Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 20
Samhliða opnun á Expo 2020 sýningunni í Dúbaí var tískuhönnuðurinn Giorgio Armani með eigin veislu, One Night Only, sem er farandviðburður og hefur verið haldinn víða um heim, í London, Tókýó, Peking, Róm, New York og París. elin@frettabladid.is Mikill fjöldi gesta var samankom- inn á glæsilegu hóteli Armani sem staðsett er í hæsta turni heims, Burj Khalifa. Chris Martin, tón- listarmaður úr Coldplay, var meðal gesta og hafði á orði að hvergi í heiminum væru jafn margir best klæddu á einum stað á sama tíma. Hann flutti nokkur lög í veislunni. Meðal annarra gesta var leik- konan Sharon Stone, Lily James sem er vel þekkt úr Mamma Mia! og Downton Abbey svo eitthvað sé nefnt og Clive Owen sem nýlega lauk við að leika Bill Clinton í nýrri kvikmynd um forsetann fyrr- verandi, Impeachment: American Crime Story. Gestunum var meðal annars boðið í eyðimerkurferð sem þeim þótti áhugaverð. Expo 2020 sýningin í Dúbaí átti að vera á síðasta ári en var frestað vegna Covid. Armani sýnir hátísku í tengslum við sýninguna og kynnir þar með ítalska yfirburði í hönnun, eins og það er nefnt. Armani hlaut sjálfur gullna vega- bréfsáritun í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Gullna vegabréfsáritunar- kerfið hófst árið 2019 og veitir tíu ára búsetu sem viðurkenningu á sérstökum framlögum til lands- ins. Armani fagnar um þessar mundir ellefu árum í hótelrekstri í Dúbaí og segir að breytingarnar í borginni á þessum árum séu ævin- týralegar. Hótelið í Dúbaí býður upp á lúxusgistingu og aðstöðu en það er á 38. hæð í skýjakljúfinum. Veggir eru til dæmis klæddir silki og leðri. „Þótt hótelið hafi orðið tíu ára í fyrra er engin þörf á breytingum, klassinn hefur haldið sér vel. Þetta er tímalaus hönnun,“ segir Armani. „Ég er ánægður og stoltur af að vera hér,“ sagði Armani við blaða- menn. „Miðausturlönd eru vagga nýs lúxushugtaks, samheiti um stöðuga þróun og tilraunir sem eiga rætur í töfrum djúprar menn- ingar þessara ríkja.“ Á tískusýningunni sýndi hann glæsilegan fatnað fyrir vorið 2022. Sýningin fór fram fyrir framan turninn Burj Khalifa en þar er stærsti gosbrunnur heims sem skiptir litum, flytur tónlist og hreyfist á rúmlega þúsund vegu. Glæsileikinn var því allt um kring. Armani Pop-Up verslun hefur verið sett upp í Dubai Mall og verður opin í mánuð. Sömuleiðis er Armani-verslun í miðstöðinni sem var opnuð árið 2010 og endur- nýjuð á síðasta ári. Önnur Armani- verslun er í Mall of the Emirates en báðar þessar verslunarmiðstöðvar eru sérlega glæsilegar. n Þeir best klæddu djamma í Dúbaí Giorgio Armani kom fram í lok tískusýningarinnar í Dúbaí og var vel fagnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Kjól- arnir sem sýndir voru fyrir vorið 2022 voru hver öðrum glæsi- legri. Það má segja að elegans sé ávallt í snið- unum hjá Armani. Gull- falleg efni og sniðin kven- leg. Það eru allir fínir í hvítum jakkafötum. Þessi tví- hneppti jakki er einstaklega smekk- legur. Sumarlegur jakki sem getur hentað spari eða bara í góðu veðri við gallabuxur. Ljósblár og frjáls- legur jakki en merki Armani er skraut í efninu. SÍGILD KÁPUBÚÐ Skipholti 29b • Sími 551 4422 • www.laxdal.is Laxdal er í leiðinni SKOÐIÐ LAXDAL.IS Peysur í úrvali 4 kynningarblað A L LT 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.