Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 46
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is, Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is Og einhvern veginn fór ég að spá í þetta og kannski líka út af auknum rasisma og órétti sem erlendir upplifa á Íslandi. Magnea Valdimarsdóttir Hvernig er best að ferðast á loftlagsráðstefnu? Auður Önnu Magnúsdóttir framkvæmda- stjóri Land- verndar „Það er náttúru- lega ástæða fyrir því að ég er ekki að fara. Ég mat það þannig að ég gæti ekki nýtt ferðina í fleiri erindi og þess vegna ákvað ég að fara ekki og að það væru það margir þarna fyrir Íslands hönd og mitt framlag væri dýrmætara heima. En fyrir okkur á Íslandi er mjög mikilvægt að skoða hverja ferð sem við förum af eyjunni okkar og við reynum þá að hlaða upp erindum og vera frekar lengur og nýta ferðina betur og fara þá á fleiri staði. Nú er Skotland náttúrlega mjög nálægt okkur þannig að þetta er frekar stutt ferð. En það er alveg til fyrirmyndar hjá Finn Richard Andrésson sem er loftslagsfull- trúi Ungra umhverfissinna og býr í Hollandi, að fara á loftlagsráð- stefnuna með lest og rútu. Það er einmitt þannig sem á að gera þetta. Og þeir sem eru að fara frá Evrópu geta gert þetta líka alveg eins og hann. Ég held að þessar upphrópanir um einka- þotur séu svona svolítið ýktar, ég þekki engan sem getur farið á einkaþotu. Það eru örugglega ein- hverjir sem gera það en svo verða þessar kröfur auðvitað að gilda fyrir alla. Þær gilda ekki bara fyrir þá sem fara á loftslagsráðstefnur. Þær gilda fyrir þá sem eru að fara á fótboltaleiki, þeir sem að fylgja liðunum á fótboltaleiki eru rosa- lega margir og maður heyrir engar kröfur um að þeir meti hver þörfin fyrir þá er að vera á leikjunum og náttúrulega viðskiptaferðir allar, borgarferðir bara til að fara að versla, þú veist – listinn er enda- laus. En það kom fram í aðdraganda ráðstefnunnar að eins og flestar flugferðir sem farnar eru innan Evrópu, þá er lest sem að tekur sex tíma eða minna, sem gengur þessa sömu leggi. Já, það er kannski rétt að benda á að þessar loftslagsráðstefnur eru flóknar samningaviðræður. Og það eiga sér kannski ekki stað flóknar samningaviðræður á öllum loftslagsráðstefnum en á þessari er um það að ræða. Og það er mjög erfitt að gera samninga án þess að fólk sé á staðnum. Og þess vegna held ég að margir hafi metið það þannig að það sé miklu betra að vera á staðnum.“ n n Sérfræðingurinn Sigurverkið Arnaldur Indriðason1 Læknirinn í Englaverksmiðjunni Ásdíd Halla Bragadóttir Sextíu kíló af kjaftshöggum Hallgrimur Helgason Gengið til rjúpna Dúi J. Landmark Horfnar Stefán Máni Bærinn brennur Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Rætur Ólafur Ragnar Grímsson Úti Ragnar Jónasson Allir fuglar fljúga í ljósið Auður Jónsdóttir Þín eigin ráðgáta Ævar Þór Benediktsson 2 3 5 7 9 8 10 6 4 Metsölulisti Vikuna 27. október - 2. nóvember Magnea Valdimarsdóttir frumsýnir í dag sína fyrstu heimildarmynd í fullri lengd. Hvunndagshetjur fjallar um fjórar ólíkar konur sem eiga það sameiginlegt að hafa búið á Íslandi í tuttugu ár. odduraevar@frettabladid.is „Ég fékk þessa hugmynd þegar ég flutti heim til Íslands, þá safnaði ég saman erlendum vinkonum mínum og á alveg slatta af þeim á Íslandi og náði einhvern veginn að byrja bara einhvers konar rannsókn á því hvað er að vera útlendingur á Íslandi,“ segir Magnea. Myndin er frumsýnd í Bíó Para­ dís klukkan hálf sex í dag. Þar fylgir Magnea eftir þeim Karolinu Von Mrozik Gliszczynska, Ayse Ebru Gurdemir, Mariu Victoriu Ann Campbell og Zinetu Pidzo Čogić. Magnea segir þær mjög skemmti­ legar og ólíkar týpur en þær eru frá fjórum mismunandi löndum. Magnea segist ekki eiga langt að sækja innblásturinn. Hún hafi sjálf enda verið útlend­ ingur í öðru landi, búið á Spáni og í Frakklandi og ferðast víða. „Og ein­ hvern veginn fór ég að spá í þetta og kannski líka út af auknum rasisma og órétti sem erlendir upplifa á Íslandi.“ Magnea segist ekki vita til þess að nokkuð þessu líkt hafi verið gert í kvikmyndum áður hér á landi. „Þetta er umfjöllunarefni sem mætti fjalla meira um,“ útskýrir hún. „Ég hef gert stuttmyndir um ósýnilegt fólk í samfélaginu, sem er öryrkjar eða útlendingar eða fatl­ aðir eða ýmislegir miðbæjarkarakt­ erar,“ segir Magnea. „Þannig að þetta er áframhaldandi áhugi á sósíalrealisma og fólki sem fær oft ekki mikla athygli en verður oft fyrir miklu órétti en er æðislegir karakterar og hefur rosalega mikið að segja.“ Aðspurð hvað hafi staðið upp úr eftir gerð myndarinnar segir Magn­ ea á léttu nótunum að það hafi verið ótrúlega krefjandi en gefandi og lærdómsríkt ferli. „Og umræðan, að vera útlendingur, þetta á við alla og það er bara gaman að hún fái að fæðast og lifa,“ segir Magnea. „Og að við getum tekið þessa umræðu um það hvað útlendingar geta gefið inn í samfélagið með komu sinni hingað, sama hvort það er flóttafólk eða innflytjendur, hvað þau geta auðgað menninguna og verið mikið krydd í tilveruna.“ Hún segist hafa lagt upp með stritmyndatöku í myndinni og að leika sér með andstæður með tón­ list Ólafar Arnalds. „Það er óhefð­ bundið að vera með fjórar aðalper­ sónur, svo þetta var krefjandi ferli en virkilega gefandi og skemmti­ legt.“ n Varpar ljósi á hulda fólkið Magnea segir þær Karolinu, Ayse, Mariu og Zinetu afar skemmtilegar og ólíkar týpur. MYND/AÐSEND 30 Lífið 4. nóvember 2021 FIMMTUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.