Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 26
Ég er oft spurð að því hvernig ég geti verið svona lengi í laug- inni, en ég spyr bara á móti: Hvernig geturðu verið svona lengi ekki í vatninu? Sóley Einarsdóttir Sóley Einarsdóttir rekur Sundskóla Sóleyjar. Henni líður best í vatninu og segir að sund sé frábær hreyfing sem henti fólki á öllum aldri, sama í hvernig formi það er. „Ég er fædd og uppalin í Hafnar- firði og byrjaði að synda þegar ég var þriggja ára, en þá byrjuðu systkini mín að taka mig með í sund. Ég er ekki alin upp við að foreldrar mínir hafi tekið mig með í sund, en bróðir pabba míns var sundlaugarvörður í sundlaug Hafnarfjarðar og hann kenndi mér að synda,“ segir Sóley. „Seinna átti ég svo eftir að fara með mömmu mína í sund tvisvar í viku og kenna henni að synda. Ég hef synt reglulega frá því að ég man eftir mér og byrjaði að kenna sund árið 1986. Ég fór svo í nám og útskrifaðist árið 1989 sem íþrótta- kennari og hef haldið áfram að kenna síðan. Árið 1997 útskrifaðist ég svo líka sem ungbarnasund- kennari,“ segir Sóley. „Í dag rek ég minn eigin sundskóla. Ég stofnaði hann árið 1998 og hef sinnt honum eingöngu síðan árið 2007.“ Gaman hvað fólki líður vel í vatni „Ég ákvað að leggja sundkennslu fyrir mig því mér finnst að allir eigi að læra að bjarga sér og sund er ein af fáum íþróttum þar sem þú slasar þig yfirleitt ekki,“ segir Sóley. „Það er líka rosalega gott fyrir heilsuna að synda og vera í vatninu. Það skemmtilegasta við sund- Styrkjandi hreyfing sem hentar öllum Sóleyju Einarsdóttur líður alltaf best í vatninu. Hún segir að sund sé ein allra besta hreyfing sem er í boði og við séum heppin að eiga allt þetta heita vatn á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Sóley hefur sinnt sundkennslu síðan árið 1986 og útskrifaðist sem ung- barnasundkennari árið 1997. Það kemur fólk á öllum aldri í sund- skóla Sóleyjar, allt frá ósyndum ung- börnum upp í fólk á áttræðisaldri. Í Sundskóla Sóleyjar er boðið upp á ungbarna- og barnasund, vatnsleik- fimi og skriðsundsnámskeið. kennslu er að sjá árangurinn hjá fólki og hvað því líður vel í vatninu,“ segir Sóley. „Það er líka mjög gaman að sjá fólk á öllum aldri sem kann ekkert að synda en svo eftir bara 3-4 tíma sér maður að það er farið að geta synt. Það kemur alls konar fólk á öllum aldri til mín í sundskólann. Allt frá ósyndum ungbörnum upp í fólk á áttræðisaldri,“ segir Sóley. „Ég er til dæmis með eina núna sem er 76 ára og hafði dreymt um að læra skriðsund í mörg ár og lét loksins verða af því.“ Hentar meira að segja meiddum „Sund er mjög góð hreyfing sem hentar öllum. Hreyfingar í vatni vinna gegn gigt, bólgum og aumum vöðvum og styrkja líkamann á einstaklega góðan, auðveldan og skemmtilegan hátt. Sund tekur líka á miklu fleiri vöðvahópum en þú notar almennt í tækjasal,“ útskýrir Sóley. „Það er líka mjög styrkjandi og skriðsund er til dæmis sérstaklega góð æfing fyrir bak og axlir, auk þess að vera gott fyrir fæturna og aðra hluta líkamans. Sund er líka sniðugt fyrir þá sem hafa meiðst í öðrum íþróttum. Þá er gott að fara í laug og hlaupa í vatninu án þess að snerta botninn í stað þess að fara á hlaupabretti. Þannig ertu kominn í endur- hæfingu og byggir þig fyrir vikið