Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 17
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2021 Tinna segist velja liti eftir árstíðum. Hér er hún í fallegum grænum kjól sem fer henni einstaklega vel. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sjálfstraust getur gert ljóta flík að gulli Tinna Björt Guðjónsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir persónulegan og töff- aralegan stíl. Hún þorir að fara eigin leiðir og líður vel fyrir framan linsuna þegar hún bregður á leik. 2 T A R A M A R Tuttugu alþ jóðleg verðlaun Endurmótaðu húðina með lífvirkum efnum úr náttúru Íslands Bob Dylan hóf feril sinn ungur og er enn að. FRÉTTALBLAÐIÐ/GETTY sandragudrun@frettabladid.is Í dag eru liðin 60 ár síðan tónlistar- maðurinn Bob Dylan hélt sína fyrstu tónleika í Carnegie Hall í New York en þá var hann ungur maður, ekki nema tvítugur og nýlega fluttur til borgarinnar sem aldrei sefur. Fram að 4. nóvember 1961 hafði Dylan einungis komið fram á litlum klúbbum og sem upphitunaratriði fyrir þekktari listamenn. Samkvæmt heimildum mættu ekki nema 53 gestir á tón- leikana í Carnegie Hall, en þeir voru þó upphafið að tónleikaferli sem átti eftir að endast í áratugi, en hann er enn að, orðinn áttræður. 3.000 tónleikar Bob Dylan flutti til New York í janúar þetta ár, staðráðinn í að helga líf sitt tónlistarsköpun. Á þeim 60 árum sem liðin eru frá fyrstu alvöru tónleikunum hans hefur hann spilað á yfir 3.000 tónleikum um allan heim. Auk þess hlaut hann Nóbelsverð- launin í bókmenntum árið 2017 fyrir nýsköpun á sviði ljóðrænnar tjáningar innan hinnar miklu lagahefðar Bandaríkjanna. Óhætt er að fullyrða að tónlist Bob Dylan hefur spilað stóran þátt í tónlistar- sögunni undanfarna áratugi og margir þekktustu tónlistarmenn seinni hluta 20. aldar nefna hann sem sinn helsta áhrifavald. ■ Goðsögn í 60 ár

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.