Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.11.2021, Blaðsíða 27
Hjónin Milena Solecka og Mariusz Solecki komu til Íslands frá Póllandi árið 2005 og fluttu fljótlega í Hafnar- fjörð. Þau hafa starfað í Ásvallalaug frá því laugin var opnuð. Þeim líkar starfið vel og fara reglulega með börnin í laugina. Þau Milena og Mariusz búa í dag á Völlunum í Hafnarfirði en eru að byggja sér hús í Skarðshlíðinni sem er nýjasta íbúðahverfið í Hafnar- firði. Þangað stefna þau á að flytja fljótlega. „Við byrjuðum í Ásvallalaug haustið 2008 þegar laugin var opnuð og höfum því starfað við laugina frá upphafi. Þannig þróast og þroskast með lauginni og því fólki sem þar hefur starfað með okkur. Mariusz hafði lengi átt sér þann draum að vinna í sund- laug. Það eru líka ákveðin lífsgæði fólgin í því að lifa og starfa í sama hverfi og auðveldar ýmislegt,“ segir Milena. Hún bætir við að þau hjónin séu mjög ánægð með starf sitt í Ásvalla- laug því þeim finnist gaman að vinna við þjónustustörf og að geta aðstoðað gesti laugarinnar, unga sem aldna. Milena og Mariusz fara mikið í sund sjálf með börnin sín þrjú og fara þá helst í laugarnar í Hafnar- firði. „Stundum gerum við okkur þó ferð í Mosfellsbæ enda eru þeir með barnvænar laugar eins og í Hafnarfirði. Börnin okkar elska að fara í sund og sund er tilvalin sam- verustund og leikur þar sem fátt annað truflar athygli og samveru. Við förum mikið í Ásvallalaugina enda ekki bara okkar vinnustaður heldur líka okkar hverfislaug og laugin sem börnin okkar þekkja,“ segir Mariusz. Hver laug hefur sérstöðu Þó að Ásvallalaug sé starfsstöð þeirra hjóna þekkja þau vel allar laugarnar í Hafnarfirði og hafa tekið vaktir í þeim öllum. Laug- arnar eru frekar ólíkar og hafa allar sína sérstöðu. „Ásvallalaug er mikið notuð af meðal annars fólki með ung börn og líka þeim sem eru mikið fyrir sundið og sækja laugina til að synda enda keppnislaugin einstök. Í laugina kemur fólk alls staðar að af höfuðborgarsvæðinu. Suður- bæjarlaug er aftur á móti útilaug í fallegri umgjörð með stóran hóp fastagesta úr Hafnarfirði. Sund- höllin, sem er elst allra lauganna, er síðan þekkt fyrir rólegt andrúms- loft og er mikið sótt af eldra fólki og þeim sem sækja í slökun og róleg- heit. Laugarnar eru frekar ólíkar og einstakar sem er svolítið skemmti- legt,“ segja Milena og Mariusz aðspurð um hvað einkenni hverja og eina laug að þeirra mati og hvernig fólk heimsæki hverja laug fyrir sig. Hjónin upplifa Ísland og Hafnar- fjörð sem öruggt og gott umhverfi fyrir börnin sín. „Hér er allt til alls. Við förum mikið göngutúra bæði niður í miðbæ Hafnarfjarðar og í kringum Hvaleyrarvatn sem er bara hérna rétt í bakgarðinum hjá okkur. Stutt að fara fyrir upplifun, útiveru og ævintýri fyrir börnin,“ segir Milena og Mariusz bætir við: „Okkur finnst Hellisgerði mjög fallegur staður og heimsækjum hann reglulega. Það er mjög auðvelt að skipuleggja góðan og innihalds- ríkan fjölskyldudag í Hafnarfirði. Við mælum sérstaklega með göngu umhverfis Hvaleyrarvatn og um skógarstígana þar og svo sundferð í eina af okkar einstöku laugum.“ Í heilsubænum Hafnarfirði eru þrjár sundlaugar, Sundhöll Hafnar- fjarðar, Suðurbæjarlaug og Ásvalla- laug. Frítt er í sundlaugarnar fyrir börn og ungmenni 17 ára og yngri og starfsfólk lauganna tekur fagnandi á móti gestum. n Taka fagnandi á móti gestum Hjónin Mariusz Solecki og Mil­ ena Solecka eru ánægð í starfi sínu í Ásvalla­ laug. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Ásvallalaug í Hafnarfirði er rúmgóð og barnvæn og aðgengi er gott. Suðurbæjarlaug er útilaug í fallegri umgjörð með stóran hóp fastakúnna. MYNDIR/AÐSENDAR Sundhöll Hafnarfjarðar er elst lauganna og þekkt fyrir rólegt andrúmsloft. Laugarnar í Hafnarfirði eru barnvænar. kynningarblað 7FIMMTUDAGUR 4. nóvember 2021 SYNDUM

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.