hraðar upp svo þú kemst fyrr aftur á fullt skrið,“ segir Sóley. „Það hafa margir notað þessa aðferð til að byggja sig aftur upp og það getur munað mjög miklu að taka álag af liðum með því að æfa í vatni. Ég býð líka upp á vatnsleik- fimi fyrir almenning sem er mjög styrkjandi og með bestu æfingum sem er hægt að stunda. Þar er ein stelpa sem fékk heilablóðfall og lamaðist vinstra megin í líkam- anum, en hún lærði skriðsund hjá mér og þegar hún syndir sést það ekki að hún glími við þessa lömun,“ útskýrir Sóley. „Það hefur munað ótrúlega miklu fyrir hana að geta fengið hreyfingu, hún hefur bara öðlast nýtt líf. Ef fólk fer í útilaug fær það um leið að njóta útiveru og getur oft verið í sólbaði á meðan það er að synda og fólki líður bara einstak- lega vel í vatni,“ segir Sóley. „Mér líður allavega mjög illa ef ég kemst ekki ofan í vatn. Ég er oft spurð að því hvernig ég geti verið svona lengi í lauginni, en ég spyr bara á móti: Hvernig geturðu verið svona lengi ekki í vatninu?“ Best að byrja á grunnnámskeiði „Þeir sem hafa áhuga á að hefja sundiðkun ættu að fara á grunn- námskeið svo þeir læri réttu sund- tökin frá grunni og læri að synda á tækninni, en ekki kraftinum. Það er algjört lykilatriði í sundi, rétt eins og annarri líkamsrækt,“ segir Sóley. „Æfingin skapar meistarann og þó að ég sé búin að synda í 54 ár er ég ennþá alltaf að hugsa um tæknina og passa að ég klári sund- tökin rétt til að fara sem auðveld- ast í gegnum vatnið. Við bjóðum upp á ungbarna- og barnasund og tökum á móti börnum frá tveggja mánaða aldri upp í tólf ára. Við bjóðum líka upp á vatnsleikfimi fyrir fólk á öllum aldri og skriðsundsnámskeið,“ segir Sóley. „Ástæðan fyrir því að ég legg þessa áherslu á skrið- sundið er að það fer að mínu mati betur með líkamann en til dæmis bringusund. Margir eru slæmir í baki og það gerir bringusund erfiðara, því þar er oft mikil fetta á bakinu og í bringusundi er líka sett óeðlileg beygja á hnén. Skriðsund fer því betur með líkamann ef maður er slæmur í skrokknum og er gott fyrir byrjendur. Sundfélögin bjóða upp á sund- námskeið með þjálfun og sund- deildir bjóða líka oft upp á garpa- sund fyrir fullorðið fólk sem vill æfa sund,“ segir Sóley. „Svo eru líka vinahópar sem koma sér saman um að mæta á skriðsundsnám- skeið og halda svo áfram sjálfir.“ Býður meira en líkamsræktarsalur „Að mínu mati fer fólk á mis við að vera ekki meira í vatninu. Við erum rosalega heppin að eiga allt þetta heita vatn á Íslandi og fundum það til dæmis vel þegar laugarnar voru lokaðar og okkur vantaði vatnið,“ segir Sóley. „Fólk þarf bara að drífa sig af stað og leita sér aðstoðar til að gera hlutina örugglega rétt. Við viljum ekki öll vera í líkams- ræktarsal og í sundi er hægt að njóta hreyfingar, útiveru og sam- veru á sama tíma og það er bæði hægt að taka börnin og foreldrana með,“ segir Sóley. „Ég myndi vilja að allir væru duglegir að vera í vatni og það væri lýðheilsusigur ef þjóðin nýtti sér sundlaugarnar af meiri krafti.“ Nánari upplýsingar um Sundskóla Sóleyjar er að finna á heimasíð- unni, sundskoli.is. Allt til Sundíþrótta www.aquasport.is 6 kynningarblað 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURSYNDUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.