hún fleiri brellur, mikla grafík, leikmynd og alls kyns leikmuni. Allt er viða­ meira en áður.“ Hvernig gekk honum að koma Njálu fyrir í tveggja tíma sýningu? „Það er býsna snúið að kjarna Njálu. Ég setti mér það að segja alla Njálu og draga ekkert undan. Ég er ekki að segja að það takist algjörlega en við Eiríkur reynum að fara í gegnum allt verkið. Ég var enginn Njálu­ maður fyrir, en það hefur verið mjög gaman og krefjandi að búa til leik­ rit úr Njálu og að sama skapi mjög skemmtilegt.“ Marglaga karakter Gunnar, Hallgerður, Njáll, Bergþóra og Skarphéðinn eru í forgrunni sýningarinnar. „Ég hafði ekki áttað mig á því hversu stórt hlutverk Njáll hefur í Njálu. Hann er óskaplega marglaga karakter og veröld hans og hugsjónir eru gegnumgangandi í sögunni. Hann er alltaf að byggja sér fyrirmyndarheim. Hann er svo margt: stjörnulögfræðingur, póli­ tískur refur og andlegur leiðtogi sem verður æ andlegri eftir því sem á líður. En eins og oft fer fyrir mann­ kynslausnurum þá gleymir hann að rækta sinn eigin garð og ferst,“ segir Hjörleifur, en Njáll er orðinn að eftirlætispersónu hans í Njálu. Um túlkun þeirra Eiríks á sög­ unni segir hann: „Við erum að reyna að vera fyndnir, sjá skondnu hliðarnar á Njálu sem er ekki erfitt og skoða út frá sjónarhóli okkar 21. aldar fólks. Þá hlýtur maður að leggja sinn dóm á persónur og söguna.“ Breyskar manneskjur Er með öllu leyti sanngjarnt að leggja nútímamælistiku á Njálu? „Nei, það er engan veginn sann­ gjarnt! En þegar maður er að búa til gleðileik þá leyfist manni allt. Við erum líka algjörlega trúir sögunni þótt við veltum fyrir okkur ýmsum þáttum,“ segir Hjörleifur. „Maður fær frítt spil og getur endalaust verið að ráða í gjörðir manna sem eru oft ekki skynsamlegar. Þetta eru svo breyskar manneskjur. Skarphéðinn ekki síst, enda tættur af erfiðum heimilisaðstæðum. Þegar hann gengur frá búð til búðar til að afla sér stuðnings, eftir að hafa drepið Höskuld, eftirlæti allra, þá hagar hann sé afar óskynsamlega, en er samt svo skiljanlegur. Hann getur ekki beðist vægðar, því það er ekki í hans karakter.“ n Skondnu hliðarnar á Njálu Ég setti mér það að segja alla Njálu og draga ekkert undan, segir Hjörleifur. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hjörleifur og Eiríkur Stephensen skemmta áhorfendum í Borgarleikhúsinu. MYND/AÐSEND kolbrunb@frettabladid.is Næstkomandi þriðjudag, 9. nóvem­ ber, klukkan 19.30 í Salnum halda Kristinn Sigmundsson bassi og Edda Erlendsdóttir píanóleikari í fyrsta sinn saman ljóðatónleika. Þau f lytja Michelangelo Lieder eftir Hugo Wolf, Vier Lieder Op. 27 eftir Richard Strauss og ljóðasöngva eftir Johannes Brahms. n Ljóðakvöld með Kristni og Eddu Kristinn syngur í Salnum. kolbrunb@frettabladid.is Á morgun, föstudaginn 5. nóvem­ ber, klukkan 16.00, verður sýn­ ing Helgu Páleyjar, Fugl, opnuð í NORR11, Hverfisgötu 18. Til sýnis eru ný verk eftir Helgu sem tengjast öll sama tímabili í lífi listakonunnar og eru hluti af sama ferli. Helga Páley er alin upp á Snæ­ fellsnesi en þar er stærsta kríuvarp Evrópu. Því má segja að fuglarnir tengi hana sterkum böndum við æsku sína og þessar rætur skjótast upp í gegnum listsköpun hennar. Fortíð, nútíð og framtíð er rauður þráður sýningarinnar. Síðustu ár hefur Helga sýnt á fjöl­ mörgum stöðum og má þar nefna Listasafn Reykjanesbæjar, Gallerí Port, Ásmundarsal og Safnasafnið á Svalbarðseyri. Samhliða mynd­ listinni hefur hún einnig unnið sem teiknari, bæði við myndskreytingar og hreyfimyndagerð. n Fortíð – nútíð og framtíð Verk eftir Helgu Páleyju á sýningunni. kolbrunb@frettabladid.is Óbóið og tónskáldin okkar er yfir­ skrift tónleika í 15:15 tónleikasyrp­ unni í Breiðholtskirkju, laugardag­ inn 6. nóvember klukkan 15.15. Á tónleikunum mun Eydís Franz­ dóttir óbóleikari leika efnisskrá sem samanstendur af verkum íslenskra tónskálda fyrir einleiksóbó. Verkin eru eftir John Speight, Svein Lúðvík Björnsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Hafdísi Bjarnadóttur, Þuríði Jóns­ dóttur og Hauk Tómasson og hafa öll verið samin fyrir Eydísi eða frumflutt af henni. Á tónleikunum verður frumflutt verk Hauks Tómas­ sonar Flux 2 fyrir óbó og hljóð­ upptöku. Verkið er samið fyrir 1­8 hljóðfæri; f lautu, óbó, klarínett, slagverk, hörpu, píanó, fiðlu, selló og samsetta hljóðupptöku leikna á hljóðfærin. Eydís hefur verið virk í íslensku tónlistarlíf i meðal annars sem óbóleikari Caput hópsins og blás­ araoktettsins Hnúkaþeys, auk þess að leika með fjölmörgum öðrum hópum. Hún hefur verið frum­ Óbóið og tónskáldin okkar Eydís Franz­ dóttir, óbó­ leikari kvöðull í f lutningi nútímatónlistar fyrir óbó og hefur fjöldi innlendra og erlendra tónskálda skrifað verk fyrir hana. Eydís er kennari við Tón­ listarskóla Kópavogs. n Organisti/Tónlistarstjóri óskast Sóknarnefndir Brautarholts – og Reynivallasókna Kjalarnessprófasts- dæmi auglýsa eftir organista/tónlistarstjóra í 30% fasta stöðu við Reynivallaprestakall frá 1. janúar 2022. Leitað er eftir einstaklingi sem: • Hefur metnað fyrir tónlistaþætti helgihaldsins. • Hefur áhuga á að viðhalda og efla enn frekar öflugan kirkjukór. • Er tilbúinn í gott samstarf við sóknarprest prestakallsins. Laun samkv. kjarasamningi organista hjá FÍH og launanefndar Þjóðkirkjunnar. Umsóknir skulu sendar rafrænt til bjorn@brautarholt.is Umsóknarfrestur er til 1. desember n.k. Allar upplýsingar um starfið gefa: Björn Jónsson, formaður Brautarholtssóknar 892-3042 - bjorn@brautarholt.is sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur 865-2105 - arna.gretarsdottir@kirkjan.is 24 Menning 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMENNING FRÉTTABLAÐIÐ 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